Í moskum er ætíð útskot, eins konar skápur, sem sýnir í hvaða átt hin helga borg Mekka er, en þangað skuli trúaðir snúa andlitnu er þeir biðjast fyrir. Þetta kallast mihrab og er eftirmynd hellis þar sem áður var beðist fyrir. Við hlið mihrab er pallur, mimbar, þar sem kennimaður stendur er hann ávarpar fólkið í moskunni. Moska er sagt vera komið af arabíska orðinu masjid, sem þýðir staður þar sem fallið er fram, bænastaður. Í hvolfþaki moskanna er mánasigð grópuð og bendir til Mekka. Samkvæmt íslam má ekki hafa myndir í moskum en þess í stað eru skrautrituð vers úr Kóraninum upp um alla veggi. Mynd: Islamic Flags
Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?
Í moskum er ætíð útskot, eins konar skápur, sem sýnir í hvaða átt hin helga borg Mekka er, en þangað skuli trúaðir snúa andlitnu er þeir biðjast fyrir. Þetta kallast mihrab og er eftirmynd hellis þar sem áður var beðist fyrir. Við hlið mihrab er pallur, mimbar, þar sem kennimaður stendur er hann ávarpar fólkið í moskunni. Moska er sagt vera komið af arabíska orðinu masjid, sem þýðir staður þar sem fallið er fram, bænastaður. Í hvolfþaki moskanna er mánasigð grópuð og bendir til Mekka. Samkvæmt íslam má ekki hafa myndir í moskum en þess í stað eru skrautrituð vers úr Kóraninum upp um alla veggi. Mynd: Islamic Flags
Útgáfudagur
24.6.2004
Síðast uppfært
13.11.2018
Spyrjandi
6. bekkur C í Melaskóla
Tilvísun
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2004, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4370.
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2004, 24. júní). Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4370
Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2004. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4370>.