Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Valtýr Stefánsson Thors

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.
Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsóknir með heilalínuriti (EEG) gefið mönnum innsýn í ferlið. Á slíku línuriti kemur fram rafvirkni í heilanum meðan fólk sefur.

Í svefni koma fram nokkur mismunandi afbrigði af rafvirkni sem einkennast af mismunandi tíðni og bylgjulengd. Þannig virðist tíðni rafboða í heilanum endurspegla vökuástand. Hjá vel vakandi manni er tíðnin 14-30 Hz (beta-bylgjur) en þegar ró færist yfir hann verður tíðnin 8-13 Hz (alfa-bylgjur). Þegar hann er svo að sofna verður tíðnin enn minni, 4-7 Hz (þeta-bylgjur), og lítil spenna í rafvirkni heilans. Hins vegar virðist svo vera að á þessu stigi svefnsins komi fram í stuttan tíma í senn svokallaðir svefnspindlar sem eru hrina af rafbylgjum sem eru líkar alfa-bylgjum. Við þá auknu rafspennu sem kemur fram í heilanum í þessum hrinum er líklegt að heilinn sé næmari fyrir ertingu og þá verður líklegra að spennuþröskuldurinn sé rofinn og þá eru send af stað boð til vöðva líkamans um að dragast saman sem leiðir til þess að við kippumst við.

Þessi útskýring á fyrirbærinu er engan veginn fullkomlega örugg heldur er hún byggð á þeim upplýsingum sem við höfum í dag um svefn fólks. Eitt af því sem ábótavant er í þessari skýringu er það, hver sé tilgangur eða merking þessara rafviðbragða í heilanum meðan maðurinn er að sofna. Vonandi fæst einhvern tíma viðunandi skýring á þessu fyrirbæri en þangað til getum við leyft okkur að geta í eyðurnar.

Fleiri svör um svefn, eftir Magnús Jóhannsson:

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2000

Spyrjandi

Gestur Ásólfsson og fleiri

Efnisorð

Tilvísun

Valtýr Stefánsson Thors. „Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?“ Vísindavefurinn, 17. október 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1000.

Valtýr Stefánsson Thors. (2000, 17. október). Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1000

Valtýr Stefánsson Thors. „Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1000>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.
Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsóknir með heilalínuriti (EEG) gefið mönnum innsýn í ferlið. Á slíku línuriti kemur fram rafvirkni í heilanum meðan fólk sefur.

Í svefni koma fram nokkur mismunandi afbrigði af rafvirkni sem einkennast af mismunandi tíðni og bylgjulengd. Þannig virðist tíðni rafboða í heilanum endurspegla vökuástand. Hjá vel vakandi manni er tíðnin 14-30 Hz (beta-bylgjur) en þegar ró færist yfir hann verður tíðnin 8-13 Hz (alfa-bylgjur). Þegar hann er svo að sofna verður tíðnin enn minni, 4-7 Hz (þeta-bylgjur), og lítil spenna í rafvirkni heilans. Hins vegar virðist svo vera að á þessu stigi svefnsins komi fram í stuttan tíma í senn svokallaðir svefnspindlar sem eru hrina af rafbylgjum sem eru líkar alfa-bylgjum. Við þá auknu rafspennu sem kemur fram í heilanum í þessum hrinum er líklegt að heilinn sé næmari fyrir ertingu og þá verður líklegra að spennuþröskuldurinn sé rofinn og þá eru send af stað boð til vöðva líkamans um að dragast saman sem leiðir til þess að við kippumst við.

Þessi útskýring á fyrirbærinu er engan veginn fullkomlega örugg heldur er hún byggð á þeim upplýsingum sem við höfum í dag um svefn fólks. Eitt af því sem ábótavant er í þessari skýringu er það, hver sé tilgangur eða merking þessara rafviðbragða í heilanum meðan maðurinn er að sofna. Vonandi fæst einhvern tíma viðunandi skýring á þessu fyrirbæri en þangað til getum við leyft okkur að geta í eyðurnar.

Fleiri svör um svefn, eftir Magnús Jóhannsson:

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

...