Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta ljón verið hvít?

Jón Már Halldórsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?
Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur við Kruger-þjóðgarðinn í Suður-Afríku og er það talið í fyrsta skipti sem einhver af evrópskum uppruna leit slík ljón augum. Næstu áratugi á eftir gengu sögur um hvít ljón en það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem þau voru fest á filmu í fyrsta sinn.

Árið 1975 vann bandaríski náttúrufræðingurinn Chris McBride að rannsóknum á ljónum á Timbavati-verndarsvæðinu. Þar fann hann, ásamt fjölskyldu sinni, tvo ljónahvolpa sem voru „hvítir sem ísbirnir“. Hvolparnir voru hvor af sínu kyni og var karldýrið nefnt Temba en kvendýrið Tombi.

Hvítur ljónahvolpur.

McBride fylgdist með dýrunum og komst að þeirri niðurstöðu að liturinn gerði þeim lífsbaráttuna erfiðari. Hvíti liturinn vekti allt of mikla athygli annarra dýra, hvort sem væri veiðidýra eða keppinauta, og þeim gengi ekki eins vel að dyljast eins og gulbrúnum ljónum.

Temba, karldýrinu, vegnaði verr en ljónynjunni enda eru lífslíkur hvítra kvendýra meiri en karldýra. Ástæðan er sú að frá fæðingu halda kvendýrin til í hópnum en ung karldýr eru hrakin á brott af ráðandi karldýrum og þurfa að draga fram lífið ein þangað til þeim tekst að koma sér upp nýjum hópi. Ljón eru stór og þung og hlaupa ekki langar leiðir á eftir bráð sinni. Þau reyna heldur að komast nálægt veiðidýrinu og taka síðan sprettinn. Því er gott að falla vel inn í umhverfið líkt og venjuleg ljón gera en það reynist hvítum ljónum erfitt. McBride tók eftir því að Temba gekk illa að veiða og svalt heilu hungri.

Áhyggjur McBride af afkomu hvítu ljónanna í náttúrunni urðu til þess að dýrin voru fönguð og flutt í dýragarð í Pretoríu í Suður-Afríku. Temba dó þar án þess að eignast afkvæmi en Tombi lifði til ársins 1996 og eignaðist nokkra hvolpa. Núna er ekki vitað um nein hvít ljón sem lifa í villtri náttúru en á þriðja tug hvítra ljóna eru til í dýragörðum.

Hvít ljón eru ekki eiginlegir albínóar þar sem litarefni er til staðar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld.

Hvít ljón eru ekki albínóar í ströngustu merkingu þess orðs þar sem litarefni er til staðar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld. Hvolparnir eru nánast alveg hvítir á feldinn en þegar dýrin eldast dökknar feldurinn og verður rjómalitaður. Hvíti liturinn stafar líklega af víkjandi geni.

Rannsóknir hafa staðfest að dánartíðni hvítra ljóna er mun hærri en hjá öðrum ljónum og jafnvel þótt þau búi við bestu lífskilyrði þá dregur það óverulega úr dánartíðninni. Að mati dýrafræðinga er það liturinn sem gerir þeim erfiðara fyrir við veiðar og er meginástæða þess hversu illa þeim farnast.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.8.2004

Síðast uppfært

12.2.2020

Spyrjandi

Hugrún Erla Karlsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón verið hvít?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2004, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4470.

Jón Már Halldórsson. (2004, 19. ágúst). Geta ljón verið hvít? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4470

Jón Már Halldórsson. „Geta ljón verið hvít?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2004. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta ljón verið hvít?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Geta ljón verið hvít? Ef svo er, frá hvaða landi eru þau eða voru og er til mikið af þeim?
Í margar aldir hefur verið uppi orðrómur um tilvist hvítra ljóna í Suður-Afríku. Á fjórða áratug síðustu aldar sá Joyce nokkur Mostert hvítt ljón á Timbavati-verndarsvæðinu sem liggur við Kruger-þjóðgarðinn í Suður-Afríku og er það talið í fyrsta skipti sem einhver af evrópskum uppruna leit slík ljón augum. Næstu áratugi á eftir gengu sögur um hvít ljón en það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum sem þau voru fest á filmu í fyrsta sinn.

Árið 1975 vann bandaríski náttúrufræðingurinn Chris McBride að rannsóknum á ljónum á Timbavati-verndarsvæðinu. Þar fann hann, ásamt fjölskyldu sinni, tvo ljónahvolpa sem voru „hvítir sem ísbirnir“. Hvolparnir voru hvor af sínu kyni og var karldýrið nefnt Temba en kvendýrið Tombi.

Hvítur ljónahvolpur.

McBride fylgdist með dýrunum og komst að þeirri niðurstöðu að liturinn gerði þeim lífsbaráttuna erfiðari. Hvíti liturinn vekti allt of mikla athygli annarra dýra, hvort sem væri veiðidýra eða keppinauta, og þeim gengi ekki eins vel að dyljast eins og gulbrúnum ljónum.

Temba, karldýrinu, vegnaði verr en ljónynjunni enda eru lífslíkur hvítra kvendýra meiri en karldýra. Ástæðan er sú að frá fæðingu halda kvendýrin til í hópnum en ung karldýr eru hrakin á brott af ráðandi karldýrum og þurfa að draga fram lífið ein þangað til þeim tekst að koma sér upp nýjum hópi. Ljón eru stór og þung og hlaupa ekki langar leiðir á eftir bráð sinni. Þau reyna heldur að komast nálægt veiðidýrinu og taka síðan sprettinn. Því er gott að falla vel inn í umhverfið líkt og venjuleg ljón gera en það reynist hvítum ljónum erfitt. McBride tók eftir því að Temba gekk illa að veiða og svalt heilu hungri.

Áhyggjur McBride af afkomu hvítu ljónanna í náttúrunni urðu til þess að dýrin voru fönguð og flutt í dýragarð í Pretoríu í Suður-Afríku. Temba dó þar án þess að eignast afkvæmi en Tombi lifði til ársins 1996 og eignaðist nokkra hvolpa. Núna er ekki vitað um nein hvít ljón sem lifa í villtri náttúru en á þriðja tug hvítra ljóna eru til í dýragörðum.

Hvít ljón eru ekki eiginlegir albínóar þar sem litarefni er til staðar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld.

Hvít ljón eru ekki albínóar í ströngustu merkingu þess orðs þar sem litarefni er til staðar í augum og loppum þótt það vanti í húð og feld. Hvolparnir eru nánast alveg hvítir á feldinn en þegar dýrin eldast dökknar feldurinn og verður rjómalitaður. Hvíti liturinn stafar líklega af víkjandi geni.

Rannsóknir hafa staðfest að dánartíðni hvítra ljóna er mun hærri en hjá öðrum ljónum og jafnvel þótt þau búi við bestu lífskilyrði þá dregur það óverulega úr dánartíðninni. Að mati dýrafræðinga er það liturinn sem gerir þeim erfiðara fyrir við veiðar og er meginástæða þess hversu illa þeim farnast.

Heimildir, myndir og frekari fróðleikur: ...