Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvert er lengsta leikrit í heimi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?
Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi.

Frumuppfærsla breska leikstjórans Kens Campbell á verki Orams var í fyrstu leikin á 10 kvöldum árið 1979, en síðar sama ár var ákveðið að sýna leikritið á einni langri sýningu. Hún tók um 18 klukkustundir og þeir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna geta haft samband við höfundinn og keypt hjá honum myndbandsupptöku fyrir 105 pund, að viðbættum sendingarkostnaði fyrir sex þriggja tímar spólur:
Neil Oram, Goshem, Drumnadrochit, Inverness-shire, IV3 6XH, Skotland.
Leikritið var aftur sett upp árið 1997 og þá hafði eitthvað tognað úr sýningunni sem var auglýst sem 22 stunda verk. Leikarinn Ian Shuttleworth var sá eini sem sá alla sýninguna, enda reyndist hún vera 29 klukkustundir að lengd. Þegar 2/3 hlutar sýningarinnar voru liðnir örmagnaðist aðalleikarinn og gat ekki haldið áfram fyrr en eftir nokkurt hlé. Tveir gagnrýnendurnur sem voru í salnum þraukuðu ekki nema rétt hálfa sýninguna og annar þeirra fékk að hringja í Shuttleworth til að athuga hvað hefði í raun gerst eftir að hann fór. Leikarinn var stórhrifinn af sýningunni en viðurkenndi að honum hefði leiðst í nokkrar klukkustundir.

Aðalleikarinn er á sviðinu í öllum atriðum verksins nema fjórum örstuttum. Helstu atriði eða meginræður verksins eru 75. Leikritið hefst árið 1457 í Bavaríu þar sem aðalpersónan Phil upplifir eitt af sínum fyrri lífum. Í lokaatriðunum heldur Phil að hann sé orðinn geðveikur og þau síðustu gerast meðal annars á geðsjúkrahúsi og í tíma hjá sálfræðingi árið 1977. Hér er hægt er að fá yfirlit yfir efni leiksins.

Leikstjórinn Ken Campbell virðist vera hrifinn af löngum sýningum og hann hafði á prjónunum að setja upp leikrit sem átti að taka sjö daga í flutningi. Hann gerði ekki ráð fyrir mörgum áhorfendum og áætlaði að sennilega mundu tveir eða þrír sjá allt verkið. Í sýningunni áttu hins vegar að vera 999 leikarar.

Hinir svonefndu ítölsku fútúristar, sem voru áhrifamiklir í menningarlífi Evrópu snemma á 20. öld, voru hrifnir af stuttum leiksýningum. Þeir fóru í leikferð á Ítalíu á árunum 1915-16 og settu þá meðal annars upp leikritið Ljós!, sem lýkur eiginlega áður en það byrjar. Sýningin hófst með því að leikararnir komu sér fyrir meðal áhorfenda í myrkvuðum sal og hrópuðu og kölluðu á ljós í salnum og reyndu að koma af stað almennum mótmælum. Þegar læti áhorfenda og leikara náðu hámarki var sett flennilýsing á sviðið og í salinn og tjaldið síðan samstundis látið falla.

Hægt er að lesa um langt tónverk í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt?

Heimildir

Mynd: The New Human Be-In 2002

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.4.2003

Spyrjandi

Gunnhildur Ægisdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert er lengsta leikrit í heimi?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2003. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3350.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 22. apríl). Hvert er lengsta leikrit í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3350

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert er lengsta leikrit í heimi?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2003. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3350>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?
Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi.

Frumuppfærsla breska leikstjórans Kens Campbell á verki Orams var í fyrstu leikin á 10 kvöldum árið 1979, en síðar sama ár var ákveðið að sýna leikritið á einni langri sýningu. Hún tók um 18 klukkustundir og þeir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna geta haft samband við höfundinn og keypt hjá honum myndbandsupptöku fyrir 105 pund, að viðbættum sendingarkostnaði fyrir sex þriggja tímar spólur:
Neil Oram, Goshem, Drumnadrochit, Inverness-shire, IV3 6XH, Skotland.
Leikritið var aftur sett upp árið 1997 og þá hafði eitthvað tognað úr sýningunni sem var auglýst sem 22 stunda verk. Leikarinn Ian Shuttleworth var sá eini sem sá alla sýninguna, enda reyndist hún vera 29 klukkustundir að lengd. Þegar 2/3 hlutar sýningarinnar voru liðnir örmagnaðist aðalleikarinn og gat ekki haldið áfram fyrr en eftir nokkurt hlé. Tveir gagnrýnendurnur sem voru í salnum þraukuðu ekki nema rétt hálfa sýninguna og annar þeirra fékk að hringja í Shuttleworth til að athuga hvað hefði í raun gerst eftir að hann fór. Leikarinn var stórhrifinn af sýningunni en viðurkenndi að honum hefði leiðst í nokkrar klukkustundir.

Aðalleikarinn er á sviðinu í öllum atriðum verksins nema fjórum örstuttum. Helstu atriði eða meginræður verksins eru 75. Leikritið hefst árið 1457 í Bavaríu þar sem aðalpersónan Phil upplifir eitt af sínum fyrri lífum. Í lokaatriðunum heldur Phil að hann sé orðinn geðveikur og þau síðustu gerast meðal annars á geðsjúkrahúsi og í tíma hjá sálfræðingi árið 1977. Hér er hægt er að fá yfirlit yfir efni leiksins.

Leikstjórinn Ken Campbell virðist vera hrifinn af löngum sýningum og hann hafði á prjónunum að setja upp leikrit sem átti að taka sjö daga í flutningi. Hann gerði ekki ráð fyrir mörgum áhorfendum og áætlaði að sennilega mundu tveir eða þrír sjá allt verkið. Í sýningunni áttu hins vegar að vera 999 leikarar.

Hinir svonefndu ítölsku fútúristar, sem voru áhrifamiklir í menningarlífi Evrópu snemma á 20. öld, voru hrifnir af stuttum leiksýningum. Þeir fóru í leikferð á Ítalíu á árunum 1915-16 og settu þá meðal annars upp leikritið Ljós!, sem lýkur eiginlega áður en það byrjar. Sýningin hófst með því að leikararnir komu sér fyrir meðal áhorfenda í myrkvuðum sal og hrópuðu og kölluðu á ljós í salnum og reyndu að koma af stað almennum mótmælum. Þegar læti áhorfenda og leikara náðu hámarki var sett flennilýsing á sviðið og í salinn og tjaldið síðan samstundis látið falla.

Hægt er að lesa um langt tónverk í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt?

Heimildir

Mynd: The New Human Be-In 2002...