Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?

Gylfi Magnússon

Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru.

Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en viðskipti þeirra við nágranna sína fyrir sunnan, Mexíkóbúa. Ástæðan er einföld, þegar búið er að leiðrétta fyrir fólksfjölda framleiða íbúar ríkra landa meira en íbúar fátækra (þess vegna eru þeir ríkir!) og hafa því meira að bjóða til útflutnings. Íbúar ríkra landa hafa einnig meiri kaupgetu en íbúar fátækra landa og rík lönd eru því vænlegri markaður en fátæk lönd.

Vladímír Pútín hefur eflaust lítið upp úr viðskiptum við Kim Jong-il í Norður-Kóreu.

Fleiri dæmi má nefna. Viðskipti Evrópubúa við íbúa Norður-Ameríku skipta Evrópubúa mun meira máli en viðskipti við fátækari heimsálfur. Það er til dæmis sáralítið upp úr viðskiptum við Afríku að hafa, lítið hægt að kaupa þaðan nema einstaka hrávörur og íbúar Afríku hafa lítil tök á að kaupa vörur frá Evrópu.

Enn má nefna dæmi. Íslendingar hafa engan hag af viðskiptum við Norður-Kóreu, eitt fátækasta land heims, en talsverðan hag af viðskiptum við Suður-Kóreu, við kaupum til dæmis af þeim alls konar iðnvarning svo sem bíla á hagstæðu verði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.5.2000

Spyrjandi

Haukur Már Helgason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=465.

Gylfi Magnússon. (2000, 26. maí). Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=465

Gylfi Magnússon. „Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=465>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa risafyrirtæki eða vestræn samfélög hag af því að önnur ríki eða fólk búi við skort og ánauð?
Almennt gildir hið þveröfuga. Rík lönd hafa mun meiri hag af viðskiptum innbyrðis en af viðskiptum við fátæk lönd. Skiptir þá engu hve stór fyrirtækin sem eiga í viðskiptunum eru.

Sem dæmi má nefna að viðskipti Bandaríkjamanna við nágranna sína fyrir norðan, Kanada, skipta Bandaríkjamenn miklu meira máli en viðskipti þeirra við nágranna sína fyrir sunnan, Mexíkóbúa. Ástæðan er einföld, þegar búið er að leiðrétta fyrir fólksfjölda framleiða íbúar ríkra landa meira en íbúar fátækra (þess vegna eru þeir ríkir!) og hafa því meira að bjóða til útflutnings. Íbúar ríkra landa hafa einnig meiri kaupgetu en íbúar fátækra landa og rík lönd eru því vænlegri markaður en fátæk lönd.

Vladímír Pútín hefur eflaust lítið upp úr viðskiptum við Kim Jong-il í Norður-Kóreu.

Fleiri dæmi má nefna. Viðskipti Evrópubúa við íbúa Norður-Ameríku skipta Evrópubúa mun meira máli en viðskipti við fátækari heimsálfur. Það er til dæmis sáralítið upp úr viðskiptum við Afríku að hafa, lítið hægt að kaupa þaðan nema einstaka hrávörur og íbúar Afríku hafa lítil tök á að kaupa vörur frá Evrópu.

Enn má nefna dæmi. Íslendingar hafa engan hag af viðskiptum við Norður-Kóreu, eitt fátækasta land heims, en talsverðan hag af viðskiptum við Suður-Kóreu, við kaupum til dæmis af þeim alls konar iðnvarning svo sem bíla á hagstæðu verði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...