Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?

Guðrún Stefánsdóttir

Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar gen, annars vegar gen (C) sem leyfir eðlilega litarefnisframleiðslu á melaníni og hins vegar gen (Ccr) sem deyfir framleiðslu á melaníni og lýsir litinn. Áhrifin eru meiri á rautt melanín en svart.

Ef hestur ber tvö C-gen í sætinu verður eðlileg litarefnisframleiðsla á melaníni. Ef hestur ber arfgerðina CCcr, það er eitt af hvoru geni, þá verður lýsing á melanín-litarefninu og er algengast að hestar með þá arfgerð séu leirljósir eða moldóttir en sumir geta einnig verið mórauðir. Ef hestur ber arfgerðina CcrCcr, það er tvö gen sem lýsa litinn, verður ekki eðlileg framleiðsla á melaníni og hesturinn verður það sem er kallað albínói eða hvítingi. Þessir hestar eru samt með meira litarefni í líkamanum en algengast er að albínóar af öðrum tegundum hryggdýra hafi.

Hestar sem sagðir eru albínóar eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér.

Albínismi kemur fyrir hjá öllum hryggdýrum en tíðnin er lág. Það er þekkt að sjón albínóa getur verið ofurviðkvæm fyrir ljósi. Albínóar meðal hesta eru gjarnan með blá eða rauðleit augu og bleika húð (geta sólbrunnið), en það er ekki vitað til þess að þeir séu blindir og það er ekki reynsla hestamanna. Þeir geta hins vegar séð mjög illa eða ekki við ákveðnar umhverfisaðstæður, til dæmis í ofurbirtu eins og glampandi sólskini og snjó. Við þannig aðstæður getur sjónin háð þeim bæði sem reiðhestum og þegar þeir fara frjálsir um í haga. En alla jafna (þegar ekki er ofurbirta) verður ekki vart við að sjónin trufli hesta sem eru albínóar og þeir nýtast vel sem reiðhestar.

Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir sýnt að vindóttum lit í íslenskum hestum og fleiri hestakynjum fylgja augngallar sem hafa alvarleg neikvæð áhrif á sjónina, jafnvel nánast blindu, einkum hjá hrossum sem eru arfhrein fyrir vindóttum lit.

Heimildir og mynd:

  • Andersson L.S., Axelsson J., Dubielzig R.R., Lindgren G. og Ekesten B. (2011). Multiple congenital ocular anomalies in Icelandic horses. BMC Veterinary Research 7:21.
  • Sponenberg D.P. (2009). Equine Color Genetics. USA: Wiley-Blackwell.
  • Stefán Aðalsteinsson (2001). Íslenski hesturinn, litir og erfðir. Reykjavík: Ormstunga.
  • Mynd: Pinterest. (Sótt 12.2.2020).

Höfundur

Guðrún Stefánsdóttir

dósent við Háskólann á Hólum

Útgáfudagur

25.2.2020

Spyrjandi

Margrét Rós Vilhjálmsdóttir

Tilvísun

Guðrún Stefánsdóttir. „Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2020, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71534.

Guðrún Stefánsdóttir. (2020, 25. febrúar). Eru allir hestar sem eru albínóar blindir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71534

Guðrún Stefánsdóttir. „Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2020. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71534>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?
Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar gen, annars vegar gen (C) sem leyfir eðlilega litarefnisframleiðslu á melaníni og hins vegar gen (Ccr) sem deyfir framleiðslu á melaníni og lýsir litinn. Áhrifin eru meiri á rautt melanín en svart.

Ef hestur ber tvö C-gen í sætinu verður eðlileg litarefnisframleiðsla á melaníni. Ef hestur ber arfgerðina CCcr, það er eitt af hvoru geni, þá verður lýsing á melanín-litarefninu og er algengast að hestar með þá arfgerð séu leirljósir eða moldóttir en sumir geta einnig verið mórauðir. Ef hestur ber arfgerðina CcrCcr, það er tvö gen sem lýsa litinn, verður ekki eðlileg framleiðsla á melaníni og hesturinn verður það sem er kallað albínói eða hvítingi. Þessir hestar eru samt með meira litarefni í líkamanum en algengast er að albínóar af öðrum tegundum hryggdýra hafi.

Hestar sem sagðir eru albínóar eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér.

Albínismi kemur fyrir hjá öllum hryggdýrum en tíðnin er lág. Það er þekkt að sjón albínóa getur verið ofurviðkvæm fyrir ljósi. Albínóar meðal hesta eru gjarnan með blá eða rauðleit augu og bleika húð (geta sólbrunnið), en það er ekki vitað til þess að þeir séu blindir og það er ekki reynsla hestamanna. Þeir geta hins vegar séð mjög illa eða ekki við ákveðnar umhverfisaðstæður, til dæmis í ofurbirtu eins og glampandi sólskini og snjó. Við þannig aðstæður getur sjónin háð þeim bæði sem reiðhestum og þegar þeir fara frjálsir um í haga. En alla jafna (þegar ekki er ofurbirta) verður ekki vart við að sjónin trufli hesta sem eru albínóar og þeir nýtast vel sem reiðhestar.

Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir sýnt að vindóttum lit í íslenskum hestum og fleiri hestakynjum fylgja augngallar sem hafa alvarleg neikvæð áhrif á sjónina, jafnvel nánast blindu, einkum hjá hrossum sem eru arfhrein fyrir vindóttum lit.

Heimildir og mynd:

  • Andersson L.S., Axelsson J., Dubielzig R.R., Lindgren G. og Ekesten B. (2011). Multiple congenital ocular anomalies in Icelandic horses. BMC Veterinary Research 7:21.
  • Sponenberg D.P. (2009). Equine Color Genetics. USA: Wiley-Blackwell.
  • Stefán Aðalsteinsson (2001). Íslenski hesturinn, litir og erfðir. Reykjavík: Ormstunga.
  • Mynd: Pinterest. (Sótt 12.2.2020).

...