Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju mjálma kettir?

Jón Már Halldórsson

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig á einhvern hátt og vekja viðbrögð. Með tímanum lærist þeim sem eru mikið kringum ketti að skilja merkingu tjáningar þeirra.

Eftir mörg þúsund ára þróun á sambandi manns og kattar má sjá margar athyglisverðar breytingar á háttalagi heimiliskatta sem greinir þá frá villiköttum. Mest áberandi er eðli tjáskipta heimiliskattanna og hvernig þeir hafa samskipti við mannfólkið.

Þær aðstæður sem heimiliskettir lifa við eru mjög frábrugðnar lifnaðarháttum villikatta. Í náttúrunni eru kettir miklir einfarar. Þeir hafa einungis náin samskipti við aðra ketti á pörunartíma og þegar læður ala upp kettlinga. Aftur á móti lifa heimiliskettir í nánu sambandi við heimilisfólk og jafnvel aðra ketti á heimilinu. Þegar kettir búa á heimili þar sem hundar eru nota þeir frekar líkamstjáningu til að koma skilaboðum til þeirra líkt og villikettir sín á milli, af þeirri ástæðu að hundar skilja slíkt tjáningarform betur, það er árangursríkara en tjáskipti með hljóðum.

Mjálmandi kettlingur.

Sumir sérfræðingar telja að til séu allt að 90 tilbrigði af mjálmi heimiliskatta. Munurinn á mjálminu liggur meðal annars í hrynjandinni, tónhæðinni og jafnvel framburðinum. Það merkilega í þessu samhengi er að kettir nota þessi fjölmörgu tilbrigði til að reyna að tjá sig við menn en samskipti milli heimiliskatta fara aðallega fram með líkamstjáningu. Villikettir virðast ekki hafa sama „orðaforða“ og þeir kettir sem hafa náið samband við mannfólkið.

Áhugavert er að velta þessari staðreynd fyrir sér og settar hafa verið fram tilgátur um hana. Líklegast er að kettir hafi einfaldlega lært það að tjáskipti með mjálmi („orðum“) við mennina séu árangursríkari en líkamstjáning. Rannsókn sem gerð var við sálfræðideild Cornell University sýndi fram á afar sterk viðbrögð fólks við mjálmi katta. Nicholas Nicastro sem rannsakað hefur kattarmjálm, heldur því fram að gervival (e. artifical selection, val manna en ekki náttúruval) hafi verið megin ástæðan fyrir því hversu ólík tjáskipti heimiliskatta og villikatta eru í reynd. Að öllum líkindum hafi gervivalið hafist strax við upphaf kattahalds í Egyptalandi til forna fyrir um sjö þúsund árum, á þeim tíma við upphaf akuryrkju þegar villikettir lögðu leið sína inn á kornakra í leit að nagdýrum sem spilltu uppskeru bænda. Kettir sem gáfu frá sér góðlátlegt og innilegt mjálm hafi frekar verið teknir inn í samfélagið en þeir þöglu eða ógnandi. Þannig hafi menn fyrir þúsundum ára lagt línunnar fyrir þau ólíku tjáskipti sem heimiliskettir og villikettir beita í dag.

Kettir eru húsdýr sem hafa lært hvernig þeir geta stjórnað okkur með því að mjálma á ákveðinn hátt, segja má að þeir kunni að hafa áhrif á tilfinningar okkar og fái þannig skjól, fæði og jafnvel gælur. Oft virðast þeir ekki gefa mikið í staðinn en sumum köttum rennur þó blóðið til skyldunnar og endurgjalda greiðann með því að veiða ofan í okkur mýs og fugla. Þá er hægt að snúa dæminu við og spyrja hvort við séum gæludýrin þeirra, í fæði hjá þeim.

Algengt er að menn líti á dýr sem sálarlausa hluti en raunin er allt önnur, sérhvert dýr hefur persónueinkenni. Góð vinátta milli manns og dýrs getur orðið til ef eigandinn veitir þeirri persónu sem það býr yfir athygli.

En kjarni málsins er sem sagt sá að heimiliskettir mjálma til þess að senda okkur mönnunum margvísleg skilaboð og menn hafa í öndverðu valið kattastofna sem gefa frá sér slík hljóð í hlutverk heimiliskattarins.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.7.2003

Síðast uppfært

11.12.2020

Spyrjandi

Inga R. Reynisdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju mjálma kettir?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2003, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3607.

Jón Már Halldórsson. (2003, 24. júlí). Af hverju mjálma kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3607

Jón Már Halldórsson. „Af hverju mjálma kettir?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2003. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3607>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju mjálma kettir?
Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig á einhvern hátt og vekja viðbrögð. Með tímanum lærist þeim sem eru mikið kringum ketti að skilja merkingu tjáningar þeirra.

Eftir mörg þúsund ára þróun á sambandi manns og kattar má sjá margar athyglisverðar breytingar á háttalagi heimiliskatta sem greinir þá frá villiköttum. Mest áberandi er eðli tjáskipta heimiliskattanna og hvernig þeir hafa samskipti við mannfólkið.

Þær aðstæður sem heimiliskettir lifa við eru mjög frábrugðnar lifnaðarháttum villikatta. Í náttúrunni eru kettir miklir einfarar. Þeir hafa einungis náin samskipti við aðra ketti á pörunartíma og þegar læður ala upp kettlinga. Aftur á móti lifa heimiliskettir í nánu sambandi við heimilisfólk og jafnvel aðra ketti á heimilinu. Þegar kettir búa á heimili þar sem hundar eru nota þeir frekar líkamstjáningu til að koma skilaboðum til þeirra líkt og villikettir sín á milli, af þeirri ástæðu að hundar skilja slíkt tjáningarform betur, það er árangursríkara en tjáskipti með hljóðum.

Mjálmandi kettlingur.

Sumir sérfræðingar telja að til séu allt að 90 tilbrigði af mjálmi heimiliskatta. Munurinn á mjálminu liggur meðal annars í hrynjandinni, tónhæðinni og jafnvel framburðinum. Það merkilega í þessu samhengi er að kettir nota þessi fjölmörgu tilbrigði til að reyna að tjá sig við menn en samskipti milli heimiliskatta fara aðallega fram með líkamstjáningu. Villikettir virðast ekki hafa sama „orðaforða“ og þeir kettir sem hafa náið samband við mannfólkið.

Áhugavert er að velta þessari staðreynd fyrir sér og settar hafa verið fram tilgátur um hana. Líklegast er að kettir hafi einfaldlega lært það að tjáskipti með mjálmi („orðum“) við mennina séu árangursríkari en líkamstjáning. Rannsókn sem gerð var við sálfræðideild Cornell University sýndi fram á afar sterk viðbrögð fólks við mjálmi katta. Nicholas Nicastro sem rannsakað hefur kattarmjálm, heldur því fram að gervival (e. artifical selection, val manna en ekki náttúruval) hafi verið megin ástæðan fyrir því hversu ólík tjáskipti heimiliskatta og villikatta eru í reynd. Að öllum líkindum hafi gervivalið hafist strax við upphaf kattahalds í Egyptalandi til forna fyrir um sjö þúsund árum, á þeim tíma við upphaf akuryrkju þegar villikettir lögðu leið sína inn á kornakra í leit að nagdýrum sem spilltu uppskeru bænda. Kettir sem gáfu frá sér góðlátlegt og innilegt mjálm hafi frekar verið teknir inn í samfélagið en þeir þöglu eða ógnandi. Þannig hafi menn fyrir þúsundum ára lagt línunnar fyrir þau ólíku tjáskipti sem heimiliskettir og villikettir beita í dag.

Kettir eru húsdýr sem hafa lært hvernig þeir geta stjórnað okkur með því að mjálma á ákveðinn hátt, segja má að þeir kunni að hafa áhrif á tilfinningar okkar og fái þannig skjól, fæði og jafnvel gælur. Oft virðast þeir ekki gefa mikið í staðinn en sumum köttum rennur þó blóðið til skyldunnar og endurgjalda greiðann með því að veiða ofan í okkur mýs og fugla. Þá er hægt að snúa dæminu við og spyrja hvort við séum gæludýrin þeirra, í fæði hjá þeim.

Algengt er að menn líti á dýr sem sálarlausa hluti en raunin er allt önnur, sérhvert dýr hefur persónueinkenni. Góð vinátta milli manns og dýrs getur orðið til ef eigandinn veitir þeirri persónu sem það býr yfir athygli.

En kjarni málsins er sem sagt sá að heimiliskettir mjálma til þess að senda okkur mönnunum margvísleg skilaboð og menn hafa í öndverðu valið kattastofna sem gefa frá sér slík hljóð í hlutverk heimiliskattarins.

Heimildir, frekari fróðleikur og myndir:...