Ef eitthvað er leiðinlegt eftir tvær mínútur, reynið það þá í fjórar. Ef það er enn til ama, reynið þá í átta. Svo sextán og síðan þrjátíu og tvær. Að lokum verða leiðindin að hinni mestu skemmtun.John Cage er einnig þekktur fyrir annað verk sem hann samdi árið 1952. Það nefnist 4'33'' og er einfaldlega þögn í fjórar mínútur og 33 sekúndur. Það var frumflutt í Woodstock í New York 29. ágúst 1952 af píanistanum David Tudor. Cage taldi 4'33'' vera sitt merkasta verk og hann sagðist hlusta á það á hverjum degi. John Cage fæddist árið 1912 og lést 1992. Fyrir utan að vera eitt af kunnustu framúrstefnutónskáldum 20. aldarinnar var hann einnig ástríðufullur sveppasafnari. Á síðunni John Cage í Halberstadt er hægt að fylgjast nákvæmlega með hvenær flutningi Organ2/ASLSP mun ljúka. Heimildir Myndin af John Cage er fengin af vefsetri ljósmyndarans Marcello Mencarini Á Vísindavefnum er hægt að lesa um langar kvikmyndir í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?
Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.)
Útgáfudagur
25.3.2002
Spyrjandi
Guðmundur Árnason, f. 1984
Tilvísun
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.).“ Vísindavefurinn, 25. mars 2002, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2234.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 25. mars). Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.). Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2234
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lengsta lag í heimi langt? (Þá meina ég í nútímatónlist, ekki sinfóníur.).“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2002. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2234>.