Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum."

Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar myndanna eru svokallaðar prufutökur, eða örstuttar kvikmyndir af andlitum fólks. Árið 1970 stöðvaði Warhol dreifingu á myndum sínum og þær fengust ekki sýndar fyrr en um 20 árum síðar. Á níunda áratug 20. aldar var komið af stað samstarfsverkefni Whitney Museum og The Museum of Modern Art. Þar er unnið að skráningu á öllum kvikmyndum Warhol og endurútgáfu þeirra. Frá árinu 1989 hafa verið endurútgefnar tæplega 200 prufutökur og rúmlega 40 myndir í fullri lengd.

Sem kvikmyndagerðarmaður braut Warhol flest hefðbundin lögmál kvikmyndalistarinnar. Flétta og persónusköpun finnast varla í mörgum mynda hans og iðulega er snúið út úr grunnþáttum hefðbundinna kvikmynda. Hreyfingar tökuvélar eru handahófskenndar og leikarar sjást lesa upp úr handritum og skipta sér af tökuliðinu. Andóf Warhols gegn hefðbundinni kvikmyndagerð gekk jafnvel svo langt að hann átti það til að taka upp heilu senurnar þrátt fyrir að engin filma væri í vélinni. Eitt helsta einkenni á myndum Warhol eru löng myndskeið.

Andy Warhol eða Andrew Warhola eins og hann var skírður, fæddist árið 1928 í Pittsburgh. Frá árinu 1949 vann hann að myndskreytingum við tímarit og blöð í New York, þar á meðal Vogue og The New Yorker. Fyrsta raðverk (e. serial work) Warhols er af Campbells súpudósum, frá árinu 1962. Það ár hóf hann einnig að gera myndaseríu af slysum, svo sem Bílslys, Flugslys, Rafmagnsstóll, og Túnfisksslys. Á vinnustofu hans, sem nefndist Verksmiðjan, starfaði fjöldi vina Warhols og á árunum 1962-64 voru framleidd þar rúmlega 2000 verk.

Árið 1967 gaf hann út plötu með hljómsveitinni Velvet Underground og hann vann einnig myndbönd með sömu sveit. Warhol kom einnig að skáldsagnagerð, að vísu ekki með hefðbundnum hætti. Árið 1968 gaf hann út sögu sem samanstóð af upptökum á símtölum af vinnustofu hans. Sem listamaður var Andy Warhol umdeildur og sumir telja að frá og með miðjum sjöunda áratug hafi hann lítið lagt af mörkum til nútímamyndlistar. Warhol dó árið 1987, í kjölfar aðgerðar á gallblöðru.

Heimildir og frekara lesefni:

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um lengsta tónverkið í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2002

Spyrjandi

Axel Aage Schiöth, fæddur 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2002, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2174.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 11. mars). Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2174

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2002. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2174>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?

Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum."

Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar myndanna eru svokallaðar prufutökur, eða örstuttar kvikmyndir af andlitum fólks. Árið 1970 stöðvaði Warhol dreifingu á myndum sínum og þær fengust ekki sýndar fyrr en um 20 árum síðar. Á níunda áratug 20. aldar var komið af stað samstarfsverkefni Whitney Museum og The Museum of Modern Art. Þar er unnið að skráningu á öllum kvikmyndum Warhol og endurútgáfu þeirra. Frá árinu 1989 hafa verið endurútgefnar tæplega 200 prufutökur og rúmlega 40 myndir í fullri lengd.

Sem kvikmyndagerðarmaður braut Warhol flest hefðbundin lögmál kvikmyndalistarinnar. Flétta og persónusköpun finnast varla í mörgum mynda hans og iðulega er snúið út úr grunnþáttum hefðbundinna kvikmynda. Hreyfingar tökuvélar eru handahófskenndar og leikarar sjást lesa upp úr handritum og skipta sér af tökuliðinu. Andóf Warhols gegn hefðbundinni kvikmyndagerð gekk jafnvel svo langt að hann átti það til að taka upp heilu senurnar þrátt fyrir að engin filma væri í vélinni. Eitt helsta einkenni á myndum Warhol eru löng myndskeið.

Andy Warhol eða Andrew Warhola eins og hann var skírður, fæddist árið 1928 í Pittsburgh. Frá árinu 1949 vann hann að myndskreytingum við tímarit og blöð í New York, þar á meðal Vogue og The New Yorker. Fyrsta raðverk (e. serial work) Warhols er af Campbells súpudósum, frá árinu 1962. Það ár hóf hann einnig að gera myndaseríu af slysum, svo sem Bílslys, Flugslys, Rafmagnsstóll, og Túnfisksslys. Á vinnustofu hans, sem nefndist Verksmiðjan, starfaði fjöldi vina Warhols og á árunum 1962-64 voru framleidd þar rúmlega 2000 verk.

Árið 1967 gaf hann út plötu með hljómsveitinni Velvet Underground og hann vann einnig myndbönd með sömu sveit. Warhol kom einnig að skáldsagnagerð, að vísu ekki með hefðbundnum hætti. Árið 1968 gaf hann út sögu sem samanstóð af upptökum á símtölum af vinnustofu hans. Sem listamaður var Andy Warhol umdeildur og sumir telja að frá og með miðjum sjöunda áratug hafi hann lítið lagt af mörkum til nútímamyndlistar. Warhol dó árið 1987, í kjölfar aðgerðar á gallblöðru.

Heimildir og frekara lesefni:

Á Vísindavefnum er hægt að lesa um lengsta tónverkið í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er lengsta lag í heimi langt?

...