Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?

Þórdís Kristinsdóttir

Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa.

Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja. Svefn veitir líkamanum hvíld og endurnæringu auk þess sem vaxtarhormón myndast í svefni og er hann því sérstaklega nauðsynlegur börnum og unglingum. Svefnþörf barna er að jafnaði um 9 klukkustundir en getur jafnvel aukist á unglingsárunum vegna þess álags sem fylgir gelgjuskeiðinu.

Er svefngalsi í þessum tveimur stelpum?

Svefnskortur og þreyta valda ýmsum líkamlegum og andlegum einkennum. Athygli og einbeiting skerðist, líkamleg streitueinkenni, svo sem vöðvaspenna, magaverkir, hjartsláttartruflanir og hækkaður blóðþrýstingur koma í ljós, námshæfni og hæfni til að leggja hluti á minnið minnkar og hugsun brenglast. Svefn hefur einnig áhrif á líðan, samskipti við annað fólk, starfshæfni og lífsgæði almennt. Afleiðingar lítils svefns valda oft frekari svefnvandamálum og fólk lendir því gjarnan í vítahring. Við mikinn svefnskort getur fólk fundið fyrir ofskynjunum og á endanum leiðir algjör svefnskortur til dauða.

Því má segja að svefngalsi sé samsetning nokkurra einkenna sem koma fram vegna svefnskorts. Einbeitingar- og athyglisleysi og jafnvel örlítið brengluð hugsun veldur því að fólk hættir að geta sinnt almennum verkefnum en fer í stað þess að fíflast og láta kjánalega. Félagslegar aðstæður og umhverfi skipta einnig máli. Ef einstaklingur í hóp fer að haga sér kjánalega dregur hann oft næsta mann með sér og áhrifin geta fljótt magnast upp.

Heimild:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
Embla Rún Gunnarsdóttir, Halla Kristjánsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Anna Elísdóttir, Pétur Ingi Pétursson, Sæunn Pétursdóttir, Helga Hrönn Óskarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Jóna Sigurðardóttir, Atli Þór og Friðrik Vestmann.

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.10.2012

Spyrjandi

Brynja Amble Gísladóttir, Berglind Guðbrandsdóttir, Friðrik Bjartur Magnússon og fleiri

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?“ Vísindavefurinn, 26. október 2012. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=57849.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 26. október). Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57849

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2012. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57849>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hleypur stundum í mig svefngalsi?
Þegar orðið er framorðið, fólk á erfitt með einbeitingu og er jafnvel farið að haga sér kjánalega er það gjarnan kallað að vera í svefngalsa.

Svefn er ein af grunnþörfum líkamans. Meðalsvefnþörf fullorðinna er um sjö og hálf klukkustund á nóttu en getur þó munað um 1-2 klukkustundum til eða frá milli manneskja. Svefn veitir líkamanum hvíld og endurnæringu auk þess sem vaxtarhormón myndast í svefni og er hann því sérstaklega nauðsynlegur börnum og unglingum. Svefnþörf barna er að jafnaði um 9 klukkustundir en getur jafnvel aukist á unglingsárunum vegna þess álags sem fylgir gelgjuskeiðinu.

Er svefngalsi í þessum tveimur stelpum?

Svefnskortur og þreyta valda ýmsum líkamlegum og andlegum einkennum. Athygli og einbeiting skerðist, líkamleg streitueinkenni, svo sem vöðvaspenna, magaverkir, hjartsláttartruflanir og hækkaður blóðþrýstingur koma í ljós, námshæfni og hæfni til að leggja hluti á minnið minnkar og hugsun brenglast. Svefn hefur einnig áhrif á líðan, samskipti við annað fólk, starfshæfni og lífsgæði almennt. Afleiðingar lítils svefns valda oft frekari svefnvandamálum og fólk lendir því gjarnan í vítahring. Við mikinn svefnskort getur fólk fundið fyrir ofskynjunum og á endanum leiðir algjör svefnskortur til dauða.

Því má segja að svefngalsi sé samsetning nokkurra einkenna sem koma fram vegna svefnskorts. Einbeitingar- og athyglisleysi og jafnvel örlítið brengluð hugsun veldur því að fólk hættir að geta sinnt almennum verkefnum en fer í stað þess að fíflast og láta kjánalega. Félagslegar aðstæður og umhverfi skipta einnig máli. Ef einstaklingur í hóp fer að haga sér kjánalega dregur hann oft næsta mann með sér og áhrifin geta fljótt magnast upp.

Heimild:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
Embla Rún Gunnarsdóttir, Halla Kristjánsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Anna Elísdóttir, Pétur Ingi Pétursson, Sæunn Pétursdóttir, Helga Hrönn Óskarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Jóna Sigurðardóttir, Atli Þór og Friðrik Vestmann.
...