Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfir á íslensku og ritstýrt bókum og fræðilegum ritröðum. Hún ritstýrði ásamt fleirum Atviksritröðinni og hefur ritstýrt þremur heftum í ritröð RIKK, Fléttum, 2004, 2014 og 2016. Hún ritstýrði einnig ásamt samstarfsmönnum bókinni Topographies of Globalization: Politics, Culture and Languge (Háskólaútgáfan, 2004) og Iceland´s Financial Crisis: The Politics of Blame, Protest, and Reconstruction (Routledge, 2016).

Irma hefur birt fjölda greina og bókakafla um skrif franska rithöfundarins Hélène Cixous og einkum samtímasöguleg leikrit hennar. Bæði leikrit hennar fyrir pólitískt leikhús Ariane Mnouchkine og fyrir Daniel Mesquich. Meðal leikrita sem hún hefur skrifað fyrir síðarnefnda leiksstjórann er L'Histoire (qu'on ne connaîtra jamais) (Sagan (sem við munum aldrei þekkja)) sem byggir á sérstæðan hátt á bókmenntaarfi Íslendinga, en þar eru Snorri Sturluson og Edda í aðalhlutverkum: skáldið og verkið. Irma vinnur nú að bók þar sem þetta leikrit er í forgrunni.

Rannsóknasvið Irmu eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga.

Irma er dósent í frönskum samtímabókmenntum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún er jafnframt forstöðumaður RIKK, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands. RIKK er leiðandi stofnun á sviði kynja- og jafnréttisfræða á Íslandi og Jafnréttisskólinn er alþjóðlegt verkefni sem rekið sem námsbraut við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er hluti af þróunarsamvinnu Íslands og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og/eða fyrrum átakasvæðum sem starfa að jafnréttismálum, menntun og þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Jafnréttisskólinn hefur útskrifað rúmlega hundrað nemendur frá tuttugu löndum frá því að hann var settur á fót árið 2009.

Irma er einnig verkefnisstjóri EDDU rannsóknarseturs sem fékk styrk til sjö ára úr markáætlun Vísinda- og tækniráðs árið 2009 en setrið sérhæfir sig í gagnrýnum samtímarannsóknum með áherslu á jafnrétti. Auk kennslu og rannsókna hefur Irma gengt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Hún situr meðal annars í útgáfustjórn norræna femíníska tímaritsins NORU og framkvæmdastjórn RINGS, alþjóðlegra samtaka rannsóknsóknastofnana á sviði kynja- og jafnréttisfræða. Hún var sendikennari við Sorbonneháskóla árið 2015 í París og verður sendikennari við École des Hautes Etudes haustið 2018 og við Oslóarháskóla árið 2019. Árið 2017 hlaut Irma ásamt norrænum samstarfssystkinum sínum veglegan styrk úr nýrri rannsóknahópaáætlun NORDFORSK fyrir rannsóknasetrið ReNEW. Þar eru norrænu ríkin og velgengni þeirra skoðuð með gagnrýnum augum, en margar þjóðir horfa til ríkjanna vegna árangurs þeirra á sviði jafnréttismála, nýsköpunar, samkeppnishæfni og almennrar velsældar.

Irma er fædd í Reykjavík, 14. febúar 1968. Hún lauk doktorsprófi í frönskum samtímabókmenntum frá Sorbonneháskóla í París, D.E.A. prófi í samtímabókmenntum frá Université Paris VIII Vincennes, meistara- (maîtrise) og licence-gráðu í samtímabókmenntum frá háskólanum Paul Valéry í Montpellier og BA-prófi í frönsku frá Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni IE.

Útgáfudagur

21.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2018, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76013.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. júní). Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76013

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2018. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76013>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfir á íslensku og ritstýrt bókum og fræðilegum ritröðum. Hún ritstýrði ásamt fleirum Atviksritröðinni og hefur ritstýrt þremur heftum í ritröð RIKK, Fléttum, 2004, 2014 og 2016. Hún ritstýrði einnig ásamt samstarfsmönnum bókinni Topographies of Globalization: Politics, Culture and Languge (Háskólaútgáfan, 2004) og Iceland´s Financial Crisis: The Politics of Blame, Protest, and Reconstruction (Routledge, 2016).

Irma hefur birt fjölda greina og bókakafla um skrif franska rithöfundarins Hélène Cixous og einkum samtímasöguleg leikrit hennar. Bæði leikrit hennar fyrir pólitískt leikhús Ariane Mnouchkine og fyrir Daniel Mesquich. Meðal leikrita sem hún hefur skrifað fyrir síðarnefnda leiksstjórann er L'Histoire (qu'on ne connaîtra jamais) (Sagan (sem við munum aldrei þekkja)) sem byggir á sérstæðan hátt á bókmenntaarfi Íslendinga, en þar eru Snorri Sturluson og Edda í aðalhlutverkum: skáldið og verkið. Irma vinnur nú að bók þar sem þetta leikrit er í forgrunni.

Rannsóknasvið Irmu eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga.

Irma er dósent í frönskum samtímabókmenntum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hún er jafnframt forstöðumaður RIKK, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og Alþjóðlegs jafnréttisskóla við Háskóla Íslands. RIKK er leiðandi stofnun á sviði kynja- og jafnréttisfræða á Íslandi og Jafnréttisskólinn er alþjóðlegt verkefni sem rekið sem námsbraut við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er hluti af þróunarsamvinnu Íslands og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og/eða fyrrum átakasvæðum sem starfa að jafnréttismálum, menntun og þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Jafnréttisskólinn hefur útskrifað rúmlega hundrað nemendur frá tuttugu löndum frá því að hann var settur á fót árið 2009.

Irma er einnig verkefnisstjóri EDDU rannsóknarseturs sem fékk styrk til sjö ára úr markáætlun Vísinda- og tækniráðs árið 2009 en setrið sérhæfir sig í gagnrýnum samtímarannsóknum með áherslu á jafnrétti. Auk kennslu og rannsókna hefur Irma gengt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Hún situr meðal annars í útgáfustjórn norræna femíníska tímaritsins NORU og framkvæmdastjórn RINGS, alþjóðlegra samtaka rannsóknsóknastofnana á sviði kynja- og jafnréttisfræða. Hún var sendikennari við Sorbonneháskóla árið 2015 í París og verður sendikennari við École des Hautes Etudes haustið 2018 og við Oslóarháskóla árið 2019. Árið 2017 hlaut Irma ásamt norrænum samstarfssystkinum sínum veglegan styrk úr nýrri rannsóknahópaáætlun NORDFORSK fyrir rannsóknasetrið ReNEW. Þar eru norrænu ríkin og velgengni þeirra skoðuð með gagnrýnum augum, en margar þjóðir horfa til ríkjanna vegna árangurs þeirra á sviði jafnréttismála, nýsköpunar, samkeppnishæfni og almennrar velsældar.

Irma er fædd í Reykjavík, 14. febúar 1968. Hún lauk doktorsprófi í frönskum samtímabókmenntum frá Sorbonneháskóla í París, D.E.A. prófi í samtímabókmenntum frá Université Paris VIII Vincennes, meistara- (maîtrise) og licence-gráðu í samtímabókmenntum frá háskólanum Paul Valéry í Montpellier og BA-prófi í frönsku frá Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni IE.

...