Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Jón Már Halldórsson

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir sést við strendur Íslands en slík sjón er afar sjaldgæf.

Óhætt er að segja að helsta sérstaða náhvalsins sé hin geysilanga og myndarlega tönn sem gengur beint út frá höfði hans í gegnum efri vörina. Tönnin getur orðið allt að þrír metrar á lengd, vegið tíu kg og minnir frekar á horn en tönn. Yfirborð tannarinnar hefur spírallaga skoru sem snýst til vinstri. Það eru fyrst og fremst tarfarnir sem hafa tönnina en hún þekkist reyndar hjá einstaka kvendýrum og þá miklu miklu minni en hjá karldýrunum.

Myndarleg tönnin er eitt helsta sérkenni náhvala. Hún hefur lengi verið talin karlmennskutákn en einnig eru til kenningar um hún gegni hlutverki afar næms skynfæris.

Líffræðingar hafa lengi velt vöngum yfir hlutverki þessarar miklu og sérstæðu tannar náhvalsins. Lengi vel voru menn á því að tönnin, sem er gagnlaus við fæðuöflun, væri einhvers konar „karlmennskutákn“ tarfsins. Hér væri því um kynjað val að ræða þar sem tarfar með myndarlegustu tönnina hefðu meiri möguleika á að heilla kýrnar, makast við þær og koma arfgerð sinni til næstu kynslóðar í gegnum afkvæmi sín. Vísindamenn og aðrir sem hafa fylgst með dýralífi á norðurslóðum hafa séð tarfa skylmast með tönnunum á fengitíma sem kann að styðja þessa tilgátu.

Önnur og mjög áhugaverð tilgáta kom fram árið 2005 og var sett fram af Martin Nweeia við tannlæknadeild Harvard-háskóla. Með vefjafræðilegum rannsóknum kom í ljós að skögultönn náhvala er óvenjurík af taugum sem vaxa upp í fína himnu sem þekur tönnina. Nweeia telur að tönnin virki sem skynfæri sem getur numið þrýsting, hitastig, seltustig og fleiri þætti. Tönnin er því eins konar nemi og því afar öflugt skynfæri sem gerir hvalnum kleift að fá ýmsar mikilvægar upplýsingar um umhverfi sitt. Í samanburði við tennur annarra spendýra þekkjast ekki svo fínriðin skyntauganet annars staðar en í skögultönn náhvalsins. Nweeia telur tennurnar vera alltof viðkvæmar til að nota til skylminga eins og sumir telja þær notaðar.

En eftir stendur þá spurningin hvers vegna það eru aðallega tarfarnir sem eru með þessar tennur, ekki kýrnar?

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.4.2012

Spyrjandi

Eyjólfur Jarl Viggósson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2012. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62175.

Jón Már Halldórsson. (2012, 13. apríl). Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62175

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2012. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62175>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?
Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir sést við strendur Íslands en slík sjón er afar sjaldgæf.

Óhætt er að segja að helsta sérstaða náhvalsins sé hin geysilanga og myndarlega tönn sem gengur beint út frá höfði hans í gegnum efri vörina. Tönnin getur orðið allt að þrír metrar á lengd, vegið tíu kg og minnir frekar á horn en tönn. Yfirborð tannarinnar hefur spírallaga skoru sem snýst til vinstri. Það eru fyrst og fremst tarfarnir sem hafa tönnina en hún þekkist reyndar hjá einstaka kvendýrum og þá miklu miklu minni en hjá karldýrunum.

Myndarleg tönnin er eitt helsta sérkenni náhvala. Hún hefur lengi verið talin karlmennskutákn en einnig eru til kenningar um hún gegni hlutverki afar næms skynfæris.

Líffræðingar hafa lengi velt vöngum yfir hlutverki þessarar miklu og sérstæðu tannar náhvalsins. Lengi vel voru menn á því að tönnin, sem er gagnlaus við fæðuöflun, væri einhvers konar „karlmennskutákn“ tarfsins. Hér væri því um kynjað val að ræða þar sem tarfar með myndarlegustu tönnina hefðu meiri möguleika á að heilla kýrnar, makast við þær og koma arfgerð sinni til næstu kynslóðar í gegnum afkvæmi sín. Vísindamenn og aðrir sem hafa fylgst með dýralífi á norðurslóðum hafa séð tarfa skylmast með tönnunum á fengitíma sem kann að styðja þessa tilgátu.

Önnur og mjög áhugaverð tilgáta kom fram árið 2005 og var sett fram af Martin Nweeia við tannlæknadeild Harvard-háskóla. Með vefjafræðilegum rannsóknum kom í ljós að skögultönn náhvala er óvenjurík af taugum sem vaxa upp í fína himnu sem þekur tönnina. Nweeia telur að tönnin virki sem skynfæri sem getur numið þrýsting, hitastig, seltustig og fleiri þætti. Tönnin er því eins konar nemi og því afar öflugt skynfæri sem gerir hvalnum kleift að fá ýmsar mikilvægar upplýsingar um umhverfi sitt. Í samanburði við tennur annarra spendýra þekkjast ekki svo fínriðin skyntauganet annars staðar en í skögultönn náhvalsins. Nweeia telur tennurnar vera alltof viðkvæmar til að nota til skylminga eins og sumir telja þær notaðar.

En eftir stendur þá spurningin hvers vegna það eru aðallega tarfarnir sem eru með þessar tennur, ekki kýrnar?

Mynd:

...