Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Nanna Hlín Halldórsdóttir

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnréttisorðræðu í ensku. Önnur orð sem notuð eru á íslensku eru til dæmis jöfnuður, jafnræði eða orðið jafnstaða sem notað er hér en er ekki eins algengt í jafnréttisorðræðu og hin orðin.

Til þess að öðlast jafna stöðu þarf að líta til fleiri breyta en eingöngu laga; það þarf að skoða hver séu raunveruleg tækifæri einstaklings í flestum samfélagsaðstæðum og hvernig þau eru skilyrt af kyni, litarhætti, útliti, efnahagslegri stöðu og ótal síbreytilegum þáttum. Að hafa jafna stöðu gæti verið útlagt sem svo að fólk hafi sömu eða svipaðan mátt til áhrifa í margvíslegum félagslegum tengslum.

Nútíma-súffragettur.

Kynjajafnrétti er sú barátta sem helst er litið til þegar hugað er að jafnrétti. Þegar þetta svar er skrifað er staðan sú hér á landi að formlegu jafnrétti hefur verið komið á á flestum þeim sviðum sem fjallað er um í lögum sem varða jafnan rétt eftir kyni.[1] Víða á jörðinni er slík barátta þó enn í gangi; það er lagalegt jafnrétti og jöfn meðferð stofnana tiltekins ríkis hefur ekki verið tryggt.

Sé litið til Íslands og flestra vestrænna ríkja var mjög mikilvægt að tryggja grunnjafnrétti á borð við kosningarétt og kjörgengi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar. Núna rúmum hundrað árum síðar eru mörg spurningamerki á lofti varðandi hvað slíkt formlegt jafnrétti hafi í raun áorkað; sé til að mynda litið til Alþingis Íslendinga hefur þar aldrei náðst jöfn staða þingmanna eftir kyni.[2]

Baráttan fyrir kynjajafnrétti gengur oftast undir nafninu femínismi og má lesa um í svari Þorgerðar E. Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? Femínismi spratt upp úr hugmyndum frjálslyndisstefnunar um jafnan rétt allra einstaklinga til frelsis.[3] Stefnan varð til þegar ljóst var að þessi jafni réttur náði ekki til allra einstaklinga, jafnvel þótt það væri einmitt megintilgangur hugmyndarinnar um jafnan rétt. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, voru einkunnarorð frönsku byltingarinnar, byltingar borgarastéttarinnar gegn aðlinum eða aristókrötunum. Guðlegt vald konungsins hélt ekki lengur vatni, ekki var hægt að nota Guð til þess að réttlæta að einn maður hefði meiri rétt en aðrir, jafn átti réttur allra að vera.

Femínisminn á 19. öld hófst aðallega sem borgaraleg stefna; það voru hvítar millistéttarkonur, sem oftar en ekki þurftu ekki að vinna sjálfar fyrir sér, sem kröfðust jafns réttar á við karla. Þær kröfðust þess að konur hefðu sama atvinnufrelsi og karlmenn, þó svo að á sama tíma hafi margar fátækari konur neyðst til þess að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.[4]

Þannig mætti segja að femínismi eða barátta um kynjajafnrétti hafi orðið til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið þó svo að hugtakið sjálft hafi almennt verið samþykkt. Á þessum fyrstu áratugum þessarar baráttu var þó áhersla á jafnan rétt í lögum ráðandi. Í hugmyndasögu femínisma eru þessi upphafsár kölluð fyrsta bylgja femínisma þar sem áhersla á að öðlast jafnan rétt var aðalatriði. Konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi í flestum vestrænum ríkjum í byrjun 20. aldar og var það stórt skref í átt að formlegu jafnrétti.

Hið áhrifaríka verk Simone de Beauvoir Hitt kynið[5] sem kom út árið 1949 er oft talið hafa átt stærstan hlut í að hrinda af stað annarri bylgju femínismans. Undirokun og kúgun urðu ráðandi hugtök og gagnrýni á hvíta og efnahagslega forréttindastöðu fulltrúa fyrstu bylgjunnar varð áberandi.[6] Raunar gekk róttækur femínismi annarrar bylgjunnar, hugsuða á borð við Luce Irigaray, svo langt að afneita með öllu jafnréttishugtakinu vegna þess samanburðar við karlmenn sem var talinn felast í hugtakinu.[7] Irigaray og fleiri franskir femínistar töldu Beauvoir vera bundna frjálslyndri hugmynd um jafnrétti sem miðaði að því að konur fengju sama rétt og karlar án þess að setja spurningamerki við ráðandi karlhverfan skilning á veruleikanum. Oftast er talað um að önnur bylgja femínismans nái yfir sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Ein af aðalspurningum sem snerta jafnréttishugtakið og þar af leiðandi ein af aðalspurningum femínismans, felst í sambandi jafnréttis við margbreytileika (e. difference). Í annarri bylgju femínismans var áherslan frekar á margbreytileikann eða nánar tiltekið á kynjamismun en á jafnrétti. Jafnréttishugtakið þótti sem fyrr segir fela í sér samanburð við karlmenn; að konur ættu að reyna að vera eins og karlmenn. Þannig þótti jafnréttishugtakið gera lítið úr einkasviðinu og heimilinu sem hafði fram að því verið aðalathafnasvæði kvenna. Slagorð þessarar bylgju var „einkavettvangurinn er opinber!“( e. The private is public). Hugmyndir annarrar bylgjunnar gengu oftar en ekki út á stolt yfir hinum hefðbundnu kvenlægu, hlúandi gildum, að breyta áherslum í samfélaginu þannig að þau gildi sem hefðu kallast kvenlæg fengju sama vægi og þau sem hefðu kallast karllæg. Þess að auki var meiri áhersla á fleiri breytur þegar hugað væri að réttindum, svo sem litarafti, efnahagslegri stöðu og kynferði og bent á að hvítar konur gætu ekki gert sér grein fyrir stöðu svartrar konu sem bæði er í varnalausri stöðu vegna kyns sín og litarafts.

Því mætti segja að jafnréttisbarátta hafi siglt í átt að jafnstöðubaráttu allt frá annarri bylgju femínisma þegar að gagnrýni á jafnréttishugtakið og takmarkanir þessu urðu áberandi. Hins vegar líður oft nokkur tími frá því að fyrsta gagnrýni á hugmynd kemur fram og hún nær inn í almenna samfélagsumræðu.

Nokkuð er á reiki hvað fólk kallar þriðju bylgju femínisma en við upphaf tíunda áratugarins spruttu upp hinsegin fræði í nánum tengslum við gagnrýni á aðra bylgju femínisma og hina svokölluðu sjálfsmyndarpólitík (e. identity politics) þeirrar bylgju. Áherslan var aðallega á að hugtak á borð við „kona“ væri félagslegur flokkur fremur er náttúrulegur og að femínisminn sjálfur ætti á hættu að náttúrugera flokkinn þegar að markmið hans ætti að vera að varpa ljósi á hvers kyns kynjaða mótun.

Það mætti kannski segja að frá upphafi tíunda áratugarins hafi áhersla á jafnstöðu frekar en jafnan rétt í lögunum orðið sífellt meira áberandi í samfélagsumræðu og þá sérstaklega með tilkomu veraldarvefsins. Í kjölfar efnahagsþrenginga í lok fyrsta áratugar þessarar aldar og í byrjun hins annars hefur áhersla á mótun verið ráðandi og sérstaklega í tengslum við hvernig auglýsingaiðnaðurinn og kapítalísk efnahagstengsl sjá sér færi á að viðhalda stöðluðum kynjaímyndum. Þess að auki hefur krafa um jafnrétti í persónulegum samskiptum fólks verið mjög áberandi á nýrri öld eins og sést glögglega á baráttu gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Í jafnréttis/stöðu-baráttu dagsins í dag er gjarnan skoðað hvernig að ólík svið mannlífsins tvinnast saman þegar að staða fólks er metin. Samskipti fólks og samfélagsgerðin er síbreytileg; sérstaklega nú í hnattvæddum heimi. Því er meðvitund um að nýjar gerðir mismunar og fordóma geti alltaf sprottið upp mikilvæg þegar huga á að jafnri stöðu fólks.

Tilvísanir:
  1. ^ Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Skoðað 12.08.2013).
  2. ^ Alþingi - Konur á Alþingi. (skoðað 12.08.2013).
  3. ^ Juliet Mitchell, „Women and Equality“ í Feminism and Equality, Anne Phillips, Oxford: Basil Blackwell, 1987, 24-43, bls. 31.
  4. ^ Einnig var til staðar bæði sósíalískir og almennt róttækari femínistar eins og Flora Tristan og Sojourner Truth sem að bentu á bágstödd kjör, kúgun og ofbeldi fátækra kvenna.
  5. ^ Simone de Beauvoir, The Second Sex, London: Vintage Books, 2011.
  6. ^ Anne Phillips, "Introduction" í Feminism and Equality, bls 20.
  7. ^ Luce Irigaray, Je, Tu, Nous, New York and London: Routledge, 2007. bls. 4.

Mynd:


Þetta svar er unnið upp úr greininni „Getur leikurinn verið jafn? Um jafnrétti út frá valdagreiningu Foucault“ sem birtist í Ritinu 3/2013 eftir sama höfund.

Höfundur

Nanna Hlín Halldórsdóttir

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

22.7.2014

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Tilvísun

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2014, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59125.

Nanna Hlín Halldórsdóttir. (2014, 22. júlí). Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59125

Nanna Hlín Halldórsdóttir. „Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2014. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59125>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?
Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnréttisorðræðu í ensku. Önnur orð sem notuð eru á íslensku eru til dæmis jöfnuður, jafnræði eða orðið jafnstaða sem notað er hér en er ekki eins algengt í jafnréttisorðræðu og hin orðin.

Til þess að öðlast jafna stöðu þarf að líta til fleiri breyta en eingöngu laga; það þarf að skoða hver séu raunveruleg tækifæri einstaklings í flestum samfélagsaðstæðum og hvernig þau eru skilyrt af kyni, litarhætti, útliti, efnahagslegri stöðu og ótal síbreytilegum þáttum. Að hafa jafna stöðu gæti verið útlagt sem svo að fólk hafi sömu eða svipaðan mátt til áhrifa í margvíslegum félagslegum tengslum.

Nútíma-súffragettur.

Kynjajafnrétti er sú barátta sem helst er litið til þegar hugað er að jafnrétti. Þegar þetta svar er skrifað er staðan sú hér á landi að formlegu jafnrétti hefur verið komið á á flestum þeim sviðum sem fjallað er um í lögum sem varða jafnan rétt eftir kyni.[1] Víða á jörðinni er slík barátta þó enn í gangi; það er lagalegt jafnrétti og jöfn meðferð stofnana tiltekins ríkis hefur ekki verið tryggt.

Sé litið til Íslands og flestra vestrænna ríkja var mjög mikilvægt að tryggja grunnjafnrétti á borð við kosningarétt og kjörgengi í lok 19. aldar og byrjun 20. aldar. Núna rúmum hundrað árum síðar eru mörg spurningamerki á lofti varðandi hvað slíkt formlegt jafnrétti hafi í raun áorkað; sé til að mynda litið til Alþingis Íslendinga hefur þar aldrei náðst jöfn staða þingmanna eftir kyni.[2]

Baráttan fyrir kynjajafnrétti gengur oftast undir nafninu femínismi og má lesa um í svari Þorgerðar E. Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? Femínismi spratt upp úr hugmyndum frjálslyndisstefnunar um jafnan rétt allra einstaklinga til frelsis.[3] Stefnan varð til þegar ljóst var að þessi jafni réttur náði ekki til allra einstaklinga, jafnvel þótt það væri einmitt megintilgangur hugmyndarinnar um jafnan rétt. Frelsi, jafnrétti og bræðralag, voru einkunnarorð frönsku byltingarinnar, byltingar borgarastéttarinnar gegn aðlinum eða aristókrötunum. Guðlegt vald konungsins hélt ekki lengur vatni, ekki var hægt að nota Guð til þess að réttlæta að einn maður hefði meiri rétt en aðrir, jafn átti réttur allra að vera.

Femínisminn á 19. öld hófst aðallega sem borgaraleg stefna; það voru hvítar millistéttarkonur, sem oftar en ekki þurftu ekki að vinna sjálfar fyrir sér, sem kröfðust jafns réttar á við karla. Þær kröfðust þess að konur hefðu sama atvinnufrelsi og karlmenn, þó svo að á sama tíma hafi margar fátækari konur neyðst til þess að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.[4]

Þannig mætti segja að femínismi eða barátta um kynjajafnrétti hafi orðið til sem ákveðin gagnrýni á jafnréttishugtakið þó svo að hugtakið sjálft hafi almennt verið samþykkt. Á þessum fyrstu áratugum þessarar baráttu var þó áhersla á jafnan rétt í lögum ráðandi. Í hugmyndasögu femínisma eru þessi upphafsár kölluð fyrsta bylgja femínisma þar sem áhersla á að öðlast jafnan rétt var aðalatriði. Konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi í flestum vestrænum ríkjum í byrjun 20. aldar og var það stórt skref í átt að formlegu jafnrétti.

Hið áhrifaríka verk Simone de Beauvoir Hitt kynið[5] sem kom út árið 1949 er oft talið hafa átt stærstan hlut í að hrinda af stað annarri bylgju femínismans. Undirokun og kúgun urðu ráðandi hugtök og gagnrýni á hvíta og efnahagslega forréttindastöðu fulltrúa fyrstu bylgjunnar varð áberandi.[6] Raunar gekk róttækur femínismi annarrar bylgjunnar, hugsuða á borð við Luce Irigaray, svo langt að afneita með öllu jafnréttishugtakinu vegna þess samanburðar við karlmenn sem var talinn felast í hugtakinu.[7] Irigaray og fleiri franskir femínistar töldu Beauvoir vera bundna frjálslyndri hugmynd um jafnrétti sem miðaði að því að konur fengju sama rétt og karlar án þess að setja spurningamerki við ráðandi karlhverfan skilning á veruleikanum. Oftast er talað um að önnur bylgja femínismans nái yfir sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Ein af aðalspurningum sem snerta jafnréttishugtakið og þar af leiðandi ein af aðalspurningum femínismans, felst í sambandi jafnréttis við margbreytileika (e. difference). Í annarri bylgju femínismans var áherslan frekar á margbreytileikann eða nánar tiltekið á kynjamismun en á jafnrétti. Jafnréttishugtakið þótti sem fyrr segir fela í sér samanburð við karlmenn; að konur ættu að reyna að vera eins og karlmenn. Þannig þótti jafnréttishugtakið gera lítið úr einkasviðinu og heimilinu sem hafði fram að því verið aðalathafnasvæði kvenna. Slagorð þessarar bylgju var „einkavettvangurinn er opinber!“( e. The private is public). Hugmyndir annarrar bylgjunnar gengu oftar en ekki út á stolt yfir hinum hefðbundnu kvenlægu, hlúandi gildum, að breyta áherslum í samfélaginu þannig að þau gildi sem hefðu kallast kvenlæg fengju sama vægi og þau sem hefðu kallast karllæg. Þess að auki var meiri áhersla á fleiri breytur þegar hugað væri að réttindum, svo sem litarafti, efnahagslegri stöðu og kynferði og bent á að hvítar konur gætu ekki gert sér grein fyrir stöðu svartrar konu sem bæði er í varnalausri stöðu vegna kyns sín og litarafts.

Því mætti segja að jafnréttisbarátta hafi siglt í átt að jafnstöðubaráttu allt frá annarri bylgju femínisma þegar að gagnrýni á jafnréttishugtakið og takmarkanir þessu urðu áberandi. Hins vegar líður oft nokkur tími frá því að fyrsta gagnrýni á hugmynd kemur fram og hún nær inn í almenna samfélagsumræðu.

Nokkuð er á reiki hvað fólk kallar þriðju bylgju femínisma en við upphaf tíunda áratugarins spruttu upp hinsegin fræði í nánum tengslum við gagnrýni á aðra bylgju femínisma og hina svokölluðu sjálfsmyndarpólitík (e. identity politics) þeirrar bylgju. Áherslan var aðallega á að hugtak á borð við „kona“ væri félagslegur flokkur fremur er náttúrulegur og að femínisminn sjálfur ætti á hættu að náttúrugera flokkinn þegar að markmið hans ætti að vera að varpa ljósi á hvers kyns kynjaða mótun.

Það mætti kannski segja að frá upphafi tíunda áratugarins hafi áhersla á jafnstöðu frekar en jafnan rétt í lögunum orðið sífellt meira áberandi í samfélagsumræðu og þá sérstaklega með tilkomu veraldarvefsins. Í kjölfar efnahagsþrenginga í lok fyrsta áratugar þessarar aldar og í byrjun hins annars hefur áhersla á mótun verið ráðandi og sérstaklega í tengslum við hvernig auglýsingaiðnaðurinn og kapítalísk efnahagstengsl sjá sér færi á að viðhalda stöðluðum kynjaímyndum. Þess að auki hefur krafa um jafnrétti í persónulegum samskiptum fólks verið mjög áberandi á nýrri öld eins og sést glögglega á baráttu gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Í jafnréttis/stöðu-baráttu dagsins í dag er gjarnan skoðað hvernig að ólík svið mannlífsins tvinnast saman þegar að staða fólks er metin. Samskipti fólks og samfélagsgerðin er síbreytileg; sérstaklega nú í hnattvæddum heimi. Því er meðvitund um að nýjar gerðir mismunar og fordóma geti alltaf sprottið upp mikilvæg þegar huga á að jafnri stöðu fólks.

Tilvísanir:
  1. ^ Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. (Skoðað 12.08.2013).
  2. ^ Alþingi - Konur á Alþingi. (skoðað 12.08.2013).
  3. ^ Juliet Mitchell, „Women and Equality“ í Feminism and Equality, Anne Phillips, Oxford: Basil Blackwell, 1987, 24-43, bls. 31.
  4. ^ Einnig var til staðar bæði sósíalískir og almennt róttækari femínistar eins og Flora Tristan og Sojourner Truth sem að bentu á bágstödd kjör, kúgun og ofbeldi fátækra kvenna.
  5. ^ Simone de Beauvoir, The Second Sex, London: Vintage Books, 2011.
  6. ^ Anne Phillips, "Introduction" í Feminism and Equality, bls 20.
  7. ^ Luce Irigaray, Je, Tu, Nous, New York and London: Routledge, 2007. bls. 4.

Mynd:


Þetta svar er unnið upp úr greininni „Getur leikurinn verið jafn? Um jafnrétti út frá valdagreiningu Foucault“ sem birtist í Ritinu 3/2013 eftir sama höfund.

...