Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins?

Gylfi Magnússon

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Varðar þjóðarframleiðslu og hagvöxt sbr. upplýsingar Gylfa Magnússonar. Hef e.t.v. ekki leitað eða kafað nógu djúpt í efnið, en ég held því fram að á síðustu árum og áratugum sé hagvöxtur ævinlega skilgreindur í umræðunni sem vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs, svo sem réttilega. En er ekki mikilvægara að skilgreina eða tala um hagvöxtinn á mann (per capita)? Þar sem tekið er tillit til hver uppruninn á vextinum er t.d. hagkvæmari nýting auðlinda?

Þegar rætt er um hagvöxt í þjóðmálaumræðunni er alla jafna verið að vísa til breytinga á vergri landsframleiðslu (VLF) á milli ára. Einnig eru oft skoðaðar tölur um breytingu á vergri landsframleiðslu á mann og þá til dæmis talað um hagvöxt á mann eða hagvöxt að teknu tilliti til fólksfjölgunar. Á landi þar sem fólki fjölgar á milli ára þá eykst verg landsframleiðsla á mann eðli máls samkvæmt hægar en verg landsframleiðsla. Þá getur verið áhugavert að skoða breytingar á vergri landsframleiðslu á vinnandi mann eða á vinnustund.

Landsframleiðsla, hagvöxtur, graf fengið frá Hagstofu Íslands.

Þótt verg landsframleiðsla sé áhugaverð stærð fer því fjarri að hún sé algildur mælikvarði á hve vel hefur tekist til í efnahagslífinu. Landsframleiðsla er að ýmsu leyti gallað hugtak, hún mælir fyrst og fremst framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði en ekki ýmis önnur gæði. Þá tekur hún hvorki tillit til auðlindanotkunar né tekjuskiptingar. Ýmsir hafa glímt við að þróa betri mælikvarða á efnahagslífið en verga landsframleiðslu en enginn af þeim mælikvörðum hefur þó komist nálægt því að ryðja henni úr sessi í þjóðmálaumræðunni.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.2.2016

Spyrjandi

Hilmar Sigurðsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71469.

Gylfi Magnússon. (2016, 1. febrúar). Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71469

Gylfi Magnússon. „Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71469>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er verg landsframleiðsla góður mælikvarði á stöðu efnahagslífsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Varðar þjóðarframleiðslu og hagvöxt sbr. upplýsingar Gylfa Magnússonar. Hef e.t.v. ekki leitað eða kafað nógu djúpt í efnið, en ég held því fram að á síðustu árum og áratugum sé hagvöxtur ævinlega skilgreindur í umræðunni sem vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs, svo sem réttilega. En er ekki mikilvægara að skilgreina eða tala um hagvöxtinn á mann (per capita)? Þar sem tekið er tillit til hver uppruninn á vextinum er t.d. hagkvæmari nýting auðlinda?

Þegar rætt er um hagvöxt í þjóðmálaumræðunni er alla jafna verið að vísa til breytinga á vergri landsframleiðslu (VLF) á milli ára. Einnig eru oft skoðaðar tölur um breytingu á vergri landsframleiðslu á mann og þá til dæmis talað um hagvöxt á mann eða hagvöxt að teknu tilliti til fólksfjölgunar. Á landi þar sem fólki fjölgar á milli ára þá eykst verg landsframleiðsla á mann eðli máls samkvæmt hægar en verg landsframleiðsla. Þá getur verið áhugavert að skoða breytingar á vergri landsframleiðslu á vinnandi mann eða á vinnustund.

Landsframleiðsla, hagvöxtur, graf fengið frá Hagstofu Íslands.

Þótt verg landsframleiðsla sé áhugaverð stærð fer því fjarri að hún sé algildur mælikvarði á hve vel hefur tekist til í efnahagslífinu. Landsframleiðsla er að ýmsu leyti gallað hugtak, hún mælir fyrst og fremst framleiðslu á vörum og þjónustu sem gengur kaupum og sölu á markaði en ekki ýmis önnur gæði. Þá tekur hún hvorki tillit til auðlindanotkunar né tekjuskiptingar. Ýmsir hafa glímt við að þróa betri mælikvarða á efnahagslífið en verga landsframleiðslu en enginn af þeim mælikvörðum hefur þó komist nálægt því að ryðja henni úr sessi í þjóðmálaumræðunni.

Mynd:

...