Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?

Magnús Jóhannsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin?

Taugaboðefni eru sameindir, oftast litlar, sem flytja boð milli taugafrumna eða frá taugafrumum til svarfrumna en þær síðastnefndu eru frumur sem stjórna einhverri tiltekinni starfsemi. Sem dæmi um svarfrumur mætti nefna vöðvafrumur eða kirtilfrumur.

Dópamín er taugaboðefni sem er eitt af mikilvægustu boðefnum í heilanum en hefur einnig bein áhrif á starfsemi vissra líffæra utan heilans. Í heilanum sér dópamín einkum um boðflutninga í þeim kjörnum sem sjá um hreyfingar og samhæfingu þeirra en utan heilans er það aðallega stjórnun blóðrásar sem dópamín tekur þátt í. Í vissum tilvikum getur dópamín sennilega dregið úr verkjum en sú verkun er veik og ekki gagnleg. Hins vegar er vitað að dópamín getur átt þátt í að viðhalda langvinnum verkjum og þannig skert lífsgæði. Vissulega getur dópamín framkallað ánægjutilfinningu en erfitt er að framkalla hana með lyfjagjöf.

Dópamín er notað sem lyf við meðferð á losti eða við endurlífgun en það er ekki gagnlegt sem verkjalyf.

Dópamín er notað sem lyf en það er einungis við meðferð á losti eða við endurlífgun. Dópamín er þá gefið í æð, oftast sem dreypilyf, enda standa áhrifin stutt eftir að lyfjagjöfinni er hætt. Þær verkanir sem sóst er eftir í meðferð við losti eru meðal annars aukinn samdráttarkraftur hjartavöðvans og aukið blóðflæði til nýrna.

Parkinsonsveiki orsakast, að minnsta kosti að hluta til, af frumudauða í grunnkjörnum heilans og honum fylgir að minna magn dópamíns er til reiðu í þessum kjörnum. Hreyfigeta sjúklinganna er skert en hægt er að bæta ástand þeirra með því að gefa levódópa í töfluformi en það efni breytist í dópamín í líkamanum. Við meðferð á parkinsonsveiki eru einnig gagnleg lyf sem verka eins og dópamín og önnur sem hægja á niðurbroti dópamíns. Ekkert þessara lyfja hefur verkjastillandi verkun sem gagn er að.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

29.10.2021

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?“ Vísindavefurinn, 29. október 2021. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81521.

Magnús Jóhannsson. (2021, 29. október). Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81521

Magnús Jóhannsson. „Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2021. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin?

Taugaboðefni eru sameindir, oftast litlar, sem flytja boð milli taugafrumna eða frá taugafrumum til svarfrumna en þær síðastnefndu eru frumur sem stjórna einhverri tiltekinni starfsemi. Sem dæmi um svarfrumur mætti nefna vöðvafrumur eða kirtilfrumur.

Dópamín er taugaboðefni sem er eitt af mikilvægustu boðefnum í heilanum en hefur einnig bein áhrif á starfsemi vissra líffæra utan heilans. Í heilanum sér dópamín einkum um boðflutninga í þeim kjörnum sem sjá um hreyfingar og samhæfingu þeirra en utan heilans er það aðallega stjórnun blóðrásar sem dópamín tekur þátt í. Í vissum tilvikum getur dópamín sennilega dregið úr verkjum en sú verkun er veik og ekki gagnleg. Hins vegar er vitað að dópamín getur átt þátt í að viðhalda langvinnum verkjum og þannig skert lífsgæði. Vissulega getur dópamín framkallað ánægjutilfinningu en erfitt er að framkalla hana með lyfjagjöf.

Dópamín er notað sem lyf við meðferð á losti eða við endurlífgun en það er ekki gagnlegt sem verkjalyf.

Dópamín er notað sem lyf en það er einungis við meðferð á losti eða við endurlífgun. Dópamín er þá gefið í æð, oftast sem dreypilyf, enda standa áhrifin stutt eftir að lyfjagjöfinni er hætt. Þær verkanir sem sóst er eftir í meðferð við losti eru meðal annars aukinn samdráttarkraftur hjartavöðvans og aukið blóðflæði til nýrna.

Parkinsonsveiki orsakast, að minnsta kosti að hluta til, af frumudauða í grunnkjörnum heilans og honum fylgir að minna magn dópamíns er til reiðu í þessum kjörnum. Hreyfigeta sjúklinganna er skert en hægt er að bæta ástand þeirra með því að gefa levódópa í töfluformi en það efni breytist í dópamín í líkamanum. Við meðferð á parkinsonsveiki eru einnig gagnleg lyf sem verka eins og dópamín og önnur sem hægja á niðurbroti dópamíns. Ekkert þessara lyfja hefur verkjastillandi verkun sem gagn er að.

Mynd:

...