Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er kínversk lífsspeki?

Geir Sigurðsson

Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við hinni endanlegu spurningu um lífið, alheiminn og allt í Leiðarvísi puttaferðalangsins um himingeiminn eftir Douglas Adams. Eða er átt við „heimspeki“ sem er af margvíslegum toga og snýst um flest ef ekki öll viðfangsefni sem mæta okkur í lífinu? Spurningin er þannig nokkuð óræð, kannski vísvitandi af hálfu spyrjanda? Nákvæmari og afmarkaðri spurning, til dæmis hvort unnt sé að auðkenna sérstök einkenni á kínverskri lífsspeki, hvort hún hneigist til að vera frábrugðin lífsspeki í öðrum menningarheimum, hvort hún tjái ákveðin gildi umfram önnur, og svo framvegis, mundi þess vegna gefa kost á annars konar svari.

Hvað sem því líður er það staðreynd að kínversk menning hefur að geyma óteljandi spakmæli og dæmisögur sem tjá einhvers konar hagnýt heilræði fyrir hversdagslegt líf. Flestir Kínverjar kannast vel við þessar heilræði og margir fylgja þeim að einhverju leyti í eigin lífi. Ef til vill mætti segja að í þessum heilræðum sé kjarna „kínverskrar lífsspeki“ að finna.

Kínversk menning hefur að geyma óteljandi spakmæli og dæmisögur sem tjá einhvers konar hagnýt heilræði fyrir hversdagslegt líf.

Hvers eðlis eru þessi heilræði? Eins og við má búast eru þau alls konar. En að mestu tjá þau kínversk gildi sem snúast til dæmis um að lifa vel og lengi, vera vel undirbúinn fyrir framtíðina, huga sem best að sínum nánustu og nærsamfélagi sínu almennt, vera skynsamur, þolinmóður og hrapa ekki að ályktunum, festast ekki í hégóma og græðgi, og fleira. Mörg hver eiga uppruna í hernaði og snúast um herkænsku sem jafnframt er hægt að yfirfæra yfir á alls kyns samkeppni í hversdagslegu lífi eða hvernig megi beita klækjum í samskiptum við aðra. Þessi heilræði er að finna í heimspekiritum, skáldsögum, ljóðum og víðar. Oft þarf að þekkja samhengi þeirra eða túlka þau til að draga fram lífsspekina í þeim með skýrari hætti. Mörg hafa birst í kínverskum verkum sem þýdd hafa verið á íslensku. Hér skulu tekin fáein dæmi af handahófi:

Í Speki Konfúsíusar segir: „Sá sem heyrir sannleikann að morgni getur dáið sæll að kveldi.“ (4.8) Hér er átt við að sá sem helgar líf sitt lærdómi er vís til að lifa hamingjusömu lífi. Einnig segir: „Sá sem ekki skilur lífið, hvernig getur hann skilið dauðann?“ (11.12) Konfúsíus svaraði svo lærisveini sínum sem spurði hann um dauðann en þannig vakti fyrir Konfúsíusi að benda honum á að einbeita sér frekar að lífinu en dauðanum. Í Ferlinu og dygðinni (einnig þekkt sem Bókin um veginn), sem einkum fæst við stjórnspeki, segir: „Að stjórna ríki er eins og að sjóða smáfisk.“ (60) Farsæl stjórnun ríkis krefst þess að farið sé að gát. En þótt ritið snúist um stjórnspeki má einnig tileinka sér visku þess í eigin lífi, til dæmis: „Engin ógæfa er meiri en ágirnd. Sá sem þekkir gnægð nægjuseminnar hefur þess vegna alltaf nóg.“ (46) Í ritinu er oft leitast við að opna augu okkar fyrir öðrum hliðum veruleikans sem við sjáum ekki: „Leir er mótaður í bikar. Tilvistarleysið í honum gefur tilveru bikarsins notagildi.“ (11) Í Hernaðarlist Mestara Sun má meðal annars lesa eftirfarandi um klæki: „Hernaður felst í því að fara ótroðnar slóðir. Þannig virðist sá hæfi vera óhæfur, sá sem er til reiðu virðist tvístígandi, sá sem er nærri virðist fjarri og sá sem er fjarri virðist nærri.“ (1) Heilræðin úr því riti má svo finna í ýmsum myndum í Þríríkjasögu, til dæmis „Falskt virðist rétt, rétt virðist falskt“ (kafli 50, s. 111).

Hér hafa einungis verið veitt örfá sýnishorn af þeim gríðarlega fjölda heilræða sem mætti flokka undir lífsspeki Kínverja. Vonandi æsa þau upp hungrið í lesendum, því svo sannarlega er af nógu að taka.

Heimildir:

  • Laozi. Ferlið og dygðin. Þýð. Ragnar Baldursson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010.
  • Speki Konfúsíusar. Þýð. Ragnar Baldursson. Reykjavík: Pjaxi, 2006.
  • Sunzi. Hernaðarlist Meistara Sun. Þýð. Geir Sigurðsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2019.
  • Þríríkjasaga. Í Apakóngur á Silkiveginum. Sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. Hjörleifur Sveinbjörnsson tók saman. Reykjavík: JPV, 2008.

Myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

28.1.2021

Spyrjandi

Ólafur Áki Kjartansson

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvað er kínversk lífsspeki?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80992.

Geir Sigurðsson. (2021, 28. janúar). Hvað er kínversk lífsspeki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80992

Geir Sigurðsson. „Hvað er kínversk lífsspeki?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80992>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kínversk lífsspeki?
Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við hinni endanlegu spurningu um lífið, alheiminn og allt í Leiðarvísi puttaferðalangsins um himingeiminn eftir Douglas Adams. Eða er átt við „heimspeki“ sem er af margvíslegum toga og snýst um flest ef ekki öll viðfangsefni sem mæta okkur í lífinu? Spurningin er þannig nokkuð óræð, kannski vísvitandi af hálfu spyrjanda? Nákvæmari og afmarkaðri spurning, til dæmis hvort unnt sé að auðkenna sérstök einkenni á kínverskri lífsspeki, hvort hún hneigist til að vera frábrugðin lífsspeki í öðrum menningarheimum, hvort hún tjái ákveðin gildi umfram önnur, og svo framvegis, mundi þess vegna gefa kost á annars konar svari.

Hvað sem því líður er það staðreynd að kínversk menning hefur að geyma óteljandi spakmæli og dæmisögur sem tjá einhvers konar hagnýt heilræði fyrir hversdagslegt líf. Flestir Kínverjar kannast vel við þessar heilræði og margir fylgja þeim að einhverju leyti í eigin lífi. Ef til vill mætti segja að í þessum heilræðum sé kjarna „kínverskrar lífsspeki“ að finna.

Kínversk menning hefur að geyma óteljandi spakmæli og dæmisögur sem tjá einhvers konar hagnýt heilræði fyrir hversdagslegt líf.

Hvers eðlis eru þessi heilræði? Eins og við má búast eru þau alls konar. En að mestu tjá þau kínversk gildi sem snúast til dæmis um að lifa vel og lengi, vera vel undirbúinn fyrir framtíðina, huga sem best að sínum nánustu og nærsamfélagi sínu almennt, vera skynsamur, þolinmóður og hrapa ekki að ályktunum, festast ekki í hégóma og græðgi, og fleira. Mörg hver eiga uppruna í hernaði og snúast um herkænsku sem jafnframt er hægt að yfirfæra yfir á alls kyns samkeppni í hversdagslegu lífi eða hvernig megi beita klækjum í samskiptum við aðra. Þessi heilræði er að finna í heimspekiritum, skáldsögum, ljóðum og víðar. Oft þarf að þekkja samhengi þeirra eða túlka þau til að draga fram lífsspekina í þeim með skýrari hætti. Mörg hafa birst í kínverskum verkum sem þýdd hafa verið á íslensku. Hér skulu tekin fáein dæmi af handahófi:

Í Speki Konfúsíusar segir: „Sá sem heyrir sannleikann að morgni getur dáið sæll að kveldi.“ (4.8) Hér er átt við að sá sem helgar líf sitt lærdómi er vís til að lifa hamingjusömu lífi. Einnig segir: „Sá sem ekki skilur lífið, hvernig getur hann skilið dauðann?“ (11.12) Konfúsíus svaraði svo lærisveini sínum sem spurði hann um dauðann en þannig vakti fyrir Konfúsíusi að benda honum á að einbeita sér frekar að lífinu en dauðanum. Í Ferlinu og dygðinni (einnig þekkt sem Bókin um veginn), sem einkum fæst við stjórnspeki, segir: „Að stjórna ríki er eins og að sjóða smáfisk.“ (60) Farsæl stjórnun ríkis krefst þess að farið sé að gát. En þótt ritið snúist um stjórnspeki má einnig tileinka sér visku þess í eigin lífi, til dæmis: „Engin ógæfa er meiri en ágirnd. Sá sem þekkir gnægð nægjuseminnar hefur þess vegna alltaf nóg.“ (46) Í ritinu er oft leitast við að opna augu okkar fyrir öðrum hliðum veruleikans sem við sjáum ekki: „Leir er mótaður í bikar. Tilvistarleysið í honum gefur tilveru bikarsins notagildi.“ (11) Í Hernaðarlist Mestara Sun má meðal annars lesa eftirfarandi um klæki: „Hernaður felst í því að fara ótroðnar slóðir. Þannig virðist sá hæfi vera óhæfur, sá sem er til reiðu virðist tvístígandi, sá sem er nærri virðist fjarri og sá sem er fjarri virðist nærri.“ (1) Heilræðin úr því riti má svo finna í ýmsum myndum í Þríríkjasögu, til dæmis „Falskt virðist rétt, rétt virðist falskt“ (kafli 50, s. 111).

Hér hafa einungis verið veitt örfá sýnishorn af þeim gríðarlega fjölda heilræða sem mætti flokka undir lífsspeki Kínverja. Vonandi æsa þau upp hungrið í lesendum, því svo sannarlega er af nógu að taka.

Heimildir:

  • Laozi. Ferlið og dygðin. Þýð. Ragnar Baldursson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2010.
  • Speki Konfúsíusar. Þýð. Ragnar Baldursson. Reykjavík: Pjaxi, 2006.
  • Sunzi. Hernaðarlist Meistara Sun. Þýð. Geir Sigurðsson. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2019.
  • Þríríkjasaga. Í Apakóngur á Silkiveginum. Sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. Hjörleifur Sveinbjörnsson tók saman. Reykjavík: JPV, 2008.

Myndir:...