Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?

Jón Már Halldórsson

Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild.

Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á fæðuframboði á vetrarstöðvum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Til þess að skilja betur áhrif breytinga á stofnstærð einnar tegundar á vistkerfið getum við tekið ímyndað dæmi: Hvaða áhrif hefði það ef veiðar á hreindýrum á Austurlandi yrðu bannaðar? Hér er þó rétt að taka fram að hreindýrin eru innfluttur stofn og þessar breytingarnar í vistkerfi þeirra væru vegna breytinga á hegðun mannanna.

Ef hreindýraveiðum yrði alveg hætt þá myndi hreindýrum eflaust fjölga nokkuð hratt. Afleiðingin af slíkri offjölgun er ofbeit sem myndi á nokkrum árum eða áratugum leiða til þess að beitarhagarnir yrðu það rýrir að þeir gætu ekki fætt sístækkandi stofn hreindýra þannig að af hlytist hungursneyð með tilheyrandi horfelli. Áhrifin á vistkerfi svæðisins yrðu þó mun víðtækari, meðal annars á fuglalíf. Ofbeit hreindýranna myndi valda því að búsvæði mófugla drægist saman og fuglum fækkaði. Þetta er aðeins lítið dæmi um það hvernig breytingar á stofnstærð einnar tegundar getur haft áhrif á aðrar.Tengsl lífvera í vistkerfi geta verið mjög flókin. Hér má sjá tengsl nokkurra tegunda í skógarvistkerfi.

Fjölmörg dæmi eru þekkt þar sem stofnstærð tegundar hefur minnkað mjög mikið á skömmum tíma. Oft má rekja það til athafna mannanna svo sem ofveiði eða búsvæðaröskunar. Við brotthvarf einnar tegundar úr vistkerfinu vænkast væntanlega hagur annarra tegunda. Víða í Asíu hafa tígrisdýr til dæmis horfið af stórum svæðum og hefur það komið minni afræningjum til góða, bæði hefur þeim fjölgað og atferli þeirra breyst.

Í dæminu um hreindýrin var reynt að gera sér í hugarlund hvað gæti gerst ef maðurinn hætti að halda stofninum í skefjum. Brotthvarf rándýra úr vistkerfi getur haft svipaðar afleiðingar. Víða um lönd, til dæmis í Norður-Ameríku, hefur það gerst að offjölgun varð meðal nokkurra tegunda grasbíta. Ástæðan er sú að rándýrin sem lifðu á grasbítunum hurfu. Þótt veiðimenn haldi þessum stofnum að einhverju leyti í skefjum og komi þannig að hluta til í stað rándýra dugir það ekki alltaf til.

Það er ekki bara fækkun eða fjölgun lífvera sem fyrir eru í vistkerfi sem veldur breytingum á kerfinu, tilkoma nýrra stofna getur líka haft víðtæk áhrif. Vistfræðingar hafa til dæmis fylgst með áhrifum af endurkomu úlfa (Canis lupus) í Yellowstone-þjóðgarðinn í Montana í Bandaríkjunum. Ekki aðeins hafði það áhrif á dýrin sem úlfar veiða, heldur einnig gróðurfarið og lífsskilyrði fjölmargra annarra dýrategunda svo sem plantna, hryggleysingja og hryggdýra.

Í stuttu máli má því segja að mikil fjölgun eða fækkun einstaka tegunda geti haft víðtækar afleiðingar á vistkerfið. Öðrum tegundum, bæði dýrum og plöntum getur fjölgað eða fækkað í kjölfarið og það hefur síðan áhrif á enn fleiri tegundir. Svörunin í vistkerfinu verður víða í fæðuvefnum og það getur verið vísindamönnum afar erfitt að spá fyrir um afleiðingar af breytingum á fjölda einstaklinga einhverrar tegundar.

Mynd: PHP Presentation System. Sótt 18. 3. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.3.2009

Spyrjandi

Inga Rán Reynisdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51569.

Jón Már Halldórsson. (2009, 19. mars). Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51569

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51569>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?
Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild.

Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á fæðuframboði á vetrarstöðvum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Til þess að skilja betur áhrif breytinga á stofnstærð einnar tegundar á vistkerfið getum við tekið ímyndað dæmi: Hvaða áhrif hefði það ef veiðar á hreindýrum á Austurlandi yrðu bannaðar? Hér er þó rétt að taka fram að hreindýrin eru innfluttur stofn og þessar breytingarnar í vistkerfi þeirra væru vegna breytinga á hegðun mannanna.

Ef hreindýraveiðum yrði alveg hætt þá myndi hreindýrum eflaust fjölga nokkuð hratt. Afleiðingin af slíkri offjölgun er ofbeit sem myndi á nokkrum árum eða áratugum leiða til þess að beitarhagarnir yrðu það rýrir að þeir gætu ekki fætt sístækkandi stofn hreindýra þannig að af hlytist hungursneyð með tilheyrandi horfelli. Áhrifin á vistkerfi svæðisins yrðu þó mun víðtækari, meðal annars á fuglalíf. Ofbeit hreindýranna myndi valda því að búsvæði mófugla drægist saman og fuglum fækkaði. Þetta er aðeins lítið dæmi um það hvernig breytingar á stofnstærð einnar tegundar getur haft áhrif á aðrar.Tengsl lífvera í vistkerfi geta verið mjög flókin. Hér má sjá tengsl nokkurra tegunda í skógarvistkerfi.

Fjölmörg dæmi eru þekkt þar sem stofnstærð tegundar hefur minnkað mjög mikið á skömmum tíma. Oft má rekja það til athafna mannanna svo sem ofveiði eða búsvæðaröskunar. Við brotthvarf einnar tegundar úr vistkerfinu vænkast væntanlega hagur annarra tegunda. Víða í Asíu hafa tígrisdýr til dæmis horfið af stórum svæðum og hefur það komið minni afræningjum til góða, bæði hefur þeim fjölgað og atferli þeirra breyst.

Í dæminu um hreindýrin var reynt að gera sér í hugarlund hvað gæti gerst ef maðurinn hætti að halda stofninum í skefjum. Brotthvarf rándýra úr vistkerfi getur haft svipaðar afleiðingar. Víða um lönd, til dæmis í Norður-Ameríku, hefur það gerst að offjölgun varð meðal nokkurra tegunda grasbíta. Ástæðan er sú að rándýrin sem lifðu á grasbítunum hurfu. Þótt veiðimenn haldi þessum stofnum að einhverju leyti í skefjum og komi þannig að hluta til í stað rándýra dugir það ekki alltaf til.

Það er ekki bara fækkun eða fjölgun lífvera sem fyrir eru í vistkerfi sem veldur breytingum á kerfinu, tilkoma nýrra stofna getur líka haft víðtæk áhrif. Vistfræðingar hafa til dæmis fylgst með áhrifum af endurkomu úlfa (Canis lupus) í Yellowstone-þjóðgarðinn í Montana í Bandaríkjunum. Ekki aðeins hafði það áhrif á dýrin sem úlfar veiða, heldur einnig gróðurfarið og lífsskilyrði fjölmargra annarra dýrategunda svo sem plantna, hryggleysingja og hryggdýra.

Í stuttu máli má því segja að mikil fjölgun eða fækkun einstaka tegunda geti haft víðtækar afleiðingar á vistkerfið. Öðrum tegundum, bæði dýrum og plöntum getur fjölgað eða fækkað í kjölfarið og það hefur síðan áhrif á enn fleiri tegundir. Svörunin í vistkerfinu verður víða í fæðuvefnum og það getur verið vísindamönnum afar erfitt að spá fyrir um afleiðingar af breytingum á fjölda einstaklinga einhverrar tegundar.

Mynd: PHP Presentation System. Sótt 18. 3. 2009....