Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?

Þórgunnur Snædal

Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sóttar.1 Þó er ljóst að fyrir tíma rúnanna notuðu Germanar einhvers konar tákn við spádóma og véfréttir eins og Tacitus segir frá í Germaníu (98 e. Kr.):
Þeir sníða grein af aldintré og hluta í smábúta, er þeir aðgreina með mismunandi merkjum; strá svo bútunum án greinarmunar og af handahófi á hvítt klæði. Að því búnu kemur prestur þjóðflokksins, ef spáfréttin er fyrir alþjóðar hönd en annars heimilisfaðirinn, lítur hann upp til himins og ákallar guðina, en tekur því næst hvern bút þrisvar upp. Þýðir hann svo hlutkestið af merkjum þeim er á bútana voru sett.2
Ekki er líklegt að þessi merki (notaé) hafi verið rúnir, en slík merki gætu hafa verið fyrirrennarar rúnanna. Enda álíta sumir rúnafræðingar að nokkur af þessum táknum hafi seinna verið tekin upp í rúnastafrófið.3

Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld. Myndin sýnir ljósprentun af papýrusbroti frá valdatíð Claudiusar keisara á miðri 1. öld.

Orðið rún, sem upphaflega virðist hafa þýtt leyndarmál, leynilegt tákn, og svo framvegis, gæti verið eldra en rúnirnar og verið notað um slík spádómsmerki. Það er athyglisvert að presturinn tók hvern bút þrisvar upp, gæti það bent til þess að skipting rúnastafrófsins í þrjár ættir eigi uppruna sinn í notkun þeirra við slíkar spáfréttir. En ætla má að rúnirnar hafi leyst hin fyrri tákn af hólmi og að nöfn þeirra, sem sennilega hafa fylgt þeim frá upphafi, hafi þjónað ákveðnum tilgangi við véfréttir og spádóma.4

Rúnirnar koma fram á sjónarsviðið þegar ættarsamfélög Germana fara að þróast í herkonungdæmi fyrir áhrif frá Rómaveldi. Þessir herkonungar stældu mjög rómverska siði og þess vegna er eðlilegt að stafróf þeirra sé tilkomið fyrir áhrif frá rómversku letri, enda eru tengsl rúnanna við þessa stétt augljós frá upphafi. Höfuðgoð þessara herkonunga og fylgismanna þeirra var Óðinn og því eðlilegt að rúnirnar væru tileinkaðar honum eða taldar frá honum komnar.5 Ekkert bendir þó til annars en að rúnirnar hafi frá upphafi fyrst og fremst verið notaðar sem venjulegt letur og elstu áreiðanlegu dæmin um rúnagaldra eru frá 5. öld.

Tilvísanir:

1 Erik Moltke 1986, bls. 61-70; Elmer Antonsen 1989, er á nokkuð annarri skoðun um uppruna rúnanna.

2 Einar Ólafur Sveinsson 1962, bls. 56.

3 Ralph W.V. Elliott 1989, bls. 2.

4 Ralph W.V. Elliott 1989, s. 60-77.

5 Lotte Hedeager 1993.

Heimildir:
  • Antonsen, Elmer H. 1989: The Runes: The Earliest Germanic Writing System. The Origins of Writing. Útg. W.E. Senner. Lincoln University.
  • Einar Ólafur Sveinsson 1962: Íslenzkar bókmenntir í fornöld. Reykjavík.
  • Elliott, Ralph, W.V. 1989: Runes, an Introduction. Manchester University Press.
  • Hedeager, Lotte 1993: The Creation of Germanic Identy, úr Frontières D'Empire. Actes de la Table Ronde Internationale de Nemours 1992. Mémoires du Musée de Préhistoire d'lle-de-France, 5, 1993.

Mynd:


Texti þessa svars birtist áður í: Þórgunnur Snædal, 1998: „Íslenskar rúnir í norrænu ljósi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

16.4.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2013, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64266.

Þórgunnur Snædal. (2013, 16. apríl). Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64266

Þórgunnur Snædal. „Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2013. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Átti rúnaletur sér einhverja fyrirmynd og til hvers voru rúnir notaðar í fyrstu?
Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld, en margir fornleifafundir sýna að mikil samskipti voru milli Rómverja og Danmerkur á þeim tímum. Rúnirnar eru auðsjáanlega mótaðar af manni sem kunni latínustafrófið þótt ekki séu allar þangað sóttar.1 Þó er ljóst að fyrir tíma rúnanna notuðu Germanar einhvers konar tákn við spádóma og véfréttir eins og Tacitus segir frá í Germaníu (98 e. Kr.):

Þeir sníða grein af aldintré og hluta í smábúta, er þeir aðgreina með mismunandi merkjum; strá svo bútunum án greinarmunar og af handahófi á hvítt klæði. Að því búnu kemur prestur þjóðflokksins, ef spáfréttin er fyrir alþjóðar hönd en annars heimilisfaðirinn, lítur hann upp til himins og ákallar guðina, en tekur því næst hvern bút þrisvar upp. Þýðir hann svo hlutkestið af merkjum þeim er á bútana voru sett.2
Ekki er líklegt að þessi merki (notaé) hafi verið rúnir, en slík merki gætu hafa verið fyrirrennarar rúnanna. Enda álíta sumir rúnafræðingar að nokkur af þessum táknum hafi seinna verið tekin upp í rúnastafrófið.3

Fyrirmynd rúnanna er að öllum líkindum latínustafrófið eins og það var ritað í Rómaveldi um Krists burð, eða á 1. öld. Myndin sýnir ljósprentun af papýrusbroti frá valdatíð Claudiusar keisara á miðri 1. öld.

Orðið rún, sem upphaflega virðist hafa þýtt leyndarmál, leynilegt tákn, og svo framvegis, gæti verið eldra en rúnirnar og verið notað um slík spádómsmerki. Það er athyglisvert að presturinn tók hvern bút þrisvar upp, gæti það bent til þess að skipting rúnastafrófsins í þrjár ættir eigi uppruna sinn í notkun þeirra við slíkar spáfréttir. En ætla má að rúnirnar hafi leyst hin fyrri tákn af hólmi og að nöfn þeirra, sem sennilega hafa fylgt þeim frá upphafi, hafi þjónað ákveðnum tilgangi við véfréttir og spádóma.4

Rúnirnar koma fram á sjónarsviðið þegar ættarsamfélög Germana fara að þróast í herkonungdæmi fyrir áhrif frá Rómaveldi. Þessir herkonungar stældu mjög rómverska siði og þess vegna er eðlilegt að stafróf þeirra sé tilkomið fyrir áhrif frá rómversku letri, enda eru tengsl rúnanna við þessa stétt augljós frá upphafi. Höfuðgoð þessara herkonunga og fylgismanna þeirra var Óðinn og því eðlilegt að rúnirnar væru tileinkaðar honum eða taldar frá honum komnar.5 Ekkert bendir þó til annars en að rúnirnar hafi frá upphafi fyrst og fremst verið notaðar sem venjulegt letur og elstu áreiðanlegu dæmin um rúnagaldra eru frá 5. öld.

Tilvísanir:

1 Erik Moltke 1986, bls. 61-70; Elmer Antonsen 1989, er á nokkuð annarri skoðun um uppruna rúnanna.

2 Einar Ólafur Sveinsson 1962, bls. 56.

3 Ralph W.V. Elliott 1989, bls. 2.

4 Ralph W.V. Elliott 1989, s. 60-77.

5 Lotte Hedeager 1993.

Heimildir:
  • Antonsen, Elmer H. 1989: The Runes: The Earliest Germanic Writing System. The Origins of Writing. Útg. W.E. Senner. Lincoln University.
  • Einar Ólafur Sveinsson 1962: Íslenzkar bókmenntir í fornöld. Reykjavík.
  • Elliott, Ralph, W.V. 1989: Runes, an Introduction. Manchester University Press.
  • Hedeager, Lotte 1993: The Creation of Germanic Identy, úr Frontières D'Empire. Actes de la Table Ronde Internationale de Nemours 1992. Mémoires du Musée de Préhistoire d'lle-de-France, 5, 1993.

Mynd:


Texti þessa svars birtist áður í: Þórgunnur Snædal, 1998: „Íslenskar rúnir í norrænu ljósi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

...