Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?

Þórgunnur Snædal

Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar:

Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita.

Þessari spurningu er bæði auðvelt og erfitt að svara. Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir, nema hvað 1. og 3. táknið í neðri (styttri) röðinni minnir á frumgermanska d-rún.

Þessi tákn eru ekki læsilegar rúnir.

Þetta eru einhverskonar töfra- eða galdratákn sem sum koma mér hálfkunnuglega fyrir sjónir enda hef ég séð óteljandi slík tákn í þeim fjölmörgu rúna- og galdrahandritum sem ég hef farið yfir.

Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Mér dettur helst í hug Galdrabók Skugga (Einars? Jochumssonar), sem ég hef bara aðeins litið í en ég veit að hún hefur verið vinsæl meðal galdraáhugamanna og eitthvað af henni gefið út, held ég.

Handritið er i handritadeild Landsbókasafns. En það er bara ágiskun. Líklega best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

10.2.2015

Spyrjandi

Haukur Unnar Þorkelsson

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2015, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69159.

Þórgunnur Snædal. (2015, 10. febrúar). Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69159

Þórgunnur Snædal. „Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2015. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69159>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?
Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar:

Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita.

Þessari spurningu er bæði auðvelt og erfitt að svara. Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir, nema hvað 1. og 3. táknið í neðri (styttri) röðinni minnir á frumgermanska d-rún.

Þessi tákn eru ekki læsilegar rúnir.

Þetta eru einhverskonar töfra- eða galdratákn sem sum koma mér hálfkunnuglega fyrir sjónir enda hef ég séð óteljandi slík tákn í þeim fjölmörgu rúna- og galdrahandritum sem ég hef farið yfir.

Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Mér dettur helst í hug Galdrabók Skugga (Einars? Jochumssonar), sem ég hef bara aðeins litið í en ég veit að hún hefur verið vinsæl meðal galdraáhugamanna og eitthvað af henni gefið út, held ég.

Handritið er i handritadeild Landsbókasafns. En það er bara ágiskun. Líklega best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.

...