Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Er líf eftir dauðann?

JGÞ

Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir dauðann.

Á þessum nótum hefur Pétur Pétursson svarað spurningunni Er líf eftir dauðann? Í því svari er gefin sú forsenda að í spurningunni Er líf eftir dauðann? felist að lífið sem þá kviknar, sé í einhvers konar tengslum við lífið sem var á undan dauðanum.

Kannski mætti allt eins spyrja: Er dauði eftir lífið? Flestum finnst svarið við þeirri spurningu líklega liggja í augum uppi: Já það er dauði eftir lífið því við vitum ekki um neitt sem lifir að eilífu. En dauðinn fylgir kannski ekki lífinu að neinu leyti - nema í þeim skilningi að hann kemur á eftir lífinu. Sá sem deyr, hann er jú ekki lengur á lífi og ekki í neinum tengslum við lífið, að því við best vitum. Ef hann væri í einhverjum tengslum við lífið, væri hann þá dauður? Hugtökin líf og dauði eru nefnilega andstæður.


Mannabein.

Á sama hátt gætum við sagt að lífið fylgi dauðanum á ýmsa vegu. Þegar einhver deyr og er grafinn þá fá rotverur til dæmis betri skilyrði til lífs. Um þetta geta menn til dæmis lesið í svari við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?

En líf rotveranna er kannski ekki tengt lífinu sem hættir að vera líf, á neinn annan hátt.

Svarið við spurningunni felst þess vegna í því hvernig við hugsum tengslin á milli hugtakanna líf og dauði.

Um þetta geta menn haldið áfram að hugsa, til dæmis með því að lesa svar við spurningunni Er til annar heimur?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Bogi Ísak Bogason, f. 1995
Andri, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Er líf eftir dauðann?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7117.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Er líf eftir dauðann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7117

JGÞ. „Er líf eftir dauðann?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7117>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er líf eftir dauðann?
Þessari spurningu væri í fljótu bragði hægt að svara á þann hátt að samkvæmt skilningi raunvísindanna hefur hvorki tekist að sanna né afsanna þá fullyrðingu að líf sé eftir dauðann. Og síðan mætti fjalla um það að engu að síður hafa flestar þjóðir og flest menningarsamfélög einhvers konar hugmyndir um lífið eftir dauðann.

Á þessum nótum hefur Pétur Pétursson svarað spurningunni Er líf eftir dauðann? Í því svari er gefin sú forsenda að í spurningunni Er líf eftir dauðann? felist að lífið sem þá kviknar, sé í einhvers konar tengslum við lífið sem var á undan dauðanum.

Kannski mætti allt eins spyrja: Er dauði eftir lífið? Flestum finnst svarið við þeirri spurningu líklega liggja í augum uppi: Já það er dauði eftir lífið því við vitum ekki um neitt sem lifir að eilífu. En dauðinn fylgir kannski ekki lífinu að neinu leyti - nema í þeim skilningi að hann kemur á eftir lífinu. Sá sem deyr, hann er jú ekki lengur á lífi og ekki í neinum tengslum við lífið, að því við best vitum. Ef hann væri í einhverjum tengslum við lífið, væri hann þá dauður? Hugtökin líf og dauði eru nefnilega andstæður.


Mannabein.

Á sama hátt gætum við sagt að lífið fylgi dauðanum á ýmsa vegu. Þegar einhver deyr og er grafinn þá fá rotverur til dæmis betri skilyrði til lífs. Um þetta geta menn til dæmis lesið í svari við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?

En líf rotveranna er kannski ekki tengt lífinu sem hættir að vera líf, á neinn annan hátt.

Svarið við spurningunni felst þess vegna í því hvernig við hugsum tengslin á milli hugtakanna líf og dauði.

Um þetta geta menn haldið áfram að hugsa, til dæmis með því að lesa svar við spurningunni Er til annar heimur?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....