Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leikstjórans Kens Campbell á verki Orams var í fyrstu leikin á 10 kvöldum árið 1979, en síðar sama ár var ákveðið að sýna leikritið á einni langri sýningu. Hún tók um 18 klukkustundir og þeir sem hafa áhuga á að sjá sýninguna geta haft samband við höfundinn og keypt hjá honum myndbandsupptöku fyrir 105 pund, að viðbættum sendingarkostnaði fyrir sex þriggja tímar spólur:
Neil Oram, Goshem, Drumnadrochit, Inverness-shire, IV3 6XH, Skotland.Leikritið var aftur sett upp árið 1997 og þá hafði eitthvað tognað úr sýningunni sem var auglýst sem 22 stunda verk. Leikarinn Ian Shuttleworth var sá eini sem sá alla sýninguna, enda reyndist hún vera 29 klukkustundir að lengd. Þegar 2/3 hlutar sýningarinnar voru liðnir örmagnaðist aðalleikarinn og gat ekki haldið áfram fyrr en eftir nokkurt hlé. Tveir gagnrýnendurnur sem voru í salnum þraukuðu ekki nema rétt hálfa sýninguna og annar þeirra fékk að hringja í Shuttleworth til að athuga hvað hefði í raun gerst eftir að hann fór. Leikarinn var stórhrifinn af sýningunni en viðurkenndi að honum hefði leiðst í nokkrar klukkustundir.

Heimildir