Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins.

Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags daglega. Helstu rannsóknir Kristínar í dag hafa það að markmiði að auka þekkingu á þróun slitgigtar í hné og draga úr algengi hennar með því að fækka alvarlegum, íþróttatengdum hnémeiðslum. Slitgigt í hné er einn af þeim stoðkerfiskvillum sem alvarlegastar afleiðingar hefur á lífsgæði fólks og samfélagslega þátttöku. Verkir tengdir slitgigt í hné og mjöðm ýta undir kyrrsetu og þróun afleiddra, langvinnra sjúkdóma, og þannig verður slitgigtin gífurlega dýr fyrir samfélagið til lengri tíma litið.

Rannsóknasvið Kristínar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins.

Kristín starfar einnig með rannsóknarhópum frá Gautaborgarháskóla við lífaflfræðilegar rannsóknir í tengslum við hásinaslit, og með rannsakendum úr verkfræðideild Háskóla Íslands og frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri við rannsóknir í tengslum við þróun gervifóta.

Kristín er fædd 1964 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Að loknu BSc-námi í sjúkraþjálfun starfaði hún við sitt fag fyrst á Íslandi en síðan í nokkur ár í Bandaríkjunum á meðan hún stundaði MSc-nám í bæklunarsjúkraþjálfun við University of St. Augustine. Eftir heimkomu starfaði hún við sjúkraþjálfun í Reykjavík og síðan á Austfjörðum áður en hún sneri aftur til Bandaríkjanna 2004 og hóf doktorsnám í lífaflfræði og hreyfivísindum við University of Delaware. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um gagnsemi ýmissa meðferða við slitgigt í hné, þar sem lífaflfræðilegar mælingar á göngu voru í forgrunni.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

15.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75482.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75482

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75482>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?
Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins.

Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags daglega. Helstu rannsóknir Kristínar í dag hafa það að markmiði að auka þekkingu á þróun slitgigtar í hné og draga úr algengi hennar með því að fækka alvarlegum, íþróttatengdum hnémeiðslum. Slitgigt í hné er einn af þeim stoðkerfiskvillum sem alvarlegastar afleiðingar hefur á lífsgæði fólks og samfélagslega þátttöku. Verkir tengdir slitgigt í hné og mjöðm ýta undir kyrrsetu og þróun afleiddra, langvinnra sjúkdóma, og þannig verður slitgigtin gífurlega dýr fyrir samfélagið til lengri tíma litið.

Rannsóknasvið Kristínar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins.

Kristín starfar einnig með rannsóknarhópum frá Gautaborgarháskóla við lífaflfræðilegar rannsóknir í tengslum við hásinaslit, og með rannsakendum úr verkfræðideild Háskóla Íslands og frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri við rannsóknir í tengslum við þróun gervifóta.

Kristín er fædd 1964 og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Að loknu BSc-námi í sjúkraþjálfun starfaði hún við sitt fag fyrst á Íslandi en síðan í nokkur ár í Bandaríkjunum á meðan hún stundaði MSc-nám í bæklunarsjúkraþjálfun við University of St. Augustine. Eftir heimkomu starfaði hún við sjúkraþjálfun í Reykjavík og síðan á Austfjörðum áður en hún sneri aftur til Bandaríkjanna 2004 og hóf doktorsnám í lífaflfræði og hreyfivísindum við University of Delaware. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um gagnsemi ýmissa meðferða við slitgigt í hné, þar sem lífaflfræðilegar mælingar á göngu voru í forgrunni.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...