Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?

Þórólfur Matthíasson

Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirstöðu efnahagslífs í hverju landi, s.s. orkuveitur, fjarskipta- og samgöngumannvirki, skólar, sjúkrahús o.þ.h“.

Hugtakið innviðir er margvítt eins og kemur fram í orðasafnsskilgreiningunum. Orðið getur haft ólíka merkingu eftir samhengi. Stundum er átt við mannvirki á borð við vegi, brýr, flugvelli og hafnarmannvirki. Stundum er átt við grunnstofnanir á borð við skólakerfi, dómskerfi, bankakerfi og svo framvegis. Það er því ekki að undra að almennum lesendum kunni að þykja hugtakið laust í reipunum.

Brýr eru dæmi um innviði.

Samkvæmt Torrisi (2009) má rekja það til Jochimsen (1966) að tengja þróun hagkerfa við stöðu innviða þeirra. Vísa má til Aschauer (1989) sem kemst að þeirri niðurstöðu að innviðir séu í lykilhlutverki þegar kemur að því að skýra og skilja framleiðniþróun. Það þýðir með öðrum orðum að það séu sterk tengsl milli fjárfestinga í innviðum og innviðastöðu hagkerfisins annars vegar og framleiðniþróun og hagvaxtar hins vegar. Á þessum grundvelli hvílir áhugi hagfræðinga (og margra stjórnmálamanna) á innviðauppbyggingu.

Flokka má innviði í undirflokka: mannvirki tengd samgöngum, fjarskiptum og þess háttar, félagslega innviði, stofnanainnviði og svo framvegis. Öll eiga þau fyrirbæri sem undir flokkana falla það sameiginlegt að notkun þeirra felur í sér jákvæð ytri áhrif (e. positive external effects) og/eða um er að ræða notkun blandaðra almannagæða (sjá næstu efnisgrein). Jákvæð ytri áhrif koma fram þegar viðskipti tveggja aðila hafa í för með sér velferðaraukningu þriðja aðila þó svo hann sé ekki aðili að viðskiptunum. Sem dæmi má nefna bólusetningu gegn inflúensu. Almenn bólusetning dregur úr líkum á faraldri og þar með úr líkum á að aðilar sem ekki láta bólusetja sig smitist. Hinir óbólusettu verða þannig fyrir jákvæðum ytri áhrifum af samskiptum samþegna sinna.

Í sumum tilvikum teljast innviðir til almannagæða (e. public goods). Almannagæði einkennast af því að notkun þeirra er óheftanleg (e. non-excludable) og ótakmarkandi (e. non-rivalrous). Sem dæmi má nefna óruglaða útvarpsútsendingu: þeir sem hafa viðtæki geta hlustað og hlustun eins takmarkar ekki hlustun annars. Einkagæði eru bæði heftanleg (e. excludable) og notkun takmarkandi (e. rivalrous). Mörg gæði sem hvorki eru hrein einkagæði eða hrein almannagæði teljast til innviða; vegir og brýr (notkun má takmarka með hliði, biðraðir geta myndast vegna ofnotkunar), heilsugæsla, þjónusta leik- og grunnskóla og svo framvegis. Slík gæði eru kölluð blönduð almannagæði til aðskilnaðar frá hreinum almannagæðum.

Grunnstofnanir á borð við skólakerfi, dómskerfi, bankakerfi og svo framvegis eru innviðir.

Sýna má fram á að framboð á frjálsum markaði af almannagæðum, hreinum og blönduðum og gæðum sem hafa jákvæð ytri áhrif sé „of lítið“ séð frá þjóðhagslegu sjónarmiði (sjá til dæmis Hindriks og Myles, 2013). Einkafjárfestar líta aðeins til eigin ávinnings og eigin kostnaðar þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Þeir taka þess vegna ekki tillit til ávinnings annarra þjóðfélagsþegna af viðkomandi fjárfestingu. Þannig muni til dæmis afkastageta og umfang hafnarmannvirkja og flugvallamannvirkja verða of lítið ef slíkar framkvæmdir eru einvörðungu á ábyrgð og kostnað einkaaðila. Þessi fræðilega niðurstaða er studd tölulegum rökum eins og kynnt er í ritgerð Aschauer frá 1989.

Þar sem margir flokkar innviða hafa í för með sér jákvæð ytri áhrif eða vegna þess að þeir falla undir flokk blandaðra einkagæða eiga ekki endilega sömu lögmál við og þegar fjallað er um fjárfestingu í hreinum almannagæðum á borð við dómskerfi eða almannavörnum. Því eru sums staðar starfandi sérstakir innviðafjárfestingarbankar, til dæmis nýstofnaður banki í Kanada (Canada Infrastructure Bank), Nígeríu (The Infrastructure Bank Plc), Kína (með áherslu á nágrannaríki í Asíu, The Asian Infrastructure Investment Bank (AIIB)) Og síðast en ekki síst Alþjóðabankinn (The World Bank), en hann hefur komið að innviðafjárfestingu á Íslandi, meðal annars tengt vegaframkvæmdum og fjárfestingum í orkumannvirkjum (sjá: Appraisal of Burfell power project Landsvirkjun (National power company) Iceland).

Orkumannvirki eru líka dæmi um innviði.

Ákvaðanir um innviðafjárfestingu eru gjarnan teknar af stjórnmálamönnum að undangengnum athugunum og könnunum og málafylgju stjórnsýslufólks og áhugafólks um tiltekin málefni. Því getur hæglega farið svo að innviðauppbygging haldist ekki í takti við vaxandi þarfir atvinnulífs og þjóðlífs. Skapist slíkar aðstæður getur myndast þörf fyrir sérstakt átak í að byggja upp þá innviði sem setið hafa á hakanum.

Heimildir:
  • Jochimsen, R., Ed. (1966). Theorie der Infrastruktur: Grundlagen der marktwirtschaftlichen Entwicklung. Tu?bingen, J.C.B. Mohr.
  • Torrisi, G. (2009). Public infrastructure: definition, classification and measurement issues. Economics, Management, and Financial Markets, 4(3), 100-124.
  • Aschauer, D. A. (1989). Is Public Expenditure Productive? Journal of Monetary Economics, 23(2), 177-200.
  • Hindriks, J., & Myles, G. (2013). Intermediate Public Economics. MIT Press
  • Hagfræðiorðasafn. Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 2000. Orðanefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga tók saman. Ritstj. Brynhildur Benediktsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Kirstín Flygenring. (Rit Íslenskrar málnefndar12.) Íslensk málnefnd, Reykjavík. Safnið er jafnframt í orðabanka Íslenskrar málstöðvar.

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2017

Spyrjandi

Óskar Helgi Þorleifsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2017, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74647.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 10. nóvember). Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74647

Þórólfur Matthíasson. „Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2017. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?
Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirstöðu efnahagslífs í hverju landi, s.s. orkuveitur, fjarskipta- og samgöngumannvirki, skólar, sjúkrahús o.þ.h“.

Hugtakið innviðir er margvítt eins og kemur fram í orðasafnsskilgreiningunum. Orðið getur haft ólíka merkingu eftir samhengi. Stundum er átt við mannvirki á borð við vegi, brýr, flugvelli og hafnarmannvirki. Stundum er átt við grunnstofnanir á borð við skólakerfi, dómskerfi, bankakerfi og svo framvegis. Það er því ekki að undra að almennum lesendum kunni að þykja hugtakið laust í reipunum.

Brýr eru dæmi um innviði.

Samkvæmt Torrisi (2009) má rekja það til Jochimsen (1966) að tengja þróun hagkerfa við stöðu innviða þeirra. Vísa má til Aschauer (1989) sem kemst að þeirri niðurstöðu að innviðir séu í lykilhlutverki þegar kemur að því að skýra og skilja framleiðniþróun. Það þýðir með öðrum orðum að það séu sterk tengsl milli fjárfestinga í innviðum og innviðastöðu hagkerfisins annars vegar og framleiðniþróun og hagvaxtar hins vegar. Á þessum grundvelli hvílir áhugi hagfræðinga (og margra stjórnmálamanna) á innviðauppbyggingu.

Flokka má innviði í undirflokka: mannvirki tengd samgöngum, fjarskiptum og þess háttar, félagslega innviði, stofnanainnviði og svo framvegis. Öll eiga þau fyrirbæri sem undir flokkana falla það sameiginlegt að notkun þeirra felur í sér jákvæð ytri áhrif (e. positive external effects) og/eða um er að ræða notkun blandaðra almannagæða (sjá næstu efnisgrein). Jákvæð ytri áhrif koma fram þegar viðskipti tveggja aðila hafa í för með sér velferðaraukningu þriðja aðila þó svo hann sé ekki aðili að viðskiptunum. Sem dæmi má nefna bólusetningu gegn inflúensu. Almenn bólusetning dregur úr líkum á faraldri og þar með úr líkum á að aðilar sem ekki láta bólusetja sig smitist. Hinir óbólusettu verða þannig fyrir jákvæðum ytri áhrifum af samskiptum samþegna sinna.

Í sumum tilvikum teljast innviðir til almannagæða (e. public goods). Almannagæði einkennast af því að notkun þeirra er óheftanleg (e. non-excludable) og ótakmarkandi (e. non-rivalrous). Sem dæmi má nefna óruglaða útvarpsútsendingu: þeir sem hafa viðtæki geta hlustað og hlustun eins takmarkar ekki hlustun annars. Einkagæði eru bæði heftanleg (e. excludable) og notkun takmarkandi (e. rivalrous). Mörg gæði sem hvorki eru hrein einkagæði eða hrein almannagæði teljast til innviða; vegir og brýr (notkun má takmarka með hliði, biðraðir geta myndast vegna ofnotkunar), heilsugæsla, þjónusta leik- og grunnskóla og svo framvegis. Slík gæði eru kölluð blönduð almannagæði til aðskilnaðar frá hreinum almannagæðum.

Grunnstofnanir á borð við skólakerfi, dómskerfi, bankakerfi og svo framvegis eru innviðir.

Sýna má fram á að framboð á frjálsum markaði af almannagæðum, hreinum og blönduðum og gæðum sem hafa jákvæð ytri áhrif sé „of lítið“ séð frá þjóðhagslegu sjónarmiði (sjá til dæmis Hindriks og Myles, 2013). Einkafjárfestar líta aðeins til eigin ávinnings og eigin kostnaðar þegar ákvörðun um fjárfestingu er tekin. Þeir taka þess vegna ekki tillit til ávinnings annarra þjóðfélagsþegna af viðkomandi fjárfestingu. Þannig muni til dæmis afkastageta og umfang hafnarmannvirkja og flugvallamannvirkja verða of lítið ef slíkar framkvæmdir eru einvörðungu á ábyrgð og kostnað einkaaðila. Þessi fræðilega niðurstaða er studd tölulegum rökum eins og kynnt er í ritgerð Aschauer frá 1989.

Þar sem margir flokkar innviða hafa í för með sér jákvæð ytri áhrif eða vegna þess að þeir falla undir flokk blandaðra einkagæða eiga ekki endilega sömu lögmál við og þegar fjallað er um fjárfestingu í hreinum almannagæðum á borð við dómskerfi eða almannavörnum. Því eru sums staðar starfandi sérstakir innviðafjárfestingarbankar, til dæmis nýstofnaður banki í Kanada (Canada Infrastructure Bank), Nígeríu (The Infrastructure Bank Plc), Kína (með áherslu á nágrannaríki í Asíu, The Asian Infrastructure Investment Bank (AIIB)) Og síðast en ekki síst Alþjóðabankinn (The World Bank), en hann hefur komið að innviðafjárfestingu á Íslandi, meðal annars tengt vegaframkvæmdum og fjárfestingum í orkumannvirkjum (sjá: Appraisal of Burfell power project Landsvirkjun (National power company) Iceland).

Orkumannvirki eru líka dæmi um innviði.

Ákvaðanir um innviðafjárfestingu eru gjarnan teknar af stjórnmálamönnum að undangengnum athugunum og könnunum og málafylgju stjórnsýslufólks og áhugafólks um tiltekin málefni. Því getur hæglega farið svo að innviðauppbygging haldist ekki í takti við vaxandi þarfir atvinnulífs og þjóðlífs. Skapist slíkar aðstæður getur myndast þörf fyrir sérstakt átak í að byggja upp þá innviði sem setið hafa á hakanum.

Heimildir:
  • Jochimsen, R., Ed. (1966). Theorie der Infrastruktur: Grundlagen der marktwirtschaftlichen Entwicklung. Tu?bingen, J.C.B. Mohr.
  • Torrisi, G. (2009). Public infrastructure: definition, classification and measurement issues. Economics, Management, and Financial Markets, 4(3), 100-124.
  • Aschauer, D. A. (1989). Is Public Expenditure Productive? Journal of Monetary Economics, 23(2), 177-200.
  • Hindriks, J., & Myles, G. (2013). Intermediate Public Economics. MIT Press
  • Hagfræðiorðasafn. Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 2000. Orðanefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga tók saman. Ritstj. Brynhildur Benediktsdóttir, Jónína Margrét Guðnadóttir og Kirstín Flygenring. (Rit Íslenskrar málnefndar12.) Íslensk málnefnd, Reykjavík. Safnið er jafnframt í orðabanka Íslenskrar málstöðvar.

Myndir:

...