Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Breytist svefnþörf með aldri fólks?

Magnús Jóhannsson

Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona mín, sem er á sama aldri og ég, segir hins vegar að þetta sé bull og vitleysa og að hún þurfi síst minni svefn nú en áður. Þess vegna vil ég gjarnan fá svör frá lækninum um hvort það sé eðlilegt að fólk þurfi minni svefn eftir því sem aldurinn færist yfir það.“

Svarið er að eðlileg svefnþörf er mjög einstaklingsbundin. Talið er að fólk á miðjum aldri þurfi yfirleitt frá 4 og upp í 9 klukkustunda svefn á sólarhring. Flest ef ekki öll dýr (að minnsta kosti hryggdýr) sofa á nóttunni og svefninn er okkur lífsnauðsynlegur en ekki er vitað með vissu hvers vegna svo er. Lengd svefnsins og sú hvíld og endurnæring sem hann gefur okkur fer eftir ýmsu, meðal annars hugarástandi hverju sinni.

Börn þurfa almennt lengri svefn en fullorðnir.

Svefninum má skipta í tvær gerðir sem meðal annars einkennast af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum byrjar venjulega grunnur svefn af gerð sem kallast NREM (norapid-eye-movement) en þessi svefngerð skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1-4 þar sem 4 er dýpsti svefninn). Spenna í vöðvum, hjartsláttartíðni, öndunartíðni og blóðþrýstingur lækka eftir því sem svefninn verður dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja viðkomandi einstakling.

Þessi svefngerð (NREM) nær venjulega yfir 75-80% af svefntímanum en afganginn af tímanum sofum við svokölluðum REM-svefni (rapid-eye-movement). Hann einkennist af enn slakari vöðvum en eru á 4. stigi NREM-svefns, en aftur á móti verður öndunin dýpri og hraðari og einkennandi fyrir þessa svefngerð eru hraðar augnhreyfingar.

Þegar við sofum gengur svefninn frá einu stigi til annars og einni svefngerð til annarrar. Okkur dreymir aðallega í REM-svefni og 3. stigi NREM-svefns, en martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns. Það svefnmynstur sem hér hefur verið lýst breytist með aldrinum en eins og flest í lífinu er það ákaflega einstaklingsbundið. Þannig er afar algengt, en ekki algilt, að svefntíminn styttist með aldrinum. Stig 4 í NREM-svefni hverfur oft alveg og svefninn verður oft órólegri. Þetta verður að teljast eðlilegt og ekkert bendir til að slíkar svefnbreytingar hafi slæm áhrif á heilsufar. Sumum finnast þessar eðlilegu breytingar óþægilegar, álíta að þeir þjáist af svefnleysi og leita að ástæðulausu eftir meðferð. Bréfritarinn og vinkona hennar hafa því báðar rétt fyrir sér vegna þess hve breytileikinn milli einstaklinga er mikill.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Breytist svefnþörf með aldri fólks?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=39.

Magnús Jóhannsson. (2000, 7. febrúar). Breytist svefnþörf með aldri fólks? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=39

Magnús Jóhannsson. „Breytist svefnþörf með aldri fólks?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=39>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Breytist svefnþörf með aldri fólks?
Eldri kona bað um svör við því hvort það væri eðlilegt að aldrinum fylgdi minnkandi svefnþörf: „Ég hef fundið fyrir því hjá sjálfri mér að ég sef minna nú en áður og ég man að fóstri minn vaknaði alltaf klukkan fimm á morgnana þegar hann var farinn að eldast, og hann hélt því fram að þetta væri eðlilegt. Vinkona mín, sem er á sama aldri og ég, segir hins vegar að þetta sé bull og vitleysa og að hún þurfi síst minni svefn nú en áður. Þess vegna vil ég gjarnan fá svör frá lækninum um hvort það sé eðlilegt að fólk þurfi minni svefn eftir því sem aldurinn færist yfir það.“

Svarið er að eðlileg svefnþörf er mjög einstaklingsbundin. Talið er að fólk á miðjum aldri þurfi yfirleitt frá 4 og upp í 9 klukkustunda svefn á sólarhring. Flest ef ekki öll dýr (að minnsta kosti hryggdýr) sofa á nóttunni og svefninn er okkur lífsnauðsynlegur en ekki er vitað með vissu hvers vegna svo er. Lengd svefnsins og sú hvíld og endurnæring sem hann gefur okkur fer eftir ýmsu, meðal annars hugarástandi hverju sinni.

Börn þurfa almennt lengri svefn en fullorðnir.

Svefninum má skipta í tvær gerðir sem meðal annars einkennast af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum byrjar venjulega grunnur svefn af gerð sem kallast NREM (norapid-eye-movement) en þessi svefngerð skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1-4 þar sem 4 er dýpsti svefninn). Spenna í vöðvum, hjartsláttartíðni, öndunartíðni og blóðþrýstingur lækka eftir því sem svefninn verður dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja viðkomandi einstakling.

Þessi svefngerð (NREM) nær venjulega yfir 75-80% af svefntímanum en afganginn af tímanum sofum við svokölluðum REM-svefni (rapid-eye-movement). Hann einkennist af enn slakari vöðvum en eru á 4. stigi NREM-svefns, en aftur á móti verður öndunin dýpri og hraðari og einkennandi fyrir þessa svefngerð eru hraðar augnhreyfingar.

Þegar við sofum gengur svefninn frá einu stigi til annars og einni svefngerð til annarrar. Okkur dreymir aðallega í REM-svefni og 3. stigi NREM-svefns, en martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns. Það svefnmynstur sem hér hefur verið lýst breytist með aldrinum en eins og flest í lífinu er það ákaflega einstaklingsbundið. Þannig er afar algengt, en ekki algilt, að svefntíminn styttist með aldrinum. Stig 4 í NREM-svefni hverfur oft alveg og svefninn verður oft órólegri. Þetta verður að teljast eðlilegt og ekkert bendir til að slíkar svefnbreytingar hafi slæm áhrif á heilsufar. Sumum finnast þessar eðlilegu breytingar óþægilegar, álíta að þeir þjáist af svefnleysi og leita að ástæðulausu eftir meðferð. Bréfritarinn og vinkona hennar hafa því báðar rétt fyrir sér vegna þess hve breytileikinn milli einstaklinga er mikill.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...