Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er munurinn á heila karla og kvenna?

Heiða María Sigurðardóttir

Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað veldur honum.

Karlar hafa að jafnaði stærri heila en konur, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir líkamshæð. Ekki er þó þar með sagt að heilar kvenna séu eins og smækkuð, jafnvel ófullkomnari, eftirmynd af heilum karla. Mögulegt er að einstakar heilastöðvar séu ólíkar hjá kynjunum tveimur að stærð og gerð. Líklegast er að þetta eigi við um heilastöðvar sem tengjast kynhegðun á einn eða annan hátt, en nokkrar slíkar stöðvar hafa fundist. Þeirra á meðal eru tveir heilakjarnar í heilastöðinni undirstúku og eru báðir stærri í körlum en konum. Áhugavert er að heilakjarnarnir eru einnig stærri í gagnkynhneigðum körlum en samkynhneigðum. Kjarnarnir gætu því tengst kynhneigð þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvort stærð svæðisins ráði kynhneigð eða kynhneigð stærðinni. Vilji menn lesa meira um hlutverk undirstúkunnar eru ýmsar upplýsingar í svarinu Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.

Rannsóknir hafa sýnt að munur er á gerð og starfsemi heila karla og kvenna, en ekki er ljóst hvað veldur honum.

Það eru ekki eingöngu heilasvæði tengd kynhegðun sem eru ólík eftir kynjum. Ýmis munur á körlum og konum hefur fundist í taugabrautum sem tengja saman svæði í heilahvelunum tveimur. Þessar brautir virðast annað hvort vera öðruvísi, stærri eða oftar til staðar í konum en körlum. Svo virðist sem þessi munur endurspegli mun á virkni heilahvela kynjanna og á magni samskipta milli hvelanna.

Að jafnaði er hægra heilahvelið virkara hjá körlum en konum og öfugt, meiri virkni er í vinstra heilahveli kvenna en karla. Þetta kemur heim við það að karlar standa sig yfirleitt betur en konur í verkefnum sem reyna á rúmskynjun, sem aðallega er talin fara fram í hægra heilahveli, og að konum gengur að jafnaði betur en körlum í tungumálaverkefnum sem reyna aðallega á hið vinstra. Meira má lesa um mun á heilahvelunum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur, Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Þá er áhugavert að konur sýna mun meiri samhverfu í heilavirkni en karlar þegar leysa þarf verkefni sem reyna á tungumál. Hægra heilahvel virðist því í meira mæli koma að tungumálaúrvinnslu hjá konum en körlum. Margt bendir raunar til að virkni heilahvelanna tveggja sé almennt samhverfari hjá konum en körlum þannig að konur noti bæði heilahvelin í einu í meiri mæli en karlar. Þótt konur og karlar noti þannig stundum mismunandi heilastöðvar til að leysa sams konar verkefni þá standa kynin tvö sig oft jafnvel í verkefnunum.

Hvað veldur þessum mun á gerð og virkni heila karla og kvenna? Ýmislegt bendir til að áhrif kynhormóna á fóstur í móðurkviði, sérstaklega karlhormóna, ráði þar nokkru um. Áhrif kvenhormóna hafa lítið verið rannsökuð en sumar rannsóknir benda til að þau séu nokkur. Ekki er heldur vitað af hverju munurinn á heilum kynjanna eykst oft eftir því sem fólk eldist. Aukningin gæti stafað af ólíkri reynslu kynjanna en gæti allt eins verið forskráð í genin eins og margt annað sem kemur fram þegar lífverur eldast.

Að lokum er rétt að taka fram að hér er alltaf átt við meðaltöl hópanna tveggja þegar rætt er um mun á heilum karla og kvenna. Þetta gefur ófullkomna mynd vegna þess að mun meiri breytileiki er á gerð og virkni heilans innan hvors kyns en á milli kynjanna tveggja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heili

Kynjamunur

Helstu heimildir

  • Ankney, C. D. (1992). Sex differences in relative brain size: The mismeasure of woman, too? Intelligence, 16(3-4), 329-336.
  • Breedlove, S. M. (1994). Sexual differentiation of the human nervous system. Annual Review of Psychology, 45, 389-418.
  • Gooren, L. J. G. og Kruijver, F. P. M. (2002). Androgens and male behavior. Molecular and Cellular Endocrinology, 198(1-2), 31-40.
  • Kelly, S. J., Ostrowski, N. L. og Wilson, M. A. (1999). Gender differences in brain and behavior: Hormonal and neural bases. Pharmacology Biochemistry and Behavior, 64(4), 655-664.
  • Wisniewski, A. B. (1998). Sexually-dimorphic patterns of cortical assymmetry, and the role for sex steroid hormones in determing cortical patterns of lateralization. Psychoneuroendocrinology, 23(5), 519-547.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver er munurinn á heila karla og kvenna? Er munur á heila samkynhneigðra og gagnkynhneigðra?
Hér var aðallega svarað fyrri hluta spurningarinnar.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

29.11.2005

Spyrjandi

Edda Hermannsdóttir
Guðrún Svavarsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á heila karla og kvenna?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5442.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 29. nóvember). Hver er munurinn á heila karla og kvenna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5442

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er munurinn á heila karla og kvenna?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5442>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað veldur honum.

Karlar hafa að jafnaði stærri heila en konur, jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir líkamshæð. Ekki er þó þar með sagt að heilar kvenna séu eins og smækkuð, jafnvel ófullkomnari, eftirmynd af heilum karla. Mögulegt er að einstakar heilastöðvar séu ólíkar hjá kynjunum tveimur að stærð og gerð. Líklegast er að þetta eigi við um heilastöðvar sem tengjast kynhegðun á einn eða annan hátt, en nokkrar slíkar stöðvar hafa fundist. Þeirra á meðal eru tveir heilakjarnar í heilastöðinni undirstúku og eru báðir stærri í körlum en konum. Áhugavert er að heilakjarnarnir eru einnig stærri í gagnkynhneigðum körlum en samkynhneigðum. Kjarnarnir gætu því tengst kynhneigð þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvort stærð svæðisins ráði kynhneigð eða kynhneigð stærðinni. Vilji menn lesa meira um hlutverk undirstúkunnar eru ýmsar upplýsingar í svarinu Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.

Rannsóknir hafa sýnt að munur er á gerð og starfsemi heila karla og kvenna, en ekki er ljóst hvað veldur honum.

Það eru ekki eingöngu heilasvæði tengd kynhegðun sem eru ólík eftir kynjum. Ýmis munur á körlum og konum hefur fundist í taugabrautum sem tengja saman svæði í heilahvelunum tveimur. Þessar brautir virðast annað hvort vera öðruvísi, stærri eða oftar til staðar í konum en körlum. Svo virðist sem þessi munur endurspegli mun á virkni heilahvela kynjanna og á magni samskipta milli hvelanna.

Að jafnaði er hægra heilahvelið virkara hjá körlum en konum og öfugt, meiri virkni er í vinstra heilahveli kvenna en karla. Þetta kemur heim við það að karlar standa sig yfirleitt betur en konur í verkefnum sem reyna á rúmskynjun, sem aðallega er talin fara fram í hægra heilahveli, og að konum gengur að jafnaði betur en körlum í tungumálaverkefnum sem reyna aðallega á hið vinstra. Meira má lesa um mun á heilahvelunum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur, Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Þá er áhugavert að konur sýna mun meiri samhverfu í heilavirkni en karlar þegar leysa þarf verkefni sem reyna á tungumál. Hægra heilahvel virðist því í meira mæli koma að tungumálaúrvinnslu hjá konum en körlum. Margt bendir raunar til að virkni heilahvelanna tveggja sé almennt samhverfari hjá konum en körlum þannig að konur noti bæði heilahvelin í einu í meiri mæli en karlar. Þótt konur og karlar noti þannig stundum mismunandi heilastöðvar til að leysa sams konar verkefni þá standa kynin tvö sig oft jafnvel í verkefnunum.

Hvað veldur þessum mun á gerð og virkni heila karla og kvenna? Ýmislegt bendir til að áhrif kynhormóna á fóstur í móðurkviði, sérstaklega karlhormóna, ráði þar nokkru um. Áhrif kvenhormóna hafa lítið verið rannsökuð en sumar rannsóknir benda til að þau séu nokkur. Ekki er heldur vitað af hverju munurinn á heilum kynjanna eykst oft eftir því sem fólk eldist. Aukningin gæti stafað af ólíkri reynslu kynjanna en gæti allt eins verið forskráð í genin eins og margt annað sem kemur fram þegar lífverur eldast.

Að lokum er rétt að taka fram að hér er alltaf átt við meðaltöl hópanna tveggja þegar rætt er um mun á heilum karla og kvenna. Þetta gefur ófullkomna mynd vegna þess að mun meiri breytileiki er á gerð og virkni heilans innan hvors kyns en á milli kynjanna tveggja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heili

Kynjamunur

Helstu heimildir

  • Ankney, C. D. (1992). Sex differences in relative brain size: The mismeasure of woman, too? Intelligence, 16(3-4), 329-336.
  • Breedlove, S. M. (1994). Sexual differentiation of the human nervous system. Annual Review of Psychology, 45, 389-418.
  • Gooren, L. J. G. og Kruijver, F. P. M. (2002). Androgens and male behavior. Molecular and Cellular Endocrinology, 198(1-2), 31-40.
  • Kelly, S. J., Ostrowski, N. L. og Wilson, M. A. (1999). Gender differences in brain and behavior: Hormonal and neural bases. Pharmacology Biochemistry and Behavior, 64(4), 655-664.
  • Wisniewski, A. B. (1998). Sexually-dimorphic patterns of cortical assymmetry, and the role for sex steroid hormones in determing cortical patterns of lateralization. Psychoneuroendocrinology, 23(5), 519-547.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver er munurinn á heila karla og kvenna? Er munur á heila samkynhneigðra og gagnkynhneigðra?
Hér var aðallega svarað fyrri hluta spurningarinnar....