Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár?Fornleifafræði Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), en einnig eru dæmi um að íslenskir fornleifafræðingar hafi sótt menntun sína til annara landa, til dæmis Danmerkur, Noregs, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Árið 2002 var sett á stofn námsbraut í fornleifafræði við Háskóla Íslands og er greinin kennd til 60 eininga (2 ár) til BA prófs og einnig til MA prófs. Í flestum háskólum á Vesturlöndum þar sem fornleifafræði er kennd til BA eða BS prófs á annað borð tekur námið í heild þrjú ár en algengt er að menn taki aukafag með og fornleifafræðinámið sé þá tvö ár. Framhaldsnám í fornleifafræði getur tekið allt frá einu ári (í breskum skólum) og upp í 3-5 ár.

- Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? eftir Orra Vésteinsson
- Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? eftir Orra Vésteinsson