Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvað er martröð og hvað orsakar hana?

Kristófer Þorleifsson

Martröð er óþægilegur draumur, en draumar eru meðvitundarástand sem er til staðar í svefni. Annars vegar er um að ræða straum tilfinninga og hins vegar atburðarás sem fólk upplifir og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Draumar með atburðarás eru líklega einkum á því stigi svefns sem nefnist REM-svefn (e. rapid eye movements). Þess háttar svefn einkennist af hröðum og óreglulegum heilabylgjum, algjörri vöðvaslökun og greinilegum, tiltölulega hröðum augnhreyfingum.

REM-stig svefns kemur fyrir með reglulegu millibili á um 90 mínúta fresti á næturnar og stendur mislengi, allt frá nokkrum mínútum upp í hálftíma. Þessi draumskeið eru styst í byrjun nætur en lengjast er líður á nóttina. Ef fólk er vakið eftir lok slíks draumskeiðs getur það venjulega rifjað upp söguþráð draums. Sýnt hefur verið fram á að lengd draums er háð lengd draumsvefnsskeiðs. Það hvernig fólk vaknar virðist hafa afgerandi áhrif á varðveislu og upplifun draumsins í vökuástandi.

Draumar eru hluti tilverunnar sem er okkur flestum að verulegu leyti hulinn. Þrátt fyrir að menn hafi lengi velt fyrir sér eðli og uppruna drauma er fátt vitað með vissu um þetta efni. Lítið er vitað um tilgang drauma. Líklegt er þó að vöðvaslökunin í draumsvefni þjóni hvíldarhlutverki, en þegar draumarnir verða að martröðum er hvíldin eflaust ekki eins góð og ella.

Martraðir eru langir draumar, þar sem fólk er hrætt og vaknar upp óttaslegið. Sumir fá mjög oft martraðir en aðrir aðeins einstaka sinnum, helst ef þeir eru þreyttir, undir álagi eða veikir. Um 50% fullorðinna segjast fá martraðir við og við. Yfirleitt er ekki þörf neinnar sérstakrar meðferðar við martröðum. Lyf sem draga úr draumsvefni, það er að segja REM-svefni, geta stundum komið í veg fyrir martraðir. Þetta eru eldri þunglyndislyf, svokölluð þriggjahringa lyf og MAO-lyf. Einnig geta lyf eins og Diazepam haft sambærilega verkun.

Þetta svar er birt með góðfúslegu leyfi vefsetursins persona.is.

Nokkur fleiri svör um svefn og drauma:

Eftir Magnús Jóhannsson:

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

Eftir Valtý Stefánsson Thors:

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Eftir Jón Gunnar Þorsteinsson:

Hvaða gildi hafa dagdraumar?Mynd: The Detroit Institute of Arts

Höfundur

Útgáfudagur

12.3.2002

Spyrjandi

Elin Finnsdóttir

Tilvísun

Kristófer Þorleifsson. „Hvað er martröð og hvað orsakar hana?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2002. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2180.

Kristófer Þorleifsson. (2002, 12. mars). Hvað er martröð og hvað orsakar hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2180

Kristófer Þorleifsson. „Hvað er martröð og hvað orsakar hana?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2002. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2180>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er martröð og hvað orsakar hana?
Martröð er óþægilegur draumur, en draumar eru meðvitundarástand sem er til staðar í svefni. Annars vegar er um að ræða straum tilfinninga og hins vegar atburðarás sem fólk upplifir og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Draumar með atburðarás eru líklega einkum á því stigi svefns sem nefnist REM-svefn (e. rapid eye movements). Þess háttar svefn einkennist af hröðum og óreglulegum heilabylgjum, algjörri vöðvaslökun og greinilegum, tiltölulega hröðum augnhreyfingum.


REM-stig svefns kemur fyrir með reglulegu millibili á um 90 mínúta fresti á næturnar og stendur mislengi, allt frá nokkrum mínútum upp í hálftíma. Þessi draumskeið eru styst í byrjun nætur en lengjast er líður á nóttina. Ef fólk er vakið eftir lok slíks draumskeiðs getur það venjulega rifjað upp söguþráð draums. Sýnt hefur verið fram á að lengd draums er háð lengd draumsvefnsskeiðs. Það hvernig fólk vaknar virðist hafa afgerandi áhrif á varðveislu og upplifun draumsins í vökuástandi.

Draumar eru hluti tilverunnar sem er okkur flestum að verulegu leyti hulinn. Þrátt fyrir að menn hafi lengi velt fyrir sér eðli og uppruna drauma er fátt vitað með vissu um þetta efni. Lítið er vitað um tilgang drauma. Líklegt er þó að vöðvaslökunin í draumsvefni þjóni hvíldarhlutverki, en þegar draumarnir verða að martröðum er hvíldin eflaust ekki eins góð og ella.

Martraðir eru langir draumar, þar sem fólk er hrætt og vaknar upp óttaslegið. Sumir fá mjög oft martraðir en aðrir aðeins einstaka sinnum, helst ef þeir eru þreyttir, undir álagi eða veikir. Um 50% fullorðinna segjast fá martraðir við og við. Yfirleitt er ekki þörf neinnar sérstakrar meðferðar við martröðum. Lyf sem draga úr draumsvefni, það er að segja REM-svefni, geta stundum komið í veg fyrir martraðir. Þetta eru eldri þunglyndislyf, svokölluð þriggjahringa lyf og MAO-lyf. Einnig geta lyf eins og Diazepam haft sambærilega verkun.

Þetta svar er birt með góðfúslegu leyfi vefsetursins persona.is.

Nokkur fleiri svör um svefn og drauma:

Eftir Magnús Jóhannsson:

Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?

Hvað er kæfisvefn og hvað er hægt að gera í þeim efnum?

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

Eftir Valtý Stefánsson Thors:

Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?

Eftir Jón Gunnar Þorsteinsson:

Hvaða gildi hafa dagdraumar?Mynd: The Detroit Institute of Arts...