Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?

SHJ

Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantshafsbandalagið (NATO) eftir að Vestur-Þýskaland gekk til liðs við það árið 1955.

Aðalstöðvar bandalagsins voru í Moskvu og voru Sovétríkin valdamesta ríkið í bandalaginu með herstöðvar í öllum aðildarríkjunum. Þó svo að hugsunin væri að stofna varnarbandalag tóku aðildarlöndin þátt í árásum gegn eigin bandalagsríkjum eins og til dæmis í Tékkóslóvakíu árið 1968. Eftir að Sovétríkin féllu var lítill grunnur eftir af bandalaginu og það leystist upp árið 1991. Nokkur ríkjanna gengu þá til liðs við Atlantshafsbandalagið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

B.A.-nemi í heimspeki og stjórnmálafræði

Útgáfudagur

8.6.2004

Spyrjandi

Hlynur Pálsson, f. 1988

Tilvísun

SHJ. „Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2004, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4329.

SHJ. (2004, 8. júní). Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4329

SHJ. „Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2004. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4329>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?
Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantshafsbandalagið (NATO) eftir að Vestur-Þýskaland gekk til liðs við það árið 1955.

Aðalstöðvar bandalagsins voru í Moskvu og voru Sovétríkin valdamesta ríkið í bandalaginu með herstöðvar í öllum aðildarríkjunum. Þó svo að hugsunin væri að stofna varnarbandalag tóku aðildarlöndin þátt í árásum gegn eigin bandalagsríkjum eins og til dæmis í Tékkóslóvakíu árið 1968. Eftir að Sovétríkin féllu var lítill grunnur eftir af bandalaginu og það leystist upp árið 1991. Nokkur ríkjanna gengu þá til liðs við Atlantshafsbandalagið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...