Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Ekkert slíkt tákn er í trúarbrögðum múslíma. Þó er mánasigð og stjarna oft talin svara til krossins. Þetta er oft kallað íslamski hálfmáninn. Til dæmis er Rauði hálfmáninn tákn hjálparstarfs Rauða krossins í löndum íslam.

Í átrúnaði múslíma er þó ekki talað um mánasigðina sem slíkt tákn, enda var hún fyrst notuð í Ottómanríkinu og talið er að hún hafi fyrst verið sett í fána ríkisins eftir fall Konstantínópel árið 1453. Í hugmyndaheimi íslam er tunglið tákn tímans og árinu er skipt í tunglmánuði. Mánasigðin er tákn vaxandi tungls, al-hilal.

Í moskum er ætíð útskot, eins konar skápur, sem sýnir í hvaða átt hin helga borg Mekka er, en þangað skuli trúaðir snúa andlitnu er þeir biðjast fyrir. Þetta kallast mihrab og er eftirmynd hellis þar sem áður var beðist fyrir. Við hlið mihrab er pallur, mimbar, þar sem kennimaður stendur er hann ávarpar fólkið í moskunni. Moska er sagt vera komið af arabíska orðinu masjid, sem þýðir staður þar sem fallið er fram, bænastaður.

Í hvolfþaki moskanna er mánasigð grópuð og bendir til Mekka. Samkvæmt íslam má ekki hafa myndir í moskum en þess í stað eru skrautrituð vers úr Kóraninum upp um alla veggi.

Mynd: Islamic Flags

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.6.2004

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

6. bekkur C í Melaskóla

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2004, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4370.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2004, 24. júní). Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4370

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2004. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?
Ekkert slíkt tákn er í trúarbrögðum múslíma. Þó er mánasigð og stjarna oft talin svara til krossins. Þetta er oft kallað íslamski hálfmáninn. Til dæmis er Rauði hálfmáninn tákn hjálparstarfs Rauða krossins í löndum íslam.

Í átrúnaði múslíma er þó ekki talað um mánasigðina sem slíkt tákn, enda var hún fyrst notuð í Ottómanríkinu og talið er að hún hafi fyrst verið sett í fána ríkisins eftir fall Konstantínópel árið 1453. Í hugmyndaheimi íslam er tunglið tákn tímans og árinu er skipt í tunglmánuði. Mánasigðin er tákn vaxandi tungls, al-hilal.

Í moskum er ætíð útskot, eins konar skápur, sem sýnir í hvaða átt hin helga borg Mekka er, en þangað skuli trúaðir snúa andlitnu er þeir biðjast fyrir. Þetta kallast mihrab og er eftirmynd hellis þar sem áður var beðist fyrir. Við hlið mihrab er pallur, mimbar, þar sem kennimaður stendur er hann ávarpar fólkið í moskunni. Moska er sagt vera komið af arabíska orðinu masjid, sem þýðir staður þar sem fallið er fram, bænastaður.

Í hvolfþaki moskanna er mánasigð grópuð og bendir til Mekka. Samkvæmt íslam má ekki hafa myndir í moskum en þess í stað eru skrautrituð vers úr Kóraninum upp um alla veggi.

Mynd: Islamic Flags...