Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?

Tómas V. Albertsson

Upphaflega spurningin var svona:

Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)?

Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkesti og bandrúnir. Einnig eru til ritaðar heimildir um galdraiðkun til forna.

Á 1. öld (98 e. Kr.) ritar Tacitíus í Germaníu:

"Þeir [Germanar] sníða grein af aldintré og hluta í smábúta, er þeir aðgreina með mismunandi merkjum; strá svo bútunum án greinarmunar og af handahófi á hvítt klæði" (Tacitus, 2001: 66).

Sagnaritarinn Rimbert (sem var uppi um 850 e. Kr.) segir síðan að í Svíþjóð hafi verið kastað upp á allar ákvarðanir sem teknar hafi verið (Olrik, 1911). Svo virðist sem aðferðir Svía séu líkar þeim sem Tacitius greinir frá.

Til eru allnokkur íslensk dæmi um rúnagaldur. Í tveimur íslenskum miðaldaritum, Hervarar sögu ok Heiðreks (1830: I, 452) og Landnámabók (Ari Þorgilsson, 1986: 234), er getið um svokallaða blótspán. Líkur hafa verið leiddar að því að athöfnin "að fella blótspán" sé svipað fyrirbæri og það sem Tacitíus og Rimbert lýstu í sínum bókum. Í Völuspá, sem varðveitt er í Konungsbók frá 13. öld, er einnig getið um að „kjósa hlautvið“ (Völuspá, 1923: 33). Hins vegar eru engar lýsingar til á því hvað var skrifað eða rist á kvistina sem notaðir voru í hlutkestinu, en fullvíst má telja að einhver tákn hafi það verið.


Nútímaútgáfa af spárúnum þar sem stafir úr fúþark-rúnastafrófinu eru ristir á trékubba.

Í Egils sögu (13. öld) er rúna getið í þrígang. Fyrst koma þær fyrir þar sem Agli er boðinn eitraður mjöður:

Egill brá þá knífi sínum og stakk í lófa sér; hann tók við horninu og reist á rúnar og reið á blóðinu.

Í annað sinn ristir hann rúnir á níðstöng sem reist var móti konungshjónum í Noregi. Hér er einungis getið rúna, en til viðbótar var oft bæði kveðið og notað blóð. Í þriðja skiptið er Egill fenginn til að athuga sjúkleika stúlku nokkurrar og kennir hann rúnaristum um veikindin: „Sák á telgðu talkni, tíu launstafi ristna“ (Ég sá tíu dulrúnir ristar á hvalskíði). Hugsanlegt er að hver launstafur hafi staðið fyrir eitt orð og þá hvert orð bundið. Líklegt má telja að orðin tíu hafi verið vísupartur, en mikill átrúnaður var á ákvæðum sem lögð voru fram í bundnu máli. Ef svo hefur verið þá var galdurinn ekki einungis falinn í bandrúnunum, heldur einnig innri samhljómum sem talið var geta aukið gildi galdursins til muna (Egilssaga, 1987: 419, 452, 482). Algengasta gildisaukning orða var þó þrítekning.

Í Bósa sögu (frá 14. öld) er einnig getið rúna. Þar er tekið fram að ef sá sem ort er til getur ráðið rúnirnar, þá losni hann undan ákvæðunum. Slíkar rúnir eru til í handritum og eru þær nefndar gildishlaðnar rúnir (Saga Herrauðs ok Bósa, 1830: III, 206).

Bandrúnir eru rúnatákn sem samanstanda af tveimur eða fleiri rúnum. Þær voru notaðar frá því fyrir 800 e. Kr. á legsteinum og minnisvörðum. Hér á landi voru bandrúnir einkum notaðar fram á síðustu öld til merkinga á búfénaði, rekavið og lausamunum. Einnig eru til uppskriftir af rúnaspjöldum sem notuð voru við barnsfæðingar. Með þeim átti að nota kaþólskar bænir.

Mörg Eddukvæðanna, meðal annars Hávamál, Sigurdrífumál og Skírnismál, nefna rúnir sem tæki til galdurs og lækninga. Einnig benda þau á tengsl Óðins við rúnir og þá sérstaklega við uppruna þeirra. Rúnaljóðin benda einnig til tengsla milli rúna, galdurs og goða, og má þar nefna rúnirnar ÁSS og TÝR. Fræðimenn hafa haldið því fram að Tyva eða Týr tákni guð (McKinnell, 2004: 11, 39). Þess ber að geta að oft voru einungis fyrstu stafir rúnastafrófsins, það er FÚÞARK, ristir á viðkomandi hlut og mun það hafa dugað. Þá er gengið út frá því að það sé rúnaletrið í heild sem hafi kraftinn frekar en einstakur stafur (McKinnell, 2004: 33-34).


Þessir fiskistafir skulu ristir á kálfskinn eður sjálfa öngulledduna og muntu fiska meir en aðrir.

Svarið við spurningunni er þess vegna að galdrastafir í rúnagaldri hafa verið venjulegar rúnir ásamt bandrúnum af ýmsum toga. Bæði rúnaljóðin og frásagnir Tacitíusar og Rimberts hafa síðan haft áhrif á þá menn sem settu saman rúnaspásagnir nútímans. Hvað varðar íslenska galdrastafi þá er líklegt að menn hafi eitthvað ruglað saman bandrúnum og galdrastöfum þegar leið á aldirnar; þær eru oft í einum hrærigraut í seinni tíma galdrabókum ásamt ýmsum táknum komnum frá kabbala, og hugarórum þeirra sem þær skrifuðu frá 16. öld og síðar. Þeim sem vilja meiri vitneskju bendi ég á Runes, Magic and Religion: A Sourcebook, eftir John McKinnell og fleiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Ari Þorgilsson 1067-1148 (fróði). (1968). Íslendingabók; Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Egilssaga (1985-1987). Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Íslendinga sögur og þættir. Svart á hvítu, Reykjavík.
  • Harðar saga og Hólmverja (1985-1987). Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Íslendinga sögur og þættir. Svart á hvítu, Reykjavík.
  • Hervarar saga ok Heiðreks (1830). Fornaldasögur norðurlanda, eftir gömlum handritum. C.C. Rafn. Kaupmannahöfn.
  • McKinnell, John og Simek, Rudolf. (2004). Runes, Magic and Religion: A Sourcebook. Fassbaender, Wien.
  • Olrik, Hans (1911). Ansgard levned. Ritstj. P.A. Fenger. Kristeligt Folkebibliothek, København.
  • Saga Herrauðs ok Bósa (1830). Fornaldarsögur Norðurlanda. C.C. Rafn, Kaupmannahöfn.
  • Tacitus, Cornelius (2001). Germania. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Völuspá (1923). Gefin út með skýringum af Sigurði Nordal; Fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1922-23. Prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík.
  • Fyrri myndin er af Runes. Exploring psychic readings.
  • Seinni myndin er af Kosningavef Strandagaldurs. Galdrasýning á Ströndum.

Höfundur

þjóðfræðinemi

Útgáfudagur

15.3.2006

Spyrjandi

Sölvi Helgason

Tilvísun

Tómas V. Albertsson. „Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2006, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5710.

Tómas V. Albertsson. (2006, 15. mars). Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5710

Tómas V. Albertsson. „Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2006. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5710>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?
Upphaflega spurningin var svona:

Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)?

Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkesti og bandrúnir. Einnig eru til ritaðar heimildir um galdraiðkun til forna.

Á 1. öld (98 e. Kr.) ritar Tacitíus í Germaníu:

"Þeir [Germanar] sníða grein af aldintré og hluta í smábúta, er þeir aðgreina með mismunandi merkjum; strá svo bútunum án greinarmunar og af handahófi á hvítt klæði" (Tacitus, 2001: 66).

Sagnaritarinn Rimbert (sem var uppi um 850 e. Kr.) segir síðan að í Svíþjóð hafi verið kastað upp á allar ákvarðanir sem teknar hafi verið (Olrik, 1911). Svo virðist sem aðferðir Svía séu líkar þeim sem Tacitius greinir frá.

Til eru allnokkur íslensk dæmi um rúnagaldur. Í tveimur íslenskum miðaldaritum, Hervarar sögu ok Heiðreks (1830: I, 452) og Landnámabók (Ari Þorgilsson, 1986: 234), er getið um svokallaða blótspán. Líkur hafa verið leiddar að því að athöfnin "að fella blótspán" sé svipað fyrirbæri og það sem Tacitíus og Rimbert lýstu í sínum bókum. Í Völuspá, sem varðveitt er í Konungsbók frá 13. öld, er einnig getið um að „kjósa hlautvið“ (Völuspá, 1923: 33). Hins vegar eru engar lýsingar til á því hvað var skrifað eða rist á kvistina sem notaðir voru í hlutkestinu, en fullvíst má telja að einhver tákn hafi það verið.


Nútímaútgáfa af spárúnum þar sem stafir úr fúþark-rúnastafrófinu eru ristir á trékubba.

Í Egils sögu (13. öld) er rúna getið í þrígang. Fyrst koma þær fyrir þar sem Agli er boðinn eitraður mjöður:

Egill brá þá knífi sínum og stakk í lófa sér; hann tók við horninu og reist á rúnar og reið á blóðinu.

Í annað sinn ristir hann rúnir á níðstöng sem reist var móti konungshjónum í Noregi. Hér er einungis getið rúna, en til viðbótar var oft bæði kveðið og notað blóð. Í þriðja skiptið er Egill fenginn til að athuga sjúkleika stúlku nokkurrar og kennir hann rúnaristum um veikindin: „Sák á telgðu talkni, tíu launstafi ristna“ (Ég sá tíu dulrúnir ristar á hvalskíði). Hugsanlegt er að hver launstafur hafi staðið fyrir eitt orð og þá hvert orð bundið. Líklegt má telja að orðin tíu hafi verið vísupartur, en mikill átrúnaður var á ákvæðum sem lögð voru fram í bundnu máli. Ef svo hefur verið þá var galdurinn ekki einungis falinn í bandrúnunum, heldur einnig innri samhljómum sem talið var geta aukið gildi galdursins til muna (Egilssaga, 1987: 419, 452, 482). Algengasta gildisaukning orða var þó þrítekning.

Í Bósa sögu (frá 14. öld) er einnig getið rúna. Þar er tekið fram að ef sá sem ort er til getur ráðið rúnirnar, þá losni hann undan ákvæðunum. Slíkar rúnir eru til í handritum og eru þær nefndar gildishlaðnar rúnir (Saga Herrauðs ok Bósa, 1830: III, 206).

Bandrúnir eru rúnatákn sem samanstanda af tveimur eða fleiri rúnum. Þær voru notaðar frá því fyrir 800 e. Kr. á legsteinum og minnisvörðum. Hér á landi voru bandrúnir einkum notaðar fram á síðustu öld til merkinga á búfénaði, rekavið og lausamunum. Einnig eru til uppskriftir af rúnaspjöldum sem notuð voru við barnsfæðingar. Með þeim átti að nota kaþólskar bænir.

Mörg Eddukvæðanna, meðal annars Hávamál, Sigurdrífumál og Skírnismál, nefna rúnir sem tæki til galdurs og lækninga. Einnig benda þau á tengsl Óðins við rúnir og þá sérstaklega við uppruna þeirra. Rúnaljóðin benda einnig til tengsla milli rúna, galdurs og goða, og má þar nefna rúnirnar ÁSS og TÝR. Fræðimenn hafa haldið því fram að Tyva eða Týr tákni guð (McKinnell, 2004: 11, 39). Þess ber að geta að oft voru einungis fyrstu stafir rúnastafrófsins, það er FÚÞARK, ristir á viðkomandi hlut og mun það hafa dugað. Þá er gengið út frá því að það sé rúnaletrið í heild sem hafi kraftinn frekar en einstakur stafur (McKinnell, 2004: 33-34).


Þessir fiskistafir skulu ristir á kálfskinn eður sjálfa öngulledduna og muntu fiska meir en aðrir.

Svarið við spurningunni er þess vegna að galdrastafir í rúnagaldri hafa verið venjulegar rúnir ásamt bandrúnum af ýmsum toga. Bæði rúnaljóðin og frásagnir Tacitíusar og Rimberts hafa síðan haft áhrif á þá menn sem settu saman rúnaspásagnir nútímans. Hvað varðar íslenska galdrastafi þá er líklegt að menn hafi eitthvað ruglað saman bandrúnum og galdrastöfum þegar leið á aldirnar; þær eru oft í einum hrærigraut í seinni tíma galdrabókum ásamt ýmsum táknum komnum frá kabbala, og hugarórum þeirra sem þær skrifuðu frá 16. öld og síðar. Þeim sem vilja meiri vitneskju bendi ég á Runes, Magic and Religion: A Sourcebook, eftir John McKinnell og fleiri.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og myndir

  • Ari Þorgilsson 1067-1148 (fróði). (1968). Íslendingabók; Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • Egilssaga (1985-1987). Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Íslendinga sögur og þættir. Svart á hvítu, Reykjavík.
  • Harðar saga og Hólmverja (1985-1987). Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Íslendinga sögur og þættir. Svart á hvítu, Reykjavík.
  • Hervarar saga ok Heiðreks (1830). Fornaldasögur norðurlanda, eftir gömlum handritum. C.C. Rafn. Kaupmannahöfn.
  • McKinnell, John og Simek, Rudolf. (2004). Runes, Magic and Religion: A Sourcebook. Fassbaender, Wien.
  • Olrik, Hans (1911). Ansgard levned. Ritstj. P.A. Fenger. Kristeligt Folkebibliothek, København.
  • Saga Herrauðs ok Bósa (1830). Fornaldarsögur Norðurlanda. C.C. Rafn, Kaupmannahöfn.
  • Tacitus, Cornelius (2001). Germania. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík.
  • Völuspá (1923). Gefin út með skýringum af Sigurði Nordal; Fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1922-23. Prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík.
  • Fyrri myndin er af Runes. Exploring psychic readings.
  • Seinni myndin er af Kosningavef Strandagaldurs. Galdrasýning á Ströndum.
...