Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?

Magnús Viðar Skúlason



Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, foreldrar eða önnur náin ættmenni eða aðrir nákomnir svo sem kunningjar eða vinir þess sem um ræðir.

Sá kostnaður sem til fellur við jarðarfarir, svo sem prestkostnaður, umhirða við grafreit og annar tengdur kostnaður greiðist af kirkjugörðum með svokölluðum kirkjugarðsgjöldum sem ríkið innheimtir í formi skatta. Annar kostnaður fellur á þá sem standa hinum látna næst. Engar reglur kveða hins vegar á um að þessi kostnaður skuli falla á aðstandendur, þetta er einungis hefð sem myndast hefur í gegnum tíðina.

Ef engar eignir eru í dánarbúi hins látna og ekki um neina aðra leið að ræða að greiða þann kostnað sem til fellur, þá hafa viðkomandi sveitarfélög hlaupið undir bagga. Hins vegar eru engar skýrar reglur sem kveða á um þessa skyldu sveitarfélaga.

Reglugerðir tengdar þessum efnum má nálgast á aðgengilegu formi á heimasíðu Biskupsstofu.

Mynd: The Armin Grewe Homepage

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

7.2.2003

Spyrjandi

Hörður Bragason

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2003, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3112.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 7. febrúar). Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3112

Magnús Viðar Skúlason. „Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2003. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3112>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá?


Um greftrun, líkbrennslu og kirkjugarða, gilda lög nr. 36 frá árinu 1993. Í I. kafla þeirra laga er skýrt tekið fram að það eru nánustu aðstandendur sem bera ábyrgð á því að hinn látni sé grafinn eða brenndur. Yfirleitt eru þeir eftirlifandi maki eða niðjar, en nánustu aðstandendur geta einnig verið systkini, foreldrar eða önnur náin ættmenni eða aðrir nákomnir svo sem kunningjar eða vinir þess sem um ræðir.

Sá kostnaður sem til fellur við jarðarfarir, svo sem prestkostnaður, umhirða við grafreit og annar tengdur kostnaður greiðist af kirkjugörðum með svokölluðum kirkjugarðsgjöldum sem ríkið innheimtir í formi skatta. Annar kostnaður fellur á þá sem standa hinum látna næst. Engar reglur kveða hins vegar á um að þessi kostnaður skuli falla á aðstandendur, þetta er einungis hefð sem myndast hefur í gegnum tíðina.

Ef engar eignir eru í dánarbúi hins látna og ekki um neina aðra leið að ræða að greiða þann kostnað sem til fellur, þá hafa viðkomandi sveitarfélög hlaupið undir bagga. Hins vegar eru engar skýrar reglur sem kveða á um þessa skyldu sveitarfélaga.

Reglugerðir tengdar þessum efnum má nálgast á aðgengilegu formi á heimasíðu Biskupsstofu.

Mynd: The Armin Grewe Homepage...