- Táknin eru einföld og myndræn og byggja á látbragði sem er öllum eiginlegt. Börn eiga auðveldara með að læra það sem þau sjá en það sem þau heyra. Með því að tákna lykilhugtök setningarinnar er börnunum gefin „vísbending“ um hvað verið er að tala um.
- Táknanotkun dregur úr talhraða þeirra sem tala við börnin. Setningarnar verða styttri og hnitmiðaðri. Táknanotkun stuðlar því að skýrara tali.
- Táknanotkun stuðlar einnig að því að barn og viðmælandi séu í augnsambandi. Gott augnsamband er mikilvægt til að barnið nemi málið, hvort sem það eru orð eða tákn.
- Mörgum börnum veitist auðveldara að mynda tákn en að tala. Útfærsla talhljóða er flókið ferli. Auðveldara er fyrir marga með málþroskafrávik að hreyfa hendurnar á ákveðinn hátt en að segja skiljanleg orð.
- Táknin gefa börnunum möguleika til tjáskipta, oft löngu áður en þau læra að tala. Að ná valdi yfir hreyfingum sínum og samhæfingu þeirra er undanfari þess að ná valdi yfir talfærunum.
- Talið tekur oftast við af táknunum smám saman. Eftir því sem talgetan eykst minnkar þörfin fyrir táknin. Það er alltaf eðlilegra að tjá sig með tali, ef maður skilst, en að tala með táknum.
Sendu inn spurningu
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Útgáfudagur
19.9.2002
Spyrjandi
Guðmundur Ísak Markússon, f. 1995
Tilvísun
Jóna G. Ingólfsdóttir. „Hvað er tákn með tali?“ Vísindavefurinn, 19. september 2002. Sótt 16. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=2721.
Jóna G. Ingólfsdóttir. (2002, 19. september). Hvað er tákn með tali? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2721
Jóna G. Ingólfsdóttir. „Hvað er tákn með tali?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2002. Vefsíða. 16. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2721>.
Vísindadagatalið
Þorsteinn Vilhjálmsson
1940
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum.