Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?

Þórgunnur Snædal

Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni og syðst á Skáni, og því ekki ólíklegt að vagga rúnanna hafi verið á þeim slóðum þó ekki sé það endanlega sannað.1

Enn sterkari stoðum var rennt undir þá tilgátu þegar merkilegar rúnir fundust á vopnaleifum sem grafnar voru upp úr fórnarkeldu í Illerup á Jótlandi. Þar fórnuðu Jótar laust fyrir árið 200 vopnum sem sennilega voru tekin af gjörsigruðum óvinaher. Á níu vopnum voru rúnir. Tveir spjótsoddar báru nafnið Wagnijo, en spjótsoddur með sama nafni hefur áður fundist í vopnafórn á Fjóni. Wagnijo hefur því að öllum líkindum verið þekktur vopnasmiður á sinni tíð.2

Á níu vopnum úr fórnarkeldu í Illerup, frá árinu 200, voru rúnir. Tveir spjótsoddar báru nafið Wagnijo sem líklega var þekktur vopnasmiður á sinni tíð.

Allar elstu risturnar, frá 2. og 3. öld, eru stuttar, eitt eða tvö orð, en rúnastafrófið virðist vera komið í fastar skorður og ekki verður annað séð en að þeir sem rúnirnar ristu séu vel skrifandi. Því má ganga út frá því sem vísu að þær hafi verið í notkun um skeið þegar þessar ristur voru gerðar.

Tilvísanir:

1 Erik Moltke 1986, bls. 23-73.

2 Jørgen Ilkjær og Jørn Lønstrup 1981; Marie Stoklund 1986.

Heimildir:
  • Ilkjær, J. og Lønstrup, J. 1981. Runefundene fra Illerup Ådal. En arkeologisk vurdering af vore ældste indskrifter. Kuml.
  • Moltke, Erik 1986. Runes and their Origin, Denmark and Elsewhere. København.
  • Stoklund, Marie 1986: Neue Runenfunde in Illerup und Vimose (Ostjiitland und Fiinen, Dánemark). Germania 64. Mainz am Rhein.

Mynd:


Texti þessa svars birtist áður í: Þórgunnur Snædal, 1998: „Íslenskar rúnir í norrænu ljósi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

12.2.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2013, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64265.

Þórgunnur Snædal. (2013, 12. febrúar). Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64265

Þórgunnur Snædal. „Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2013. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?
Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni og syðst á Skáni, og því ekki ólíklegt að vagga rúnanna hafi verið á þeim slóðum þó ekki sé það endanlega sannað.1

Enn sterkari stoðum var rennt undir þá tilgátu þegar merkilegar rúnir fundust á vopnaleifum sem grafnar voru upp úr fórnarkeldu í Illerup á Jótlandi. Þar fórnuðu Jótar laust fyrir árið 200 vopnum sem sennilega voru tekin af gjörsigruðum óvinaher. Á níu vopnum voru rúnir. Tveir spjótsoddar báru nafnið Wagnijo, en spjótsoddur með sama nafni hefur áður fundist í vopnafórn á Fjóni. Wagnijo hefur því að öllum líkindum verið þekktur vopnasmiður á sinni tíð.2

Á níu vopnum úr fórnarkeldu í Illerup, frá árinu 200, voru rúnir. Tveir spjótsoddar báru nafið Wagnijo sem líklega var þekktur vopnasmiður á sinni tíð.

Allar elstu risturnar, frá 2. og 3. öld, eru stuttar, eitt eða tvö orð, en rúnastafrófið virðist vera komið í fastar skorður og ekki verður annað séð en að þeir sem rúnirnar ristu séu vel skrifandi. Því má ganga út frá því sem vísu að þær hafi verið í notkun um skeið þegar þessar ristur voru gerðar.

Tilvísanir:

1 Erik Moltke 1986, bls. 23-73.

2 Jørgen Ilkjær og Jørn Lønstrup 1981; Marie Stoklund 1986.

Heimildir:
  • Ilkjær, J. og Lønstrup, J. 1981. Runefundene fra Illerup Ådal. En arkeologisk vurdering af vore ældste indskrifter. Kuml.
  • Moltke, Erik 1986. Runes and their Origin, Denmark and Elsewhere. København.
  • Stoklund, Marie 1986: Neue Runenfunde in Illerup und Vimose (Ostjiitland und Fiinen, Dánemark). Germania 64. Mainz am Rhein.

Mynd:


Texti þessa svars birtist áður í: Þórgunnur Snædal, 1998: „Íslenskar rúnir í norrænu ljósi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags. Reykjavík. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....