Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:35 • Sest 22:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:42 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:50 • Síðdegis: 23:24 í Reykjavík

Hverjir eru litir hesta?

Fríða Rakel Linnet

Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi:

Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari.

Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós á bleikum hestum, sem og flipi, hófar og nasavængir.

Leirljós: Gulhvítur. Einkenni leirljósra hesta er næstum hvítt fax og tagl.

Brúnn: Getur verið frá ljósbrúnu til tinnusvarts, fax og tagl eru oftast eins og búkurinn. Folöldin eru oft grábrún en dökkna með aldrinum.

Mósóttur: Er öskugrár eða grábrúnn. Fax, tagl og hófar eru dekkri en búkurinn.

Jarpur: Getur verið botnjarpur, dökkjarpur, korgjarpur (með hringjamynstri) og rauðjarpur. Hófar, tagl og fax eru oft dekkri en búkurinn.

Bleikálóttur: Hrossin eru dökkbleik á bol, með næstum því svarta mön í faxi (mön er lína sem liggur eftir hestinum ofan á hryggnum). Fætur eru oftast dekkri og hófar eru auk þess dökkir.

Moldóttur: Breytilegur, frá gulum (nær hvítum) til dökkjarps. Höfuð eða snoppa eru gulleit en fax, tagl og fætur eru dökkir.

Móvindóttur: Á milli mósótts og brúns. Fax og tagl eru oftast silfurgrá. Rauðvindótt er líka til.

Hvítur (albínói): Litlaus hross eru ýmist hringeygð, glaseygð eða rauðeygð.

Ofangreindir litir geta komið fyrir einir en líka geta skjóttir, blesóttir, stjörnóttir, nösóttir, tvístjörnóttir og skokkóttir litir fylgt þeim.

Grátt: Getur verið með öllum litum. Folaldið fæðist með eðlilegan grunnlit en smátt og smátt fara hvít hár að birtast og að lokum hverfur grunnliturinn og hesturinn verður hvítur.

Litförótt: Getur fylgt öllum litum hestsins. Liturinn kemur fram við að hvít hár koma í bland við dökk hár úr grunnlit. Mest ber á hvítum hárum í vetrarfeldinum og þá eru hrossin grá, en á vorin dökkna þau mikið, þá kemur grunnliturinn oft lítið breyttur fram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Íslensk Orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenski hesturinn


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Setbergsskóla

Útgáfudagur

5.12.2002

Spyrjandi

Áslaug Sigurbjörnsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Fríða Rakel Linnet. „Hverjir eru litir hesta?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2002. Sótt 26. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=2939.

Fríða Rakel Linnet. (2002, 5. desember). Hverjir eru litir hesta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2939

Fríða Rakel Linnet. „Hverjir eru litir hesta?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2002. Vefsíða. 26. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2939>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru litir hesta?
Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi:

Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari.

Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós á bleikum hestum, sem og flipi, hófar og nasavængir.

Leirljós: Gulhvítur. Einkenni leirljósra hesta er næstum hvítt fax og tagl.

Brúnn: Getur verið frá ljósbrúnu til tinnusvarts, fax og tagl eru oftast eins og búkurinn. Folöldin eru oft grábrún en dökkna með aldrinum.

Mósóttur: Er öskugrár eða grábrúnn. Fax, tagl og hófar eru dekkri en búkurinn.

Jarpur: Getur verið botnjarpur, dökkjarpur, korgjarpur (með hringjamynstri) og rauðjarpur. Hófar, tagl og fax eru oft dekkri en búkurinn.

Bleikálóttur: Hrossin eru dökkbleik á bol, með næstum því svarta mön í faxi (mön er lína sem liggur eftir hestinum ofan á hryggnum). Fætur eru oftast dekkri og hófar eru auk þess dökkir.

Moldóttur: Breytilegur, frá gulum (nær hvítum) til dökkjarps. Höfuð eða snoppa eru gulleit en fax, tagl og fætur eru dökkir.

Móvindóttur: Á milli mósótts og brúns. Fax og tagl eru oftast silfurgrá. Rauðvindótt er líka til.

Hvítur (albínói): Litlaus hross eru ýmist hringeygð, glaseygð eða rauðeygð.

Ofangreindir litir geta komið fyrir einir en líka geta skjóttir, blesóttir, stjörnóttir, nösóttir, tvístjörnóttir og skokkóttir litir fylgt þeim.

Grátt: Getur verið með öllum litum. Folaldið fæðist með eðlilegan grunnlit en smátt og smátt fara hvít hár að birtast og að lokum hverfur grunnliturinn og hesturinn verður hvítur.

Litförótt: Getur fylgt öllum litum hestsins. Liturinn kemur fram við að hvít hár koma í bland við dökk hár úr grunnlit. Mest ber á hvítum hárum í vetrarfeldinum og þá eru hrossin grá, en á vorin dökkna þau mikið, þá kemur grunnliturinn oft lítið breyttur fram.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Íslensk Orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenski hesturinn


Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....