Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Sverrir Jakobsson

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að lokum fjaraði menningarbyltingin hins vegar út og var að mörgu leyti horfið til fyrri hátta í stjórn- og menningarmálum.

Forsaga byltingarinnar

Orsaka menningarbyltingarinnar í Kína er að leita í hugmyndum Mao Zedong (1893-1976) sem var formaður kínverska Kommúnistaflokksins 1934-1976. Mao gerði mikið úr þætti bænda sem byltingarafls og var því byltingin í Kína að mörgu leyti gerð undir öðrum formerkjum en rússneska byltingin 1917.

Eftir að valdaeinokun Kommúnistaflokksins var komið á í Kína árið 1949 kom með tíð og tíma upp togstreita milli forystumanna. Sumir þeirra vildu efla hagvöxt og stöðugleika í hinu nýja ríki, undir styrkri leiðsögn Kommúnistaflokksins. Í þeim hópi voru meðal annarra Liu Shaoqi (1898-1969) og Deng Xiaoping (1904-1997). Gegn þeim stóð Mao formaður sem taldi að byltingunni væri ekki lokið þótt Kommúnistaflokkurinn væri kominn til valda.

Í fyrsta lagi taldi Mao Zedong að Kína ætti á hættu að þróast í sömu átt og Sovétríkin þar sem völdin væru í höndum flokksins og nýrrar stéttar embættismanna. Slík stétt hafði að mati Maos svipuð tengsl við alþýðu manna og auðstéttin við verkamenn í kapítalískum samfélögum. Mao boðaði að færa þyrfti völdin úr höndum hinnar nýju yfirstéttar og til fólksins, fyrst og fremst með því að virkja ungt fólk innan stúdentahreyfinga, hina svokölluðu „rauðu varðliða“. Þessi þáttur í hugmyndafræði byltingarinnar náði áheyrn víða um heim, og ýmsar hreyfingar í anda hennar voru stofnaðar á 8. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra eru til dæmis skæruliðahreyfingar í Nepal og Perú. Sárafáar slíkar hreyfingar nutu þó stuðnings kínverskra stjórnvalda, hvort sem var í orði eða verki.


Ráðist á kapítalismann.

Í öðru lagi gagnrýndi Mao mennta- og heilbrigðiskerfi landsins sem væri um of miðað við hina best settu en ekki þarfir bændaalþýðunnar. Líkt og margir aðrir kínverskir menntamenn af hans kynslóð aðhylltist Mao kenningar bandaríska heimspekingsins John Dewey (1860-1952) um að menntun ætti að snúast um framleiðslu og lausnir á vandamálum fremur en klassískan lærdóm sem viðhéldi ríkjandi menningu.

Upphaf byltingarinnar

Menningarbyltingin hófst með harðri gagnrýni á borgarstjórann í Beijing, Peng Zhen (1902-1997). Einn aðstoðarmanna hans hafði samið leikrit um embættismann á Ming-tímanum (Hai Rui Ba Guan) sem skilja mátti sem gagnrýni á Mao. Leikritinu var svarað með óvæginni gagnrýni í blaði hersins í árslok 1965. Greinin var samin af Yao Wenyuan (f. 1931), Zhang Chunqiao (1917-2005) og Jiang Qing (1914-1991), eiginkonu Maos. Peng Zhen varð að draga sig í hlé en gagnrýni hinna róttæku beindist fljótlega að öðrum forystumönnum flokksins, þar á meðal Liu Shaoqi og Deng Xiaoping. Þeir höfðu sjálfir skipulagt „hófsamar“ stúdentahreyfingar sem voru undir handleiðslu flokksins. Þeir Shaoqi og Xiaoping voru beittir harðræði af hendi rauðu varðliðanna sem talið er að hafi flýtt fyrir láti hins fyrrnefnda. Þá lamaðist sonur Deng Xiaoping þegar honum var varpað út um glugga.

Framvinda byltingarinnar

Eftir nokkra baráttu tóku róttæklingar völdin í Shanghai í janúar 1967 og stofnuðu kommúnu í stað borgarstjórnar. Kommúnan lognaðist út þar sem Mao og aðrir forsvarsmenn menningarbyltingarinnar í Beijing voru ekki tilbúnir að fallast á róttækar kröfur hennar. Hið sama gerðist í borgum víðs vegar um Kína. Stuðningur Maos við róttækustu öfl menningarbyltingarinnar virðist því hafa verið hálfvolgur og hafa ýmsir fræðimenn gert því skóna að hann hafi einungis hugsað sér hana sem tæki til að efla tök sín á Kommúnistaflokknum. Á hinn bóginn er ljóst að margar kröfur og aðgerðir róttæklinganna voru langt umfram það sem Mao hafði nokkru sinni boðað. Enda þótt Mao hafi hrint menningarbyltingunni af stað virðist hann hafa haft takmörkuð áhrif á þróun hennar.


Hér sjást menn veifandi Rauða kverinu.

Herinn studdi róttæklingana fyrst í stað enda hafði leiðtogi hersins, Lin Biao (1907-1971), unnið mikið starf til að breiða út kenningar Maos. Ýtt var undir persónudýrkun á Mao, meðal annars með útgáfu Rauða kversins sem dreift var í fjölda eintaka. Á hinn bóginn höfðu ráðamenn hersins áhyggjur af því stjórnleysi og ofbeldi sem fylgdi framgangi rauðu varðliðanna. Vorið 1967 tók herinn að sér að leysa með valdi upp róttækustu stúdentahreyfingarnar og koma víða til bardaga, einna skæðastra í borginni Wuhan við Yangzi-fljót. Um haustið fékk herinn svo skipun um að koma á „lögum og reglu“ í landinu. Töluvert mannfall varð í aðgerðum hersins gegn rauðu varðliðunum, mest sumarið 1968 þegar barist var í háskólanum í Beijing. Var þá menningarbyltingunni í raun og veru lokið þótt eftirhreytur hennar hafi lifað innan stjórnkerfisins til 1976.

Eftirköst byltingarinnar

Á meðan menningarbyltingin stóð sem hæst hafði Kommúnistaflokkur Kína verið lítt starfhæfur en forystuhlutverk hans var endurreist 1969. Nokkrir af leiðtogum menningarbyltingarinnar, einkum þeir sem næst stóðu Mao formanni, fengu stöður innan flokksins til að vega upp á móti áhrifum hinna sem voru hægfara. Lin Biao fórst í flugslysi 1971 og virðist hafa verið á flótta til Sovétríkjanna. Eftir það jókst vægi hinna hófsamari afla innan stjórnkerfisins, einkum forsætisráðherrans Zhou Enlai (1898-1976).

Á tímabili virðist Mao hafa ætlað að gera verkalýðsleiðtogann Wang Hongwen (1935-1992) að eftirmanni sínum en féll frá því og endurreisti Deng Xiaoping sem einn af leiðtogum flokksins árið 1973. Deng féll aftur í ónáð vorið 1976 og gerði Mao þá Hua Guofeng (f. 1920) að arftaka sínum. Eftir fráfall Maos í september 1976 var hinni svokölluðu „fjórmenningaklíku“, Jiang Qing, Zhang Chunqiao, Yao Wenyuan og Wang Hongwen, ýtt til hliðar af Hua Guofeng og Deng Xiaoping, sem fljótlega varð æðsti maður Kína. Hann hafði svipaðar áherslur og áður; hagvöxtur, hægfara þróun til sósíalisma og forystuhlutverk Kommúnistaflokksins urðu helstu stoðir kínverskra stjórnmála og hefur svo verið frá 1976.

Gert var upp við menningarbyltinguna með sýndarréttarhöldum yfir fjórmenningaklíkunni sem leidd var fyrir rétt ásamt fimm fyrrverandi forystumönnum flokksins. Þar var hún sökuð um tilraunir til valdaráns, morðtilræði við Mao Zedong og dráp á 34.000 manns. Voru sakborningarnir dæmdir í langa fangavist en Jiang Qing og Zhang Chunqiao til dauða. Jiang Qing framdi sjálfsmorð í fangelsi en Zhang Chunqiao var látinn laus vegna heilsubrests 2002. Jafnframt var staða Mao Zedong endurmetin og honum eignuð „mistök“ í þeim málum þar sem stefna hans vék frá hugmyndum Deng Xiaoping.

Horft til baka

Í vestrænum fjölmiðlum frá þessum tíma (nánar tiltekið fréttatilkynningu Agence France Press frá 1979) var því haldið fram að 400.000 manns hefðu látist vegna menningarbyltingarinnar. Engin sundurgreining hefur þó fengist á þeim tölum og margt er óljóst um umfang mannfalls í byltingunni. Ljóst er að verulegur hluti af því var í bardögum þegar herinn barði niður róttækustu öfl byltingarinnar, enda þótt núverandi valdhafar í Kína haldi fremur á lofti því ofbeldi sem margir leiðtogar Kommúnistaflokksins voru beittir.

Einnig er ljóst að mikil eyðilegging fornminja og menningarverðmæta átti sér stað í baráttunni gegn „gamaldags hugsun“. Almennt er talað um stöðnun í menntamálum í Kína á þessum tíma og lítið gert úr hugmyndum um „endurmenntun“ fólks sem sent var út í sveitir til að kynnast nánar störfum bændaalþýðunnar. Forsvarsmenn menningarbyltingarinnar börðust gegn fornum kínverskum menningararfi, svo sem kenningum Konfúsíusar (551-479 f.Kr.), sem þeir töldu að ýttu undir íhaldssemi og staðið framþróun í Kína fyrir þrifum. Baráttan gegn Konfúsíusi var þó einkum áberandi eftir að upplausnarskeiðinu lauk á 8. áratugnum. Síðar hefur hagur Konfúsíusar vænkað og hann er mikils metinn af núverandi ráðamönnum í Kína.

Áhrifa menningarbyltingarinnar gætir enn, til að mynda hjá mörgum sem kenna sig við Maóisma. Maóistar vísa enn þá í hugmyndafræði menningarbyltingarinnar, ekki síst greinina Beiting alræðis yfir borgarastéttinni eftir Zhang Chunqiao.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Adrian Chen, Chinese Marxism, London & New York, 2003.
  • Han Dongping, The unknown cultural revolution: Educational reforms and their impact on China's rural development. New York, 2000.
  • Jack Gray, Rebellions and Revolutions: China from the 1800s to 2000, Oxford, 2002.
  • Maurice Meisner, Mao’s China and after: A history of the People’s Republic, New York, 1999 [3. útgáfa].
  • Philip Short, Mao: A life, London, 1999.
  • Han Suyin, Wind in the tower: Mao Tse Tung and the Chinese revolution 1949-1975, Boston, 1976.
  • R. Bin Wong, China transformed. Historical change and the limits of European experience, Ithaca & London, 1997.
  • Fyrri myndin er af Revolutionary workers.
  • Seinni myndin er af Mao Tze-Tung. Libretto Rosso: il libro delle Guardie Rosse.

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

20.10.2005

Spyrjandi

Steinunn Pétursdóttir

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?“ Vísindavefurinn, 20. október 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5342.

Sverrir Jakobsson. (2005, 20. október). Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5342

Sverrir Jakobsson. „Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?
Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að lokum fjaraði menningarbyltingin hins vegar út og var að mörgu leyti horfið til fyrri hátta í stjórn- og menningarmálum.

Forsaga byltingarinnar

Orsaka menningarbyltingarinnar í Kína er að leita í hugmyndum Mao Zedong (1893-1976) sem var formaður kínverska Kommúnistaflokksins 1934-1976. Mao gerði mikið úr þætti bænda sem byltingarafls og var því byltingin í Kína að mörgu leyti gerð undir öðrum formerkjum en rússneska byltingin 1917.

Eftir að valdaeinokun Kommúnistaflokksins var komið á í Kína árið 1949 kom með tíð og tíma upp togstreita milli forystumanna. Sumir þeirra vildu efla hagvöxt og stöðugleika í hinu nýja ríki, undir styrkri leiðsögn Kommúnistaflokksins. Í þeim hópi voru meðal annarra Liu Shaoqi (1898-1969) og Deng Xiaoping (1904-1997). Gegn þeim stóð Mao formaður sem taldi að byltingunni væri ekki lokið þótt Kommúnistaflokkurinn væri kominn til valda.

Í fyrsta lagi taldi Mao Zedong að Kína ætti á hættu að þróast í sömu átt og Sovétríkin þar sem völdin væru í höndum flokksins og nýrrar stéttar embættismanna. Slík stétt hafði að mati Maos svipuð tengsl við alþýðu manna og auðstéttin við verkamenn í kapítalískum samfélögum. Mao boðaði að færa þyrfti völdin úr höndum hinnar nýju yfirstéttar og til fólksins, fyrst og fremst með því að virkja ungt fólk innan stúdentahreyfinga, hina svokölluðu „rauðu varðliða“. Þessi þáttur í hugmyndafræði byltingarinnar náði áheyrn víða um heim, og ýmsar hreyfingar í anda hennar voru stofnaðar á 8. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra eru til dæmis skæruliðahreyfingar í Nepal og Perú. Sárafáar slíkar hreyfingar nutu þó stuðnings kínverskra stjórnvalda, hvort sem var í orði eða verki.


Ráðist á kapítalismann.

Í öðru lagi gagnrýndi Mao mennta- og heilbrigðiskerfi landsins sem væri um of miðað við hina best settu en ekki þarfir bændaalþýðunnar. Líkt og margir aðrir kínverskir menntamenn af hans kynslóð aðhylltist Mao kenningar bandaríska heimspekingsins John Dewey (1860-1952) um að menntun ætti að snúast um framleiðslu og lausnir á vandamálum fremur en klassískan lærdóm sem viðhéldi ríkjandi menningu.

Upphaf byltingarinnar

Menningarbyltingin hófst með harðri gagnrýni á borgarstjórann í Beijing, Peng Zhen (1902-1997). Einn aðstoðarmanna hans hafði samið leikrit um embættismann á Ming-tímanum (Hai Rui Ba Guan) sem skilja mátti sem gagnrýni á Mao. Leikritinu var svarað með óvæginni gagnrýni í blaði hersins í árslok 1965. Greinin var samin af Yao Wenyuan (f. 1931), Zhang Chunqiao (1917-2005) og Jiang Qing (1914-1991), eiginkonu Maos. Peng Zhen varð að draga sig í hlé en gagnrýni hinna róttæku beindist fljótlega að öðrum forystumönnum flokksins, þar á meðal Liu Shaoqi og Deng Xiaoping. Þeir höfðu sjálfir skipulagt „hófsamar“ stúdentahreyfingar sem voru undir handleiðslu flokksins. Þeir Shaoqi og Xiaoping voru beittir harðræði af hendi rauðu varðliðanna sem talið er að hafi flýtt fyrir láti hins fyrrnefnda. Þá lamaðist sonur Deng Xiaoping þegar honum var varpað út um glugga.

Framvinda byltingarinnar

Eftir nokkra baráttu tóku róttæklingar völdin í Shanghai í janúar 1967 og stofnuðu kommúnu í stað borgarstjórnar. Kommúnan lognaðist út þar sem Mao og aðrir forsvarsmenn menningarbyltingarinnar í Beijing voru ekki tilbúnir að fallast á róttækar kröfur hennar. Hið sama gerðist í borgum víðs vegar um Kína. Stuðningur Maos við róttækustu öfl menningarbyltingarinnar virðist því hafa verið hálfvolgur og hafa ýmsir fræðimenn gert því skóna að hann hafi einungis hugsað sér hana sem tæki til að efla tök sín á Kommúnistaflokknum. Á hinn bóginn er ljóst að margar kröfur og aðgerðir róttæklinganna voru langt umfram það sem Mao hafði nokkru sinni boðað. Enda þótt Mao hafi hrint menningarbyltingunni af stað virðist hann hafa haft takmörkuð áhrif á þróun hennar.


Hér sjást menn veifandi Rauða kverinu.

Herinn studdi róttæklingana fyrst í stað enda hafði leiðtogi hersins, Lin Biao (1907-1971), unnið mikið starf til að breiða út kenningar Maos. Ýtt var undir persónudýrkun á Mao, meðal annars með útgáfu Rauða kversins sem dreift var í fjölda eintaka. Á hinn bóginn höfðu ráðamenn hersins áhyggjur af því stjórnleysi og ofbeldi sem fylgdi framgangi rauðu varðliðanna. Vorið 1967 tók herinn að sér að leysa með valdi upp róttækustu stúdentahreyfingarnar og koma víða til bardaga, einna skæðastra í borginni Wuhan við Yangzi-fljót. Um haustið fékk herinn svo skipun um að koma á „lögum og reglu“ í landinu. Töluvert mannfall varð í aðgerðum hersins gegn rauðu varðliðunum, mest sumarið 1968 þegar barist var í háskólanum í Beijing. Var þá menningarbyltingunni í raun og veru lokið þótt eftirhreytur hennar hafi lifað innan stjórnkerfisins til 1976.

Eftirköst byltingarinnar

Á meðan menningarbyltingin stóð sem hæst hafði Kommúnistaflokkur Kína verið lítt starfhæfur en forystuhlutverk hans var endurreist 1969. Nokkrir af leiðtogum menningarbyltingarinnar, einkum þeir sem næst stóðu Mao formanni, fengu stöður innan flokksins til að vega upp á móti áhrifum hinna sem voru hægfara. Lin Biao fórst í flugslysi 1971 og virðist hafa verið á flótta til Sovétríkjanna. Eftir það jókst vægi hinna hófsamari afla innan stjórnkerfisins, einkum forsætisráðherrans Zhou Enlai (1898-1976).

Á tímabili virðist Mao hafa ætlað að gera verkalýðsleiðtogann Wang Hongwen (1935-1992) að eftirmanni sínum en féll frá því og endurreisti Deng Xiaoping sem einn af leiðtogum flokksins árið 1973. Deng féll aftur í ónáð vorið 1976 og gerði Mao þá Hua Guofeng (f. 1920) að arftaka sínum. Eftir fráfall Maos í september 1976 var hinni svokölluðu „fjórmenningaklíku“, Jiang Qing, Zhang Chunqiao, Yao Wenyuan og Wang Hongwen, ýtt til hliðar af Hua Guofeng og Deng Xiaoping, sem fljótlega varð æðsti maður Kína. Hann hafði svipaðar áherslur og áður; hagvöxtur, hægfara þróun til sósíalisma og forystuhlutverk Kommúnistaflokksins urðu helstu stoðir kínverskra stjórnmála og hefur svo verið frá 1976.

Gert var upp við menningarbyltinguna með sýndarréttarhöldum yfir fjórmenningaklíkunni sem leidd var fyrir rétt ásamt fimm fyrrverandi forystumönnum flokksins. Þar var hún sökuð um tilraunir til valdaráns, morðtilræði við Mao Zedong og dráp á 34.000 manns. Voru sakborningarnir dæmdir í langa fangavist en Jiang Qing og Zhang Chunqiao til dauða. Jiang Qing framdi sjálfsmorð í fangelsi en Zhang Chunqiao var látinn laus vegna heilsubrests 2002. Jafnframt var staða Mao Zedong endurmetin og honum eignuð „mistök“ í þeim málum þar sem stefna hans vék frá hugmyndum Deng Xiaoping.

Horft til baka

Í vestrænum fjölmiðlum frá þessum tíma (nánar tiltekið fréttatilkynningu Agence France Press frá 1979) var því haldið fram að 400.000 manns hefðu látist vegna menningarbyltingarinnar. Engin sundurgreining hefur þó fengist á þeim tölum og margt er óljóst um umfang mannfalls í byltingunni. Ljóst er að verulegur hluti af því var í bardögum þegar herinn barði niður róttækustu öfl byltingarinnar, enda þótt núverandi valdhafar í Kína haldi fremur á lofti því ofbeldi sem margir leiðtogar Kommúnistaflokksins voru beittir.

Einnig er ljóst að mikil eyðilegging fornminja og menningarverðmæta átti sér stað í baráttunni gegn „gamaldags hugsun“. Almennt er talað um stöðnun í menntamálum í Kína á þessum tíma og lítið gert úr hugmyndum um „endurmenntun“ fólks sem sent var út í sveitir til að kynnast nánar störfum bændaalþýðunnar. Forsvarsmenn menningarbyltingarinnar börðust gegn fornum kínverskum menningararfi, svo sem kenningum Konfúsíusar (551-479 f.Kr.), sem þeir töldu að ýttu undir íhaldssemi og staðið framþróun í Kína fyrir þrifum. Baráttan gegn Konfúsíusi var þó einkum áberandi eftir að upplausnarskeiðinu lauk á 8. áratugnum. Síðar hefur hagur Konfúsíusar vænkað og hann er mikils metinn af núverandi ráðamönnum í Kína.

Áhrifa menningarbyltingarinnar gætir enn, til að mynda hjá mörgum sem kenna sig við Maóisma. Maóistar vísa enn þá í hugmyndafræði menningarbyltingarinnar, ekki síst greinina Beiting alræðis yfir borgarastéttinni eftir Zhang Chunqiao.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

  • Adrian Chen, Chinese Marxism, London & New York, 2003.
  • Han Dongping, The unknown cultural revolution: Educational reforms and their impact on China's rural development. New York, 2000.
  • Jack Gray, Rebellions and Revolutions: China from the 1800s to 2000, Oxford, 2002.
  • Maurice Meisner, Mao’s China and after: A history of the People’s Republic, New York, 1999 [3. útgáfa].
  • Philip Short, Mao: A life, London, 1999.
  • Han Suyin, Wind in the tower: Mao Tse Tung and the Chinese revolution 1949-1975, Boston, 1976.
  • R. Bin Wong, China transformed. Historical change and the limits of European experience, Ithaca & London, 1997.
  • Fyrri myndin er af Revolutionary workers.
  • Seinni myndin er af Mao Tze-Tung. Libretto Rosso: il libro delle Guardie Rosse.
...