Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Rúnar Vilhjálmsson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins bárust tvær fyrirspurnir um efnið. Þær hljóða svona:

Kristján Þór heilbrigðisráðherra sagði í Kastljósþætti, Alþingiskosningar 2016 - Heilbrigðis- og velferðarmál að hvergi, ekki einu sinni í nálægum löndum hefði hann rekist á gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi fyrir heimilin. (Sjá Alþingiskosningar 2016 - RÚV, mínúta 43:10) Er það staðreyndin?

Er það rétt hjá Kristjáni Júlíussyni heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Í þættinum segir Kristján Þór Júlíusson:
En ég hef skoðað þetta mjög víða. Ég hef hvergi rekist á neitt land hér í, ekki einu sinni næsta nágrenni við okkur, sem að við horfum nú mjög til, þar sem að heimilin greiða ekki einhvern þátt í heilbrigðiskostnaði.[1]

Ef heilbrigðisráðherra á við að ekkert heilbrigðiskerfi bjóði sjúklingum alla heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa er það út af fyrir sig rétt. Til dæmis þurfa sjúklingar að greiða að mestu eða öllu leyti sjálfir fyrir þjónustu óhefðbundinna þjónustuaðila (græðara) í öllum heilbrigðiskerfum sem við höfum upplýsingar um. Þá er kostnaðarþátttaka sjúklinga í hefðbundinni heilbrigðisþjónustu einhver í öllum heilbrigðiskerfum. Hins vegar er mjög misjafnt hve kostnaðarþátttaka sjúklinga er mikil og hvaða þjónustu sjúklingar taka þátt í að greiða.

Í félagslegum heilbrigðiskerfum (eins og því breska og þeim norrænu) og skyldutryggingakerfum (eins og þeim vestur-evrópsku) greiðir sjúklingurinn ýmist ekkert eða lítið fyrir þjónustu heilsugæslunnar. Í Danmörku og Bretlandi eru til dæmis heimsóknir til heimilislækna gjaldfrjálsar, en í Svíþjóð greiðir sjúklingurinn fast gjald sem er breytilegt eftir sýslum (100-200 sænskar krónur).[2][3][4] Hérlendis greiða fullorðnir nú 1.200 krónur í almennt gjald fyrir heimsókn á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis.

Einnig er misjafnt hvort og þá hvaða hópar sjúklinga njóta gjaldfrelsis í heilbrigðisþjónustunni. Oft eru heimsóknir vegna barna gjaldfrjálsar, eins og á við í heilsugæslunni hérlendis, en stundum tekur gjaldfrelsi einnig til annarra hópa sem þó eru ekki gjaldfrjálsir á Íslandi, svo sem ungfullorðinna, aldraðra, fatlaðra og öryrkja. Þá er misjafnt hve mikið eða fyrir hvaða meðferðir sjúklingar þurfa að greiða þegar um þjónustu sérfræðinga er að ræða.

Þegar litið er til hlutdeildar sjúklinga í heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustuna á Íslandi kemur í ljós að hann er hærri en í öðrum félagslegum heilbrigðiskerfum sem við berum okkur saman við, að Finnlandi undanskildu.

Í flestum heilbrigðiskerfum greiða sjúklingar einhvern hluta sérfræðiþjónustu sem þeir þiggja utan legudeilda sjúkrahúsa. Oft ræðst kostnaður við sérfræðingsheimsókn af því hvort um er að ræða tilvísun frá heimilislækni eða ekki. Með tilvísun frá heimilislækni er heimsóknin til sérfræðingsins þá ýmist ókeypis fyrir sjúklinginn eins og á við í Danmörku og Bretlandi, eða mikið ódýrari en ella.[5][6] Hérlendis er kostnaður sjúklings vegna komu til sérfræðings sá sami, hvort sem sjúklingurinn hefur tilvísun frá heimilislækni eða ekki. Hér á landi greiða fullorðnir við komu til sérfræðings á stofu eða göngudeild 5.700 krónur auk 40% kostnaðar sem er þar umfram. Kosti sérfræðingsheimsóknin til dæmis 15 þúsund krónur greiðir sjúklingurinn 5.700+(0.4*9.300) = 9.420 krónur, eða 63% heildarkostnaðarins (kostnaðarhlutdeild sjúklingsins lækkar með hækkandi heildarkostnaði heimsóknar).

Þá bjóða félagsleg heilbrigðiskerfi eins og það sænska ókeypis sérfræðiþjónustu og lyf fyrir sjúklinga sem glíma við ákveðna sjúkdóma.[7] Í Frakklandi, sem rekur skyldutryggingakerfi, hefur einnig verið útbúinn listi yfir sjúkdóma sem tengjast gjaldfrjálsri þjónustu og eru krabbamein, alnæmi, alvarlegir hjartasjúkdómar, sykursýki og geðsjúkdómar þar á meðal.[8] Félagsleg heilbrigðiskerfi og skyldutryggingakerfi taka almennt þátt í kostnaði sjúklinga við sálfræðiþjónustu og tannlækningar. Hér á landi borga fullorðnir almennt sálfræði- og tannlæknisþjónustu að fullu úr eigin vasa (tannlæknisþjónusta er einungis niðurgreidd fyrir börn og aldraða).

Í öllum heilbrigðiskerfum sem við höfum upplýsingar um taka sjúklingar einhvern þátt í greiðslu lyfja. Almenna reglan er að sjúklingar greiði að fullu fyrir ólyfseðilsskyld lyf. Reglur um greiðslu sjúklinga fyrir lyfseðilsskyld lyf eru hins vegar breytilegar eftir heilbrigðiskerfum. Í sumum kerfum eins og því danska, sænska og breska eru tiltekin lyf ávallt ókeypis fyrir sjúklinginn, en það á ekki við lengur hér á landi (sjúklingar utan legudeilda þurfa að taka þátt í greiðslu lyfseðilsskyldra lyfja). Hér á landi eru hins vegar komnar reglur um hámarkskostnað sjúklinga vegna lyfja, auk reglna um hámarkskostnað sjúklinga vegna komugjalda. Í hvorugu tilvikinu eru þó öll lyf eða öll komugjöld meðtalin við ákvörðun hámarkskostnaðar sjúklinga.

Í íslenska heilbrigðiskerfinu eru nokkrir þættir gjaldfrjálsir. Þetta eru mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsugæsluheimsóknir vegna barna, heimahjúkrun, og þjónusta við sjúklinga á legudeildum sjúkrahúsa. Þarna er að finna þjónustuþætti þar sem árangur íslenska heilbrigðiskerfisins er hvað mestur í alþjóðlegum samanburði. Ekki er ólíklegt að sá góði árangur stafi að hluta til af því að þjónustan er gjaldfrjáls.

Þegar litið er til hlutdeildar sjúklinga í heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustuna á Íslandi kemur í ljós að hann er hærri en í öðrum félagslegum heilbrigðiskerfum sem við berum okkur saman við, að Finnlandi undanskildu. Þá kemur í ljós að almennt hefur kostnaðarhlutdeild sjúklinga lækkað á undanförnum árum í félagslegum heilbrigðiskerfum. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga á Íslandi hefur hins vegar verið breytileg frá árabili til árabils og heldur hækkað þegar til lengri tíma er litið.[9]

Í íslenska heilbrigðiskerfinu eru nokkrir þættir gjaldfrjálsir. Þetta eru mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsugæsluheimsóknir vegna barna, heimahjúkrun, og þjónusta við sjúklinga á legudeildum sjúkrahúsa. Þarna er að finna þjónustuþætti þar sem árangur íslenska heilbrigðiskerfisins er hvað mestur í alþjóðlegum samanburði.[10] Ekki er ólíklegt að sá góði árangur stafi að hluta til af því að þjónustan er gjaldfrjáls.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingiskosningar 2016 - RÚV. (Skoðað 3.10.2016).
  2. ^ Anell, A., Glenngård, A. H. og Merkur, S. (2012). Sweden: Health system review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  3. ^ Cylus, J., Richardson, E., Findley, L., Longley, M., O'Neill, C. og Steel, D. (2015). United Kingdom: Health System Review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  4. ^ Pedersen, K. M., Andersen, J. S. og Söndergaard, J. (2012). General practice and primary health care in Denmark. Journal of the American Board of Family Medicine, 24, 34-38.
  5. ^ Cylus, J., Richardson, E., Findley, L., Longley, M., O'Neill, C. og Steel, D. (2015). United Kingdom: Health System Review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  6. ^ Pedersen, K. M., Andersen, J. S. og Söndergaard, J. (2012). General practice and primary health care in Denmark. Journal of the American Board of Family Medicine, 24, 34-38.
  7. ^ Ingimar Einarsson (2013). Greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu. Reykjavík: Krabbameinsfélag Íslands.
  8. ^ Kaiser Foundation (2009). Cost sharing for health care: France, Germany and Switzerland. (Sótt 3.10.2016).
  9. ^ OECD (2016). OECD Health Statistics 2016. París: OECD
  10. ^ OECD (2015). Health at a Glance. París: OECD.

Myndir:

Höfundur

Rúnar Vilhjálmsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.10.2016

Spyrjandi

Þuríður Elísabet Pétursdóttir, Anna Þóra Árnadóttir

Tilvísun

Rúnar Vilhjálmsson. „Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?“ Vísindavefurinn, 6. október 2016, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72756.

Rúnar Vilhjálmsson. (2016, 6. október). Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72756

Rúnar Vilhjálmsson. „Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2016. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt hjá heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins bárust tvær fyrirspurnir um efnið. Þær hljóða svona:

Kristján Þór heilbrigðisráðherra sagði í Kastljósþætti, Alþingiskosningar 2016 - Heilbrigðis- og velferðarmál að hvergi, ekki einu sinni í nálægum löndum hefði hann rekist á gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi fyrir heimilin. (Sjá Alþingiskosningar 2016 - RÚV, mínúta 43:10) Er það staðreyndin?

Er það rétt hjá Kristjáni Júlíussyni heilbrigðisráðherra að heilbrigðisþjónusta sé hvergi gjaldfrjáls í nágrannalöndum okkar?

Í þættinum segir Kristján Þór Júlíusson:
En ég hef skoðað þetta mjög víða. Ég hef hvergi rekist á neitt land hér í, ekki einu sinni næsta nágrenni við okkur, sem að við horfum nú mjög til, þar sem að heimilin greiða ekki einhvern þátt í heilbrigðiskostnaði.[1]

Ef heilbrigðisráðherra á við að ekkert heilbrigðiskerfi bjóði sjúklingum alla heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa er það út af fyrir sig rétt. Til dæmis þurfa sjúklingar að greiða að mestu eða öllu leyti sjálfir fyrir þjónustu óhefðbundinna þjónustuaðila (græðara) í öllum heilbrigðiskerfum sem við höfum upplýsingar um. Þá er kostnaðarþátttaka sjúklinga í hefðbundinni heilbrigðisþjónustu einhver í öllum heilbrigðiskerfum. Hins vegar er mjög misjafnt hve kostnaðarþátttaka sjúklinga er mikil og hvaða þjónustu sjúklingar taka þátt í að greiða.

Í félagslegum heilbrigðiskerfum (eins og því breska og þeim norrænu) og skyldutryggingakerfum (eins og þeim vestur-evrópsku) greiðir sjúklingurinn ýmist ekkert eða lítið fyrir þjónustu heilsugæslunnar. Í Danmörku og Bretlandi eru til dæmis heimsóknir til heimilislækna gjaldfrjálsar, en í Svíþjóð greiðir sjúklingurinn fast gjald sem er breytilegt eftir sýslum (100-200 sænskar krónur).[2][3][4] Hérlendis greiða fullorðnir nú 1.200 krónur í almennt gjald fyrir heimsókn á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis.

Einnig er misjafnt hvort og þá hvaða hópar sjúklinga njóta gjaldfrelsis í heilbrigðisþjónustunni. Oft eru heimsóknir vegna barna gjaldfrjálsar, eins og á við í heilsugæslunni hérlendis, en stundum tekur gjaldfrelsi einnig til annarra hópa sem þó eru ekki gjaldfrjálsir á Íslandi, svo sem ungfullorðinna, aldraðra, fatlaðra og öryrkja. Þá er misjafnt hve mikið eða fyrir hvaða meðferðir sjúklingar þurfa að greiða þegar um þjónustu sérfræðinga er að ræða.

Þegar litið er til hlutdeildar sjúklinga í heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustuna á Íslandi kemur í ljós að hann er hærri en í öðrum félagslegum heilbrigðiskerfum sem við berum okkur saman við, að Finnlandi undanskildu.

Í flestum heilbrigðiskerfum greiða sjúklingar einhvern hluta sérfræðiþjónustu sem þeir þiggja utan legudeilda sjúkrahúsa. Oft ræðst kostnaður við sérfræðingsheimsókn af því hvort um er að ræða tilvísun frá heimilislækni eða ekki. Með tilvísun frá heimilislækni er heimsóknin til sérfræðingsins þá ýmist ókeypis fyrir sjúklinginn eins og á við í Danmörku og Bretlandi, eða mikið ódýrari en ella.[5][6] Hérlendis er kostnaður sjúklings vegna komu til sérfræðings sá sami, hvort sem sjúklingurinn hefur tilvísun frá heimilislækni eða ekki. Hér á landi greiða fullorðnir við komu til sérfræðings á stofu eða göngudeild 5.700 krónur auk 40% kostnaðar sem er þar umfram. Kosti sérfræðingsheimsóknin til dæmis 15 þúsund krónur greiðir sjúklingurinn 5.700+(0.4*9.300) = 9.420 krónur, eða 63% heildarkostnaðarins (kostnaðarhlutdeild sjúklingsins lækkar með hækkandi heildarkostnaði heimsóknar).

Þá bjóða félagsleg heilbrigðiskerfi eins og það sænska ókeypis sérfræðiþjónustu og lyf fyrir sjúklinga sem glíma við ákveðna sjúkdóma.[7] Í Frakklandi, sem rekur skyldutryggingakerfi, hefur einnig verið útbúinn listi yfir sjúkdóma sem tengjast gjaldfrjálsri þjónustu og eru krabbamein, alnæmi, alvarlegir hjartasjúkdómar, sykursýki og geðsjúkdómar þar á meðal.[8] Félagsleg heilbrigðiskerfi og skyldutryggingakerfi taka almennt þátt í kostnaði sjúklinga við sálfræðiþjónustu og tannlækningar. Hér á landi borga fullorðnir almennt sálfræði- og tannlæknisþjónustu að fullu úr eigin vasa (tannlæknisþjónusta er einungis niðurgreidd fyrir börn og aldraða).

Í öllum heilbrigðiskerfum sem við höfum upplýsingar um taka sjúklingar einhvern þátt í greiðslu lyfja. Almenna reglan er að sjúklingar greiði að fullu fyrir ólyfseðilsskyld lyf. Reglur um greiðslu sjúklinga fyrir lyfseðilsskyld lyf eru hins vegar breytilegar eftir heilbrigðiskerfum. Í sumum kerfum eins og því danska, sænska og breska eru tiltekin lyf ávallt ókeypis fyrir sjúklinginn, en það á ekki við lengur hér á landi (sjúklingar utan legudeilda þurfa að taka þátt í greiðslu lyfseðilsskyldra lyfja). Hér á landi eru hins vegar komnar reglur um hámarkskostnað sjúklinga vegna lyfja, auk reglna um hámarkskostnað sjúklinga vegna komugjalda. Í hvorugu tilvikinu eru þó öll lyf eða öll komugjöld meðtalin við ákvörðun hámarkskostnaðar sjúklinga.

Í íslenska heilbrigðiskerfinu eru nokkrir þættir gjaldfrjálsir. Þetta eru mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsugæsluheimsóknir vegna barna, heimahjúkrun, og þjónusta við sjúklinga á legudeildum sjúkrahúsa. Þarna er að finna þjónustuþætti þar sem árangur íslenska heilbrigðiskerfisins er hvað mestur í alþjóðlegum samanburði. Ekki er ólíklegt að sá góði árangur stafi að hluta til af því að þjónustan er gjaldfrjáls.

Þegar litið er til hlutdeildar sjúklinga í heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustuna á Íslandi kemur í ljós að hann er hærri en í öðrum félagslegum heilbrigðiskerfum sem við berum okkur saman við, að Finnlandi undanskildu. Þá kemur í ljós að almennt hefur kostnaðarhlutdeild sjúklinga lækkað á undanförnum árum í félagslegum heilbrigðiskerfum. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga á Íslandi hefur hins vegar verið breytileg frá árabili til árabils og heldur hækkað þegar til lengri tíma er litið.[9]

Í íslenska heilbrigðiskerfinu eru nokkrir þættir gjaldfrjálsir. Þetta eru mæðra- og ungbarnavernd, skólaheilsugæsla og heilsugæsluheimsóknir vegna barna, heimahjúkrun, og þjónusta við sjúklinga á legudeildum sjúkrahúsa. Þarna er að finna þjónustuþætti þar sem árangur íslenska heilbrigðiskerfisins er hvað mestur í alþjóðlegum samanburði.[10] Ekki er ólíklegt að sá góði árangur stafi að hluta til af því að þjónustan er gjaldfrjáls.

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingiskosningar 2016 - RÚV. (Skoðað 3.10.2016).
  2. ^ Anell, A., Glenngård, A. H. og Merkur, S. (2012). Sweden: Health system review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  3. ^ Cylus, J., Richardson, E., Findley, L., Longley, M., O'Neill, C. og Steel, D. (2015). United Kingdom: Health System Review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  4. ^ Pedersen, K. M., Andersen, J. S. og Söndergaard, J. (2012). General practice and primary health care in Denmark. Journal of the American Board of Family Medicine, 24, 34-38.
  5. ^ Cylus, J., Richardson, E., Findley, L., Longley, M., O'Neill, C. og Steel, D. (2015). United Kingdom: Health System Review. Copenhagen: WHO Regional Office for Europe.
  6. ^ Pedersen, K. M., Andersen, J. S. og Söndergaard, J. (2012). General practice and primary health care in Denmark. Journal of the American Board of Family Medicine, 24, 34-38.
  7. ^ Ingimar Einarsson (2013). Greiðsluþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu. Reykjavík: Krabbameinsfélag Íslands.
  8. ^ Kaiser Foundation (2009). Cost sharing for health care: France, Germany and Switzerland. (Sótt 3.10.2016).
  9. ^ OECD (2016). OECD Health Statistics 2016. París: OECD
  10. ^ OECD (2015). Health at a Glance. París: OECD.

Myndir:

...