Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?

Þórdís Kristinsdóttir

Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns.

Heilkennið einkennist af endurteknum en afturkvæmum tímabilum af óhóflegum svefni, allt að 20 klukkustundir á sólarhring. Hvert kast stendur yfir í nokkra daga eða vikur í senn en á milli kasta geta liðið nokkrar vikur. Köstunum fylgir einnig ofát og löngun í óhollan mat, pirringur, barnaleg hegðun, vistarfirring (e. disorientation), ofskynjanir og sterk, óhamin kynhvöt á meðan einstaklingar eru vakandi.


Kleine-Levin-heilkennið er einnig þekkt sem þyrnirósarheilkennið. Það er sjaldgæf tegund lotubundinnar svefnröskunar.

Hver svefnlota getur byrjað skyndilega en fyrstu einkenni líkjast oft flensu. Á þeim tíma sem líður milli kasta bera einstaklingar ekki merki sjúkdómsins en muna oft ekki eftir því sem gerðist í síðasta kasti. Vegna mikilla geðrænna breytinga og annarra vandamála sem fylgja svefnlotunum er þunglyndi oft afleiðing sjúkdómsins.

Orsök heilkennisins er óþekkt en talið er að áðurnefnd einkenni gætu stafað af bilun í stúku (e. thalamus) og undirstúku (e. hypothalamus) í heila, en þau svæði stjórna svefni og matarlyst.

Engin ákveðin meðferð er til við Kleine-Levin-heilkenninu og yfirleitt er ekki mælt með lyfjagjöf. Nauðsynlegt er að einstaklingar sem þjást af heilkenninu séu undir fremur stöðugu eftirliti heima við, sérstaklega á meðan á köstum stendur. Örvandi töflur á borð við amfetamín geta unnið gegn svefnþörfinni en geta aftur á móti aukið á pirring og hjálpa ekki gegn skilvitlegum og geðrænum breytingum. Vegna líkinda heilkennisins við ýmsar lyndisraskanir (e. mood disorders) er stundum skrifað upp á liþín og svipuð lyf, sem í sumum tilfellum virðast koma í veg fyrir endurtekin köst. Yfirleitt fækkar köstum og þau verða vægari á um það bil tólf árum.

Verið er að rannsaka þessa og fleiri svefnraskanir og reynt að finna við þeim lausnir til að auka lífsgæði sjúklinga.

Heimild, frekari fróðleikur og mynd:
  • ninds.nih.org. National Institute of Neurological Disorders and Stroke - Kleine-Levin Syndrome information page.
  • KLS Foundation.
  • flickr.com. Sótt 2.9.2011. D Sharon Pruitt tók ljósmyndina.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn Kleine-Levin Syndrome eða það sem hefur verið kallað þyrnirósarheilkennið?

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.9.2011

Spyrjandi

Matthías Bernhöj Daðason

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?“ Vísindavefurinn, 2. september 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59144.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 2. september). Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59144

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59144>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?
Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns.

Heilkennið einkennist af endurteknum en afturkvæmum tímabilum af óhóflegum svefni, allt að 20 klukkustundir á sólarhring. Hvert kast stendur yfir í nokkra daga eða vikur í senn en á milli kasta geta liðið nokkrar vikur. Köstunum fylgir einnig ofát og löngun í óhollan mat, pirringur, barnaleg hegðun, vistarfirring (e. disorientation), ofskynjanir og sterk, óhamin kynhvöt á meðan einstaklingar eru vakandi.


Kleine-Levin-heilkennið er einnig þekkt sem þyrnirósarheilkennið. Það er sjaldgæf tegund lotubundinnar svefnröskunar.

Hver svefnlota getur byrjað skyndilega en fyrstu einkenni líkjast oft flensu. Á þeim tíma sem líður milli kasta bera einstaklingar ekki merki sjúkdómsins en muna oft ekki eftir því sem gerðist í síðasta kasti. Vegna mikilla geðrænna breytinga og annarra vandamála sem fylgja svefnlotunum er þunglyndi oft afleiðing sjúkdómsins.

Orsök heilkennisins er óþekkt en talið er að áðurnefnd einkenni gætu stafað af bilun í stúku (e. thalamus) og undirstúku (e. hypothalamus) í heila, en þau svæði stjórna svefni og matarlyst.

Engin ákveðin meðferð er til við Kleine-Levin-heilkenninu og yfirleitt er ekki mælt með lyfjagjöf. Nauðsynlegt er að einstaklingar sem þjást af heilkenninu séu undir fremur stöðugu eftirliti heima við, sérstaklega á meðan á köstum stendur. Örvandi töflur á borð við amfetamín geta unnið gegn svefnþörfinni en geta aftur á móti aukið á pirring og hjálpa ekki gegn skilvitlegum og geðrænum breytingum. Vegna líkinda heilkennisins við ýmsar lyndisraskanir (e. mood disorders) er stundum skrifað upp á liþín og svipuð lyf, sem í sumum tilfellum virðast koma í veg fyrir endurtekin köst. Yfirleitt fækkar köstum og þau verða vægari á um það bil tólf árum.

Verið er að rannsaka þessa og fleiri svefnraskanir og reynt að finna við þeim lausnir til að auka lífsgæði sjúklinga.

Heimild, frekari fróðleikur og mynd:
  • ninds.nih.org. National Institute of Neurological Disorders and Stroke - Kleine-Levin Syndrome information page.
  • KLS Foundation.
  • flickr.com. Sótt 2.9.2011. D Sharon Pruitt tók ljósmyndina.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn Kleine-Levin Syndrome eða það sem hefur verið kallað þyrnirósarheilkennið?
...