Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

EÖÞ og ÞV

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þess að táknið er meira notað í ensku en íslensku. Það er jafnvel talið ofnotað í ensku um þessar mundir.

En tilgangurinn er sem sagt að stytta textann og flýta fyrir skrifaranum. Má til dæmis sjá dæmi um það í gömlum handskrifuðum bréfum og skjölum þar sem menn notuðu jafnvel alltaf þetta tákn í staðinn fyrir samtenginguna í viðkomandi tungumáli.

Okkur er ekki kunnugt um sérstakar reglur um notkun þessa tákns. Með hliðsjón af tilgreindri heimild okkar getur talist eðlilegt að nota '&' í stað 'og' í nokkrum tilvikum:
  • Í nöfnum fyrirtækja: Smith & Norland.
  • Þegar pláss er takmarkað, til að mynda í þröngum töflum.
  • Til skreytingar, til dæmis í merkjum fyrirtækja.
  • Í fræðiritum þegar vísað er í knöppu formi í rit eftir tvo eða fleiri höfunda: Smith & Jones, 1998.
Ekki er mælt með því að nota '&' í stað 'og' í venjulegum, fullgildum texta. Þannig væri ankannalegt að skrifa hér: Þetta svar er stutt & laggott!

Að lokum má geta þess að táknið sjálft er orðið til með stílfæringu á latnesku samtengingunni et sem þýðir 'og', en hana er einnig að finna í ýmsum öðrum rómönskum málum, svo sem frönsku, ítölsku og spænsku. Þessi myndlíking sést betur í sumum leturgerðum en öðrum og yfirleitt best í skáletri, samanber myndina sem fylgir svarinu.

Heimild:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.8.2003

Spyrjandi

Ingi Finnsson

Efnisorð

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3640.

EÖÞ og ÞV. (2003, 6. ágúst). Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3640

EÖÞ og ÞV. „Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3640>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?

Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þess að táknið er meira notað í ensku en íslensku. Það er jafnvel talið ofnotað í ensku um þessar mundir.

En tilgangurinn er sem sagt að stytta textann og flýta fyrir skrifaranum. Má til dæmis sjá dæmi um það í gömlum handskrifuðum bréfum og skjölum þar sem menn notuðu jafnvel alltaf þetta tákn í staðinn fyrir samtenginguna í viðkomandi tungumáli.

Okkur er ekki kunnugt um sérstakar reglur um notkun þessa tákns. Með hliðsjón af tilgreindri heimild okkar getur talist eðlilegt að nota '&' í stað 'og' í nokkrum tilvikum:
  • Í nöfnum fyrirtækja: Smith & Norland.
  • Þegar pláss er takmarkað, til að mynda í þröngum töflum.
  • Til skreytingar, til dæmis í merkjum fyrirtækja.
  • Í fræðiritum þegar vísað er í knöppu formi í rit eftir tvo eða fleiri höfunda: Smith & Jones, 1998.
Ekki er mælt með því að nota '&' í stað 'og' í venjulegum, fullgildum texta. Þannig væri ankannalegt að skrifa hér: Þetta svar er stutt & laggott!

Að lokum má geta þess að táknið sjálft er orðið til með stílfæringu á latnesku samtengingunni et sem þýðir 'og', en hana er einnig að finna í ýmsum öðrum rómönskum málum, svo sem frönsku, ítölsku og spænsku. Þessi myndlíking sést betur í sumum leturgerðum en öðrum og yfirleitt best í skáletri, samanber myndina sem fylgir svarinu.

Heimild:...