Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Guðný Gústafsdóttir

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar voru undanskilin þegnrétti og jöfnunarhugmyndin náði ekki til þeirra.

Hugtakið kvenréttindi er gjarnan rakið til fyrstu bylgju femínismans á miðri 19. öld þegar konur kröfðust sömu borgaralegu réttinda og sama frelsis til athafna á opinbera sviðinu og karlar. Í annarri bylgjunni á sjöunda áratugi 20. aldar var áherslan lögð á jafnrétti kynjanna á báðum sviðum samfélagsins, því opinbera og einkasviðinu. Baráttan fyrir kvenfrelsi á einkasviðinu kristallaðist meðal annars í kröfu kvenna um yfirráð yfir eigin líkama. Kenningar og krafan um jafna stöðu kvenna á við karla á síðustu áratugum hefur jafnan verið kölluð femínismi.

Mynd frá mótmælum kvennahreyfingarinnar RAWA í Peshawar í Pakistan 28. apríl 1998.

Allt fram til síðustu ára hefur jafnréttishugtakið verið samtvinnað kynjajafnrétti í íslensku samhengi. Þannig hefur fræðafólk lagt jafnrétti, kynjajafnrétti og femínisma að jöfnu í skrifum sínum (sjá til dæmis Þorgerði Einarsdóttur, 2002 og Þorgerði Þorvaldsdóttur, 2005). Jafnan hefur verið talað um jafnréttislög þegar vísað hefur verið í Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (sjá til dæmis Jafnréttisstofu) og opinberar stofnanir og sjóðir sem vinna að kynjajafnrétti bera nafn jafnréttishugtaksins samanber Jafnréttisstofa og Jafnréttissjóður.

Kvenréttindahugtakið eða femínismi byggir á þeirri grundvallarsýn að kynin búi við misjafna stöðu í samfélaginu og hana beri að leiðrétta. Síðustu ár hefur jafnréttishugtakið verið í þróun sem kölluð hefur verið útvíkkun jafnréttishugtaksins. Evrópusambandið hefur verið í fararbroddi þegar kemur að stefnumótun í jafnréttismálum sem felur í sér útvíkkun jafnréttishugtaksins. Þar hefur Amsterdamsáttmálinn frá árinu 1999 verið lagður til grundvallar en skv. 13. grein hans eru tilteknar meginforsendur sem ekki megi vera forsendur mismununar en þær eru kyn, kynhneigð, kynþáttur, trúarbrögð eða trúleysi, fötlun og aldur.

Nokkur sveitarfélög og stofnanir á Íslandi hafa unnið að útvíkkun jafnréttishugtaksins í samræmi við áherslur sáttmálans. Hafnarfjarðarbær reið á vaðið árið 2003 með skipan lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa, Háskóli Íslands setti fram nýja stefnu í jafnréttismálum árið 2005 sem bar nafnið „Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun“ og síðast en ekki síst má nefna Mannréttindastofu Reykjavíkurborgar sem leysti af hólmi fyrri jafnréttisstefnu árið 2006. Í mótun á útvíkkun jafnréttishugtaksins felst að kvenréttindi eða femínismi er einn undirstöðuþáttur jafnréttishugtaksins og líkt og hinar forsendurnar sem taldar voru upp að ofan, er kynjajafnrétti ein meginforsenda mannréttinda.

Heimildir og mynd:

  • The Treaty of Amsterdam nr. 13/1999.
  • Þorgerður Einarsdóttir (2002). „Jafnrétti án femínisma, pólitík án fræða?“ Í Guðni Elísson og Jón Ólafsson (ritstj.) Ritið 2/2002, Tímarit Hugvísindastofnunar. (bls. 9-36) Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Þorgerðu Þorvaldsdóttir (2005). „Jafnréttishugtakið of vítt eða of þröngt?“ Í: Úlfar Hauksson (ritstj.) Rannsóknir í Félagsvísindum VI. (bls. 323-331) Reykjavík: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Þorgerður Þorvaldsdóttir (2007). „Jafnrétti fyrir alla“ Í Gunnar Þór Jóhannsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum VIII. (bls 403-414) Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Mynd: Revolutionary Association of the Women of Afghanistan - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12.02.2016).

Höfundur

Guðný Gústafsdóttir

doktorsnemi í kynjafræði

Útgáfudagur

12.2.2016

Spyrjandi

Þórdís Zoëga

Tilvísun

Guðný Gústafsdóttir. „Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71053.

Guðný Gústafsdóttir. (2016, 12. febrúar). Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71053

Guðný Gústafsdóttir. „Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?
Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar voru undanskilin þegnrétti og jöfnunarhugmyndin náði ekki til þeirra.

Hugtakið kvenréttindi er gjarnan rakið til fyrstu bylgju femínismans á miðri 19. öld þegar konur kröfðust sömu borgaralegu réttinda og sama frelsis til athafna á opinbera sviðinu og karlar. Í annarri bylgjunni á sjöunda áratugi 20. aldar var áherslan lögð á jafnrétti kynjanna á báðum sviðum samfélagsins, því opinbera og einkasviðinu. Baráttan fyrir kvenfrelsi á einkasviðinu kristallaðist meðal annars í kröfu kvenna um yfirráð yfir eigin líkama. Kenningar og krafan um jafna stöðu kvenna á við karla á síðustu áratugum hefur jafnan verið kölluð femínismi.

Mynd frá mótmælum kvennahreyfingarinnar RAWA í Peshawar í Pakistan 28. apríl 1998.

Allt fram til síðustu ára hefur jafnréttishugtakið verið samtvinnað kynjajafnrétti í íslensku samhengi. Þannig hefur fræðafólk lagt jafnrétti, kynjajafnrétti og femínisma að jöfnu í skrifum sínum (sjá til dæmis Þorgerði Einarsdóttur, 2002 og Þorgerði Þorvaldsdóttur, 2005). Jafnan hefur verið talað um jafnréttislög þegar vísað hefur verið í Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (sjá til dæmis Jafnréttisstofu) og opinberar stofnanir og sjóðir sem vinna að kynjajafnrétti bera nafn jafnréttishugtaksins samanber Jafnréttisstofa og Jafnréttissjóður.

Kvenréttindahugtakið eða femínismi byggir á þeirri grundvallarsýn að kynin búi við misjafna stöðu í samfélaginu og hana beri að leiðrétta. Síðustu ár hefur jafnréttishugtakið verið í þróun sem kölluð hefur verið útvíkkun jafnréttishugtaksins. Evrópusambandið hefur verið í fararbroddi þegar kemur að stefnumótun í jafnréttismálum sem felur í sér útvíkkun jafnréttishugtaksins. Þar hefur Amsterdamsáttmálinn frá árinu 1999 verið lagður til grundvallar en skv. 13. grein hans eru tilteknar meginforsendur sem ekki megi vera forsendur mismununar en þær eru kyn, kynhneigð, kynþáttur, trúarbrögð eða trúleysi, fötlun og aldur.

Nokkur sveitarfélög og stofnanir á Íslandi hafa unnið að útvíkkun jafnréttishugtaksins í samræmi við áherslur sáttmálans. Hafnarfjarðarbær reið á vaðið árið 2003 með skipan lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa, Háskóli Íslands setti fram nýja stefnu í jafnréttismálum árið 2005 sem bar nafnið „Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun“ og síðast en ekki síst má nefna Mannréttindastofu Reykjavíkurborgar sem leysti af hólmi fyrri jafnréttisstefnu árið 2006. Í mótun á útvíkkun jafnréttishugtaksins felst að kvenréttindi eða femínismi er einn undirstöðuþáttur jafnréttishugtaksins og líkt og hinar forsendurnar sem taldar voru upp að ofan, er kynjajafnrétti ein meginforsenda mannréttinda.

Heimildir og mynd:

  • The Treaty of Amsterdam nr. 13/1999.
  • Þorgerður Einarsdóttir (2002). „Jafnrétti án femínisma, pólitík án fræða?“ Í Guðni Elísson og Jón Ólafsson (ritstj.) Ritið 2/2002, Tímarit Hugvísindastofnunar. (bls. 9-36) Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Þorgerðu Þorvaldsdóttir (2005). „Jafnréttishugtakið of vítt eða of þröngt?“ Í: Úlfar Hauksson (ritstj.) Rannsóknir í Félagsvísindum VI. (bls. 323-331) Reykjavík: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
  • Þorgerður Þorvaldsdóttir (2007). „Jafnrétti fyrir alla“ Í Gunnar Þór Jóhannsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum VIII. (bls 403-414) Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
  • Mynd: Revolutionary Association of the Women of Afghanistan - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12.02.2016).

...