Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?

Sigrún Harðardóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?
Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína.

Menningarsvæðið Kína er mun stærra en það sem nú er Alþýðulýðveldið Kína. Íbúar Alþýðulýðveldisins eru um fimmtungur mannkyns eða fleiri en 1,3 milljarðar manna. Þá er áætlað að um 34 milljónir fólks af kínverskum uppruna búi utan Alþýðulýðveldisins.

Í Alþýðulýðveldinu Kína búa mörg þjóðarbrot og formlega eru 56 slíkir hópar viðurkenndir. Margir þeirra, svo sem Naxi og Yi, hafa eigin tungumál og skrift. Langstærstur hluti Kínverja telur sig þó tilheyra Han-hópi eða rúmlega 92%.

Alþýðulýðveldið Kína þekur nærri 9,6 milljón ferkílómetra og er því vel yfir 90 sinnum stærra en Ísland. Ekki eru allir á einu máli um hvar landamæri þessa stóra lands liggi og landamæradeilur hafa risið við Víetnam og Taívan í suðri og Japan og Rússland í norðri. Þá eru kröfur um sjálfstæði Xinjiang-héraðs í norðvestri og Tíbets í suðvestri.

Kínverjar eru stoltir af 5000 ára sögu sinni sem nær lengra en nokkurrar annarrar þjóðar. Á þessum langa tíma hafa þeir til að mynda fundið upp byssupúður, prentlistina, pappírsgerð og áttavitann. Oft er litið til Tang-tímabilsins (618-907 e.Kr.) sem gullaldar kínverskrar menningar. Þá voru tryggðar ýmsar verslunarleiðir, til dæmis Silkileiðin, og bókmenntir og ljóðlist stóðu í miklum blóma.

Eftir að keisaraveldið leið undir lok árið 1911 snerust stjórnmál Kína um að þróa nútímaríki. Reynt var að brjóta á bak aftur héraðshöfðingja með hershöfðingjatignir sem drottnuðu eins og konungar yfir stórum landsvæðum. Lýðveldisflokkur Suns Yatsens (Guomindang) og Kommúnistaflokkurinn undir stjórn Maos Zedongs voru aðalleikmennirnir í þessari þróun.

Á tímabili sameinuðust flokkarnir en stundum kom til hryllilegra blóðsúthellinga á milli þeirra. Kommúnistar höfðu loks betur, en Chiang Kaishek, sem þá leiddi Guomindang-flokkinn, og stuðningsmenn hans flúðu til Taívan.


Mao Zedong lýsir yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.

Mao Zedong lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína 1. október 1949. Við blasti uppbygging stríðshrjáðs lands. Strax var byrjað að endurskipuleggja landbúnað með því að setja á laggirnar samyrkjubú.

Til þess að herða svo enn á framleiðslu, og þá sérstaklega í iðnaði, var stóra stökkið svokallaða tekið í lok sjötta áratugarins. Allt var lagt í sölurnar til þess að Kína næði vestrænum þjóðum í stálframleiðslu. Talið er að um 20 milljónir Kínverja hafi látist á árunum 1959-1962 vegna hungursneyðar sem fylgdi í kjölfarið.

Árið 1966 var annarri herferð hrint af stað, menningarbyltingunni, þar sem gömul gildi voru gagnrýnd, klaustur og musteri eyðilögð. Lesa má meira um hana í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Pólitísk tök Kommúnistaflokksins í Kína eru enn hin sömu, en frá árinu 1978 hefur kínverska hagkerfið opnast fyrir umheiminum. Í landinu er nú mikill efnahagslegur uppgangur – svo mikill að jafnan er talað um efnahagsundur.

Samyrkjubúskapur var lagður af til sveita og hvert heimili gert ábyrgt fyrir ákveðnu landsvæði og framleiðslu þar. Það sem ekki er notað heima við má selja á opnum markaði. Einungis þriðjungur hagkerfisins er nú undir beinni stjórn ríkisvaldsins.

Í þónokkurn tíma hefur hagvöxtur í Kína verið um 10% árlega og lífsgæði hafa tvímælalaust aukist. Verg þjóðarframleiðsla jókst milli áranna 2000 og 2003 úr 3980 í 5180 bandaríska dollara á hvern íbúa. Kína varð svo félagi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) árið 2001.

Tekjum er þó ekki jafnt skipt á milli allra íbúa landsins. Sveitafólk er almennt mun fátækara en borgarbúar og efnahagur á austurströndinni er betri en í vesturhéruðunum inni í landi. Undanfarin ár hefur verið ólga í sveitum Kína vegna spillingar og óréttlætis fulltrúa ríkisvaldsins, sérstaklega hvað varðar lóðabrask. Nýr leiðtogi Kína, Hu Jintao, leggur nú áherslu á upprætingu spillingar og jöfnun lífsgæða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Ragnar Baldursson (1985) Kína: Frá keisaraveldi til kommúnisma, Mál og menning, Reykjavík.
  • Spence, Jonathan D. (1999, 1990) The search for modern China (second edition), W.W. Norton & Company, New York & London.
  • The Economist Intelligence Unit, Country briefings, A big test.
  • Myndin er fengin af síðunni Image:Founding Mao.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

mannfræðingur

Útgáfudagur

1.9.2006

Spyrjandi

Vordís Eiríksdóttir, f. 1989

Tilvísun

Sigrún Harðardóttir. „Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?“ Vísindavefurinn, 1. september 2006, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6165.

Sigrún Harðardóttir. (2006, 1. september). Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6165

Sigrún Harðardóttir. „Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2006. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um Kína, helst sem fyrst?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Getið þið sagt mér allt um Kína? Landfræðilega, um íbúa, menningu, sögu og fjármál?
Svarið við þessari spurningu er eiginlega einfalt nei. Við getum ekki sagt þér allt um Kína, en hægt er að stikla á stóru um landafræði, íbúa, menningu, sögu og efnahag Kína.

Menningarsvæðið Kína er mun stærra en það sem nú er Alþýðulýðveldið Kína. Íbúar Alþýðulýðveldisins eru um fimmtungur mannkyns eða fleiri en 1,3 milljarðar manna. Þá er áætlað að um 34 milljónir fólks af kínverskum uppruna búi utan Alþýðulýðveldisins.

Í Alþýðulýðveldinu Kína búa mörg þjóðarbrot og formlega eru 56 slíkir hópar viðurkenndir. Margir þeirra, svo sem Naxi og Yi, hafa eigin tungumál og skrift. Langstærstur hluti Kínverja telur sig þó tilheyra Han-hópi eða rúmlega 92%.

Alþýðulýðveldið Kína þekur nærri 9,6 milljón ferkílómetra og er því vel yfir 90 sinnum stærra en Ísland. Ekki eru allir á einu máli um hvar landamæri þessa stóra lands liggi og landamæradeilur hafa risið við Víetnam og Taívan í suðri og Japan og Rússland í norðri. Þá eru kröfur um sjálfstæði Xinjiang-héraðs í norðvestri og Tíbets í suðvestri.

Kínverjar eru stoltir af 5000 ára sögu sinni sem nær lengra en nokkurrar annarrar þjóðar. Á þessum langa tíma hafa þeir til að mynda fundið upp byssupúður, prentlistina, pappírsgerð og áttavitann. Oft er litið til Tang-tímabilsins (618-907 e.Kr.) sem gullaldar kínverskrar menningar. Þá voru tryggðar ýmsar verslunarleiðir, til dæmis Silkileiðin, og bókmenntir og ljóðlist stóðu í miklum blóma.

Eftir að keisaraveldið leið undir lok árið 1911 snerust stjórnmál Kína um að þróa nútímaríki. Reynt var að brjóta á bak aftur héraðshöfðingja með hershöfðingjatignir sem drottnuðu eins og konungar yfir stórum landsvæðum. Lýðveldisflokkur Suns Yatsens (Guomindang) og Kommúnistaflokkurinn undir stjórn Maos Zedongs voru aðalleikmennirnir í þessari þróun.

Á tímabili sameinuðust flokkarnir en stundum kom til hryllilegra blóðsúthellinga á milli þeirra. Kommúnistar höfðu loks betur, en Chiang Kaishek, sem þá leiddi Guomindang-flokkinn, og stuðningsmenn hans flúðu til Taívan.


Mao Zedong lýsir yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína.

Mao Zedong lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína 1. október 1949. Við blasti uppbygging stríðshrjáðs lands. Strax var byrjað að endurskipuleggja landbúnað með því að setja á laggirnar samyrkjubú.

Til þess að herða svo enn á framleiðslu, og þá sérstaklega í iðnaði, var stóra stökkið svokallaða tekið í lok sjötta áratugarins. Allt var lagt í sölurnar til þess að Kína næði vestrænum þjóðum í stálframleiðslu. Talið er að um 20 milljónir Kínverja hafi látist á árunum 1959-1962 vegna hungursneyðar sem fylgdi í kjölfarið.

Árið 1966 var annarri herferð hrint af stað, menningarbyltingunni, þar sem gömul gildi voru gagnrýnd, klaustur og musteri eyðilögð. Lesa má meira um hana í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Pólitísk tök Kommúnistaflokksins í Kína eru enn hin sömu, en frá árinu 1978 hefur kínverska hagkerfið opnast fyrir umheiminum. Í landinu er nú mikill efnahagslegur uppgangur – svo mikill að jafnan er talað um efnahagsundur.

Samyrkjubúskapur var lagður af til sveita og hvert heimili gert ábyrgt fyrir ákveðnu landsvæði og framleiðslu þar. Það sem ekki er notað heima við má selja á opnum markaði. Einungis þriðjungur hagkerfisins er nú undir beinni stjórn ríkisvaldsins.

Í þónokkurn tíma hefur hagvöxtur í Kína verið um 10% árlega og lífsgæði hafa tvímælalaust aukist. Verg þjóðarframleiðsla jókst milli áranna 2000 og 2003 úr 3980 í 5180 bandaríska dollara á hvern íbúa. Kína varð svo félagi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) árið 2001.

Tekjum er þó ekki jafnt skipt á milli allra íbúa landsins. Sveitafólk er almennt mun fátækara en borgarbúar og efnahagur á austurströndinni er betri en í vesturhéruðunum inni í landi. Undanfarin ár hefur verið ólga í sveitum Kína vegna spillingar og óréttlætis fulltrúa ríkisvaldsins, sérstaklega hvað varðar lóðabrask. Nýr leiðtogi Kína, Hu Jintao, leggur nú áherslu á upprætingu spillingar og jöfnun lífsgæða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Ragnar Baldursson (1985) Kína: Frá keisaraveldi til kommúnisma, Mál og menning, Reykjavík.
  • Spence, Jonathan D. (1999, 1990) The search for modern China (second edition), W.W. Norton & Company, New York & London.
  • The Economist Intelligence Unit, Country briefings, A big test.
  • Myndin er fengin af síðunni Image:Founding Mao.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
...