Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Henry Alexander Henrysson

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoðanaskiptum. Seinni flokkinn skipa þeir heimspekingar sem horfa til þeirra félagslegu og siðferðilegu álitamála sem mannkynið stendur frammi fyrir og láta sig litlu skipta hvað aðrir hafa ritað um efnið. Heimspekin er lausn vandamála í hugum þeirra.

Ástralski heimspekingurinn Peter Singer (f. 1946) heldur fyrirlestur í Melbourne 2012.

Ástralski heimspekingurinn Peter Singer (f. 1946) tilheyrir seinni flokknum. Hann er líklega sá heimspekingur í samtímanum sem mestur styr hefur staðið um. Að sama skapi hafa fáir haft viðlíka áhrif. Margar hugmyndir hans ganga augljóslega gegn viðteknum hugmyndum sem útskýrir viðbrögðin við þeim. En að sama skapi hafa margir gagnrýnendur átt erfitt með að finna veilur í röksemdafærslum hans. Þessi rökfesta hans hefur reyndar einnig vakið upp annars konar athugasemdir sem beinast meðal annars að því að hann hugsi of mikið um þau rök sem hann setji fram á kostnað siðferðilegrar íhugunar. Hér verður ekki gert lítið úr því að siðfræði Singers þrífst fullmikið á því hversu umdeild hún er. En að sama skapi má velta því fyrir sér hvort allir gagnrýnendur hans hafi haft fyrir því að kynna sér verk hans í þaula.

Singer er af austurrískum gyðingaættum. Foreldrum hans hafði tekist að flýja til Ástralíu rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skall á, en margir úr fjölskyldu hans létust í útrýmingarbúðum nasista. Hann fæddist í Melbourne og gekk þar í skóla allt þar til hann hóf framhaldsnám í heimspeki við Oxford-háskóla. Leiðbeinandi hans var breski heimspekingurinn R. M. Hare (1919–2002), en hann var einn mikilverðasti siðfræðingur tuttugustu aldar. Singer kenndi lengst af í Melbourne en hefur síðustu ár kennt í Princeton og í New College of the Humanities í London.

Singer hefur gefið út fjölda verka um heimspeki. Þekktustu bækur hans eru án efa Animal Liberation: A New Ethics for our Treatment of Animals (1975), Practical Ethics (1979, How Are We to Live? Ethics in an Age of Self-interest (1993), Rethinking Life and Death: The Collapse of Our Traditional Ethics (1994), A Darwinian Left (1999) og The Life You Can Save: Acting Now to End World Poverty (2009). Hann er þó ekki síður þekktur fyrir greinar sínar um siðfræði og má til gamans geta þess að greinin „Hungursneyð, velmegun og siðferði“ (e. „Famine, Affluence and Morality“) var þýdd á íslensku árið 2009 og gefin út í Hug – tímariti um heimspeki (21/2009, bls. 82–93).

Það má skipta helstu siðfræðirannsóknum Singers í þrjú svið sem öll byggja á þeirri nytjastefnu sem hann hefur varið í ræðu og riti. Fyrst skal nefna hugmyndir hans um hvaða líf sé þess virði að því sé lifað. Rannsóknir hans á þessu sviði hafa gert hann eins umdeildan heimspeking og raun ber vitni. Hann er almennt þeirrar skoðunar að hagsmunir og líf eins einstaklings geti ekki gengið framar hagsmunum annarra. Siðferðilega rétt ákvörðun miðast því við hagsmuni og farsæld fjöldans fremur en sérstakra hópa. Hann hvetur okkur þó einnig til að velta því fyrir okkur hvort allt líf hafi sama gildi og allir hafi rétt til að teljast til þessa fjölda. Honum finnst margt benda til þess að við hugsum ekki þannig. Við virðumst telja að vissir eiginleikar eins og heilbrigði, bæði andlegt og líkamlegt, geri sumt líf meira virði en annað.

Singer blandar ofangreindri forsendu við aðra þegar kemur að fóstureyðingum. Hann telur að nýfæddur hvítvoðungur geti ekki haft sama rétt til lífs og einstaklingur sem hefur öðlast einhvers konar meðvitund um heiminn. Hann sér ekki hvernig ákvörðun um réttmæti fóstureyðinga geti byggst á fullkomlega tilfallandi forsendum um að fóstur á vissu stigi þroska sé orðið nægilega mikill einstaklingur til að það sé óverjandi að deyða það. Singer hefur því nefnt 28 daga sem betri mælikvarða til að svara spurningunni hvort of seint sé fyrir móður að taka ákvörðun um hvort barn verði sjálfu sér og öðrum óbærileg byrði. Reyndar hefur hann dregið á land síðar og sagst hafa séð eftir því að nefna 28 daga sérstaklega en hann er enn þeirrar skoðunar að þar sem vitundarlíf nýfæddra barna sé takmarkað hafi líf og farsæld þroskaðri einstaklinga vissan forgang þegar hagsmunir takast á.

Singer áritar bók á Nýja-Sjálandi árið 2010.

Rannsóknir Singers eru ekki allar jafn umdeildar. Skoðanir hans á því hvernig okkur ber að bregðast við vanda eins og hungursneyð hafa vissulega vakið viðbrögð en þau eru ekkert í líkingu við viðbrögðin sem skoðanir hans á fóstureyðingum (og reyndar líknardrápi einnig) hafa vakið. Í greininni „Hungursneyð, velmegun og siðferði“ biður Singer lesendur að ímynda sér aðstæður þar sem barn er að drukkna í grunnri tjörn. Flest fólk svarar því játandi þegar það er spurt hvort því beri siðferðileg skylda til að bjarga barninu ef það leggur ekki eigið líf að veði. Fólk svarar spurningunni væntanlega einnig játandi ef dæminu er breytt örlítið og fólk ber nokkurn kostnað af björguninni, til dæmis vegna fatahreinsunar. Singer biður því fólk að velta því fyrir sér hvað í þessu dæmi sé frábrugðið neyðarkalli sem kemur frá fjarlægum heimshluta þar sem börn liggja fyrir dauða vegna hungurs sem má auðveldlega koma í veg fyrir með fjárframlögum. Ber okkur ekki öllum skylda til að hjálpa þrátt fyrir smávægileg óþægindi og fyrirhöfn?

Þriðja svið rannsókna Singers snertir umhverfismál og dýravernd. Samkvæmt Singer hafa dýr að mörgu leyti sömu siðferðistöðu og menn að því leyti að grunnhugmynd nytjastefnunnar um að sem flestum sé forðað frá böli hlýtur einnig að eiga við um öll þau dýr sem finna til sársauka. Þrátt fyrir að önnur náttúruleg fyrirbæri finni ekki til sársauka þá hefur hann einnig látið til sín taka í umhverfissiðfræði út frá þeirri einföldu nytjastefnu að náttúra sem hefur látið stórkostlega á sjá geti illa tryggt velsæld skyni gæddra skepna, bæði manna og dýra, í framtíðinni.

Singer hefur því ávallt í verkum sínum lagt út frá þeirri meginreglu að spurningum um hvað sé réttmætt að gera í vissum aðstæðum, hverjar séu skyldur okkar og hvers við höfum rétt til að krefjast verði aðeins svarað með því að vísa til þess hvar mesta þörfin liggur. Mannslíf er ekki heilagt ef það orsakar raunverulega óhamingju annarra, en kallar þó á að við gefum frá okkur fjármuni og þægindi ef vá stendur fyrir dyrum.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna vill Peter Singer leyfa fóstureyðingar eftir að barnið er fætt og orðið mest 28 daga gamalt? Þessu verðið þið að svara í ljósi þess að þið miklið hann á vefnum ykkar!
sem Steingrímur Jón Valgarðsson bar upp. Ritstjórn Vísindavefsins kannast ekki við að hafa „miklað“ Singer hingað til en eins og ofangreint svar sýnir glögglega er hann einn umdeildasti heimspekingur samtímans.

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

6.5.2013

Spyrjandi

Ágúst Svavar Hrólfsson, Steingrímur Jón Valgarðsson

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2013. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59201.

Henry Alexander Henrysson. (2013, 6. maí). Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59201

Henry Alexander Henrysson. „Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2013. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59201>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?
Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoðanaskiptum. Seinni flokkinn skipa þeir heimspekingar sem horfa til þeirra félagslegu og siðferðilegu álitamála sem mannkynið stendur frammi fyrir og láta sig litlu skipta hvað aðrir hafa ritað um efnið. Heimspekin er lausn vandamála í hugum þeirra.

Ástralski heimspekingurinn Peter Singer (f. 1946) heldur fyrirlestur í Melbourne 2012.

Ástralski heimspekingurinn Peter Singer (f. 1946) tilheyrir seinni flokknum. Hann er líklega sá heimspekingur í samtímanum sem mestur styr hefur staðið um. Að sama skapi hafa fáir haft viðlíka áhrif. Margar hugmyndir hans ganga augljóslega gegn viðteknum hugmyndum sem útskýrir viðbrögðin við þeim. En að sama skapi hafa margir gagnrýnendur átt erfitt með að finna veilur í röksemdafærslum hans. Þessi rökfesta hans hefur reyndar einnig vakið upp annars konar athugasemdir sem beinast meðal annars að því að hann hugsi of mikið um þau rök sem hann setji fram á kostnað siðferðilegrar íhugunar. Hér verður ekki gert lítið úr því að siðfræði Singers þrífst fullmikið á því hversu umdeild hún er. En að sama skapi má velta því fyrir sér hvort allir gagnrýnendur hans hafi haft fyrir því að kynna sér verk hans í þaula.

Singer er af austurrískum gyðingaættum. Foreldrum hans hafði tekist að flýja til Ástralíu rétt áður en seinni heimsstyrjöldin skall á, en margir úr fjölskyldu hans létust í útrýmingarbúðum nasista. Hann fæddist í Melbourne og gekk þar í skóla allt þar til hann hóf framhaldsnám í heimspeki við Oxford-háskóla. Leiðbeinandi hans var breski heimspekingurinn R. M. Hare (1919–2002), en hann var einn mikilverðasti siðfræðingur tuttugustu aldar. Singer kenndi lengst af í Melbourne en hefur síðustu ár kennt í Princeton og í New College of the Humanities í London.

Singer hefur gefið út fjölda verka um heimspeki. Þekktustu bækur hans eru án efa Animal Liberation: A New Ethics for our Treatment of Animals (1975), Practical Ethics (1979, How Are We to Live? Ethics in an Age of Self-interest (1993), Rethinking Life and Death: The Collapse of Our Traditional Ethics (1994), A Darwinian Left (1999) og The Life You Can Save: Acting Now to End World Poverty (2009). Hann er þó ekki síður þekktur fyrir greinar sínar um siðfræði og má til gamans geta þess að greinin „Hungursneyð, velmegun og siðferði“ (e. „Famine, Affluence and Morality“) var þýdd á íslensku árið 2009 og gefin út í Hug – tímariti um heimspeki (21/2009, bls. 82–93).

Það má skipta helstu siðfræðirannsóknum Singers í þrjú svið sem öll byggja á þeirri nytjastefnu sem hann hefur varið í ræðu og riti. Fyrst skal nefna hugmyndir hans um hvaða líf sé þess virði að því sé lifað. Rannsóknir hans á þessu sviði hafa gert hann eins umdeildan heimspeking og raun ber vitni. Hann er almennt þeirrar skoðunar að hagsmunir og líf eins einstaklings geti ekki gengið framar hagsmunum annarra. Siðferðilega rétt ákvörðun miðast því við hagsmuni og farsæld fjöldans fremur en sérstakra hópa. Hann hvetur okkur þó einnig til að velta því fyrir okkur hvort allt líf hafi sama gildi og allir hafi rétt til að teljast til þessa fjölda. Honum finnst margt benda til þess að við hugsum ekki þannig. Við virðumst telja að vissir eiginleikar eins og heilbrigði, bæði andlegt og líkamlegt, geri sumt líf meira virði en annað.

Singer blandar ofangreindri forsendu við aðra þegar kemur að fóstureyðingum. Hann telur að nýfæddur hvítvoðungur geti ekki haft sama rétt til lífs og einstaklingur sem hefur öðlast einhvers konar meðvitund um heiminn. Hann sér ekki hvernig ákvörðun um réttmæti fóstureyðinga geti byggst á fullkomlega tilfallandi forsendum um að fóstur á vissu stigi þroska sé orðið nægilega mikill einstaklingur til að það sé óverjandi að deyða það. Singer hefur því nefnt 28 daga sem betri mælikvarða til að svara spurningunni hvort of seint sé fyrir móður að taka ákvörðun um hvort barn verði sjálfu sér og öðrum óbærileg byrði. Reyndar hefur hann dregið á land síðar og sagst hafa séð eftir því að nefna 28 daga sérstaklega en hann er enn þeirrar skoðunar að þar sem vitundarlíf nýfæddra barna sé takmarkað hafi líf og farsæld þroskaðri einstaklinga vissan forgang þegar hagsmunir takast á.

Singer áritar bók á Nýja-Sjálandi árið 2010.

Rannsóknir Singers eru ekki allar jafn umdeildar. Skoðanir hans á því hvernig okkur ber að bregðast við vanda eins og hungursneyð hafa vissulega vakið viðbrögð en þau eru ekkert í líkingu við viðbrögðin sem skoðanir hans á fóstureyðingum (og reyndar líknardrápi einnig) hafa vakið. Í greininni „Hungursneyð, velmegun og siðferði“ biður Singer lesendur að ímynda sér aðstæður þar sem barn er að drukkna í grunnri tjörn. Flest fólk svarar því játandi þegar það er spurt hvort því beri siðferðileg skylda til að bjarga barninu ef það leggur ekki eigið líf að veði. Fólk svarar spurningunni væntanlega einnig játandi ef dæminu er breytt örlítið og fólk ber nokkurn kostnað af björguninni, til dæmis vegna fatahreinsunar. Singer biður því fólk að velta því fyrir sér hvað í þessu dæmi sé frábrugðið neyðarkalli sem kemur frá fjarlægum heimshluta þar sem börn liggja fyrir dauða vegna hungurs sem má auðveldlega koma í veg fyrir með fjárframlögum. Ber okkur ekki öllum skylda til að hjálpa þrátt fyrir smávægileg óþægindi og fyrirhöfn?

Þriðja svið rannsókna Singers snertir umhverfismál og dýravernd. Samkvæmt Singer hafa dýr að mörgu leyti sömu siðferðistöðu og menn að því leyti að grunnhugmynd nytjastefnunnar um að sem flestum sé forðað frá böli hlýtur einnig að eiga við um öll þau dýr sem finna til sársauka. Þrátt fyrir að önnur náttúruleg fyrirbæri finni ekki til sársauka þá hefur hann einnig látið til sín taka í umhverfissiðfræði út frá þeirri einföldu nytjastefnu að náttúra sem hefur látið stórkostlega á sjá geti illa tryggt velsæld skyni gæddra skepna, bæði manna og dýra, í framtíðinni.

Singer hefur því ávallt í verkum sínum lagt út frá þeirri meginreglu að spurningum um hvað sé réttmætt að gera í vissum aðstæðum, hverjar séu skyldur okkar og hvers við höfum rétt til að krefjast verði aðeins svarað með því að vísa til þess hvar mesta þörfin liggur. Mannslíf er ekki heilagt ef það orsakar raunverulega óhamingju annarra, en kallar þó á að við gefum frá okkur fjármuni og þægindi ef vá stendur fyrir dyrum.

Myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvers vegna vill Peter Singer leyfa fóstureyðingar eftir að barnið er fætt og orðið mest 28 daga gamalt? Þessu verðið þið að svara í ljósi þess að þið miklið hann á vefnum ykkar!
sem Steingrímur Jón Valgarðsson bar upp. Ritstjórn Vísindavefsins kannast ekki við að hafa „miklað“ Singer hingað til en eins og ofangreint svar sýnir glögglega er hann einn umdeildasti heimspekingur samtímans.

...