Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?

JGÞ

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt.

Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. NREM-svefninn nær yfirleitt yfir 75-80% af svefntímanum en það sem eftir stendur er REM-svefn. Í honum eru vöðvarnir enn slakari en í NREM-svefni, öndunin verður dýpri og hraðari og að auki einkennist REM-svefninn af hröðum augnhreyfingum sem svefninn dregur nafn sitt af.


Oft dreymir okkur einkennilega hlut. Hér er málverk eftir málarann Max Ernst sem heitir Súrrealismi og málverk (1924).

Okkur dreymir aðallega í REM-svefni, en einnig á þriðja stigi NREM-svefns.

REM-svefninn kemur fyrir með reglulegu millibili á um það bil 90 mínútna fresti. Stundum stendur hann yfir í nokkrar mínútur og stundum í allt að hálftíma.

Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn eða erum vakin af honum, þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma.

Ástæðan fyrir því hvers vegna við munum stundum draumana okkar en stundum ekkert af þeim, felst þess vegna í því hvenær við vöknum.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2008

Spyrjandi

Victor Dan Pálmason, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7183.

JGÞ. (2008, 6. mars). Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7183

JGÞ. „Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7183>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?
Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt.

Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. NREM-svefninn nær yfirleitt yfir 75-80% af svefntímanum en það sem eftir stendur er REM-svefn. Í honum eru vöðvarnir enn slakari en í NREM-svefni, öndunin verður dýpri og hraðari og að auki einkennist REM-svefninn af hröðum augnhreyfingum sem svefninn dregur nafn sitt af.


Oft dreymir okkur einkennilega hlut. Hér er málverk eftir málarann Max Ernst sem heitir Súrrealismi og málverk (1924).

Okkur dreymir aðallega í REM-svefni, en einnig á þriðja stigi NREM-svefns.

REM-svefninn kemur fyrir með reglulegu millibili á um það bil 90 mínútna fresti. Stundum stendur hann yfir í nokkrar mínútur og stundum í allt að hálftíma.

Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn eða erum vakin af honum, þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma.

Ástæðan fyrir því hvers vegna við munum stundum draumana okkar en stundum ekkert af þeim, felst þess vegna í því hvenær við vöknum.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....