Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?

Orri Vésteinsson

Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:
Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár?

Fornleifafræði

Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), en einnig eru dæmi um að íslenskir fornleifafræðingar hafi sótt menntun sína til annara landa, til dæmis Danmerkur, Noregs, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Árið 2002 var sett á stofn námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og er greinin kennd til 60 eininga (2 ár) til BA prófs og einnig til MA prófs. Í flestum háskólum á Vesturlöndum þar sem fornleifafræði er kennd til BA eða BS prófs á annað borð tekur námið í heild þrjú ár en algengt er að menn taki aukafag með og fornleifafræðinámið sé þá tvö ár. Framhaldsnám í fornleifafræði getur tekið allt frá einu ári (í breskum skólum) og upp í 3-5 ár.

Fornleifafræði er fremur staðbundin fræðigrein og því sjaldgæft að menn leiti langt út fyrir eigið menningarsvæði til að læra hana. Íslensk fornleifafræði er hvergi kennd nema við Háskóla Íslands en líkar áherslur má finna í fornleifadeildum háskólanna í Tromsö í Noregi og Árósum í Danmörku. Þess má geta að meðal íslenskra fornleifafræðinga eru nokkrir með sérmenntun í fornleifafræði annarra menningarsvæða, til dæmis klassískri fornleifafræði og egyptólógíu, og íslenskir fornleifafræðingar hafa fengist við rannsóknir í Afríku og Austur-Asíu.

Fornfræði

Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki. Um þetta má lesa nánar í svari Svavars Hrafns Svavarssonar, Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?

Fornfræði er líka stundum notað sem þýðing á "antiquarian" og þá um þá kynslóð fræðimanna sem stundaði fornleifarannsóknir á 19. öld án þess að vera með háskólapróf eða neina menntun yfirhöfuð á þessu sviði. Annað einkenni á þeim hópi var að þeir voru fjölhæfari, fengust við rannsóknir á fleiri efnum en bara fornleifum, einkum og sér í lagi textum. Í þessum hópi mætti telja Sigurð Guðmundsson málara, Sigurð Vigfússon, Brynjúlf Jónsson frá Minna Núpi og jafnvel líka háskólamenn eins og Björn M. Olsen og Finn Jónsson sem fengust við fornleifarannsóknir þó þeir væru fyrst og fremst sérfræðingar í miðaldaritum. Kristján Eldjárn var fyrsti háskólagengni íslenski fornleifafræðingurinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.9.2000

Spyrjandi

Markús Már Sigurðsson, f. 1982

Tilvísun

Orri Vésteinsson. „Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?“ Vísindavefurinn, 5. september 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=877.

Orri Vésteinsson. (2000, 5. september). Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=877

Orri Vésteinsson. „Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=877>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?
Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:

Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár?

Fornleifafræði

Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), en einnig eru dæmi um að íslenskir fornleifafræðingar hafi sótt menntun sína til annara landa, til dæmis Danmerkur, Noregs, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Árið 2002 var sett á stofn námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og er greinin kennd til 60 eininga (2 ár) til BA prófs og einnig til MA prófs. Í flestum háskólum á Vesturlöndum þar sem fornleifafræði er kennd til BA eða BS prófs á annað borð tekur námið í heild þrjú ár en algengt er að menn taki aukafag með og fornleifafræðinámið sé þá tvö ár. Framhaldsnám í fornleifafræði getur tekið allt frá einu ári (í breskum skólum) og upp í 3-5 ár.

Fornleifafræði er fremur staðbundin fræðigrein og því sjaldgæft að menn leiti langt út fyrir eigið menningarsvæði til að læra hana. Íslensk fornleifafræði er hvergi kennd nema við Háskóla Íslands en líkar áherslur má finna í fornleifadeildum háskólanna í Tromsö í Noregi og Árósum í Danmörku. Þess má geta að meðal íslenskra fornleifafræðinga eru nokkrir með sérmenntun í fornleifafræði annarra menningarsvæða, til dæmis klassískri fornleifafræði og egyptólógíu, og íslenskir fornleifafræðingar hafa fengist við rannsóknir í Afríku og Austur-Asíu.

Fornfræði

Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki. Um þetta má lesa nánar í svari Svavars Hrafns Svavarssonar, Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?

Fornfræði er líka stundum notað sem þýðing á "antiquarian" og þá um þá kynslóð fræðimanna sem stundaði fornleifarannsóknir á 19. öld án þess að vera með háskólapróf eða neina menntun yfirhöfuð á þessu sviði. Annað einkenni á þeim hópi var að þeir voru fjölhæfari, fengust við rannsóknir á fleiri efnum en bara fornleifum, einkum og sér í lagi textum. Í þessum hópi mætti telja Sigurð Guðmundsson málara, Sigurð Vigfússon, Brynjúlf Jónsson frá Minna Núpi og jafnvel líka háskólamenn eins og Björn M. Olsen og Finn Jónsson sem fengust við fornleifarannsóknir þó þeir væru fyrst og fremst sérfræðingar í miðaldaritum. Kristján Eldjárn var fyrsti háskólagengni íslenski fornleifafræðingurinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...