Í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins (45.10) lét Jósef senda föður sínum þau skilaboð að hann skyldi flytja með fjölskyldu sína alla og búfénað, en mikil hungursneyð ríkti, til þess lands sem héti Gósenland. Gósenland var búsældarland í Egyptalandi og þar bjuggu Gyðingar um tíma. Þegar á 19. öld var farið að nota...
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...
Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2.
Gosinu ...
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim?
Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...
Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku.
Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...
Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild.
Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...
Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...
Líkbrennsla hefur tíðkast í mörg þúsund ár. Viðhorf til líkbrennslu eru iðulega nátengd trúarbrögðum og menningu á hverjum stað á hverjum tíma. Hjá Grikkjum og Rómverjum var líkbrennsla algengur útfararsiður en eftir því sem kristni breiddist út lögðust bálfarir að mestu leyti af í Evrópu. Á miðöldum voru lík hel...
Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949.
Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu?
Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...
Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona:
Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð?
Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!