Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni.

Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. bilirubin) úr slitnum rauðblóðkornum, og hins vegar stuðlar hann að fitumeltingu.

Gallkerfið samanstendur af líffærunum og pípukerfinu sem mynda gall, seyta, flytja, geyma og losa það loks út í skeifugörnina við meltingu. Þetta eru lifrin, gallblaðran og gallgöngin sem liggja utan lifrar og kallast blöðrugöng, lifrargöng, brisgöng og sameiginleg gallgöng.

Lifrarfrumurnar mynda gallið og seyta því, gallgöngin safna því og flytja frá lifur, en gallblaðran geymir gall sem fer ekki beint í skeifugörn frá lifur og berst það gall beint frá henni í blöðrugöng (e. cystic duct) sem sameinast samrás lifrar og myndar sameiginlegu gallgöngin (e. common bile duct). Gallgöngin liggja í gegnum briskirtilinn (e. pancreas) og tæmast í skeifugörn (e. duodenum), þar sem fæðumauk úr maganum blandast við alla nauðsynlega meltingarvökva, þar með talið gall úr gallgöngum, brissafa úr brisgöngum, þarmasafa úr þarmaveggjum, auk magasafa.

Gallkerfið þarf að starfa eðlilega til að við höldum heilsu. Lifrin þarf að vera heilbrigð og það sama má segja um gallblöðruna. Pípukerfið þarf að leyfa galli að flæða óhindrað frá lifur til gallblöðru og skeifugarnar eftir þörfum. Ef gallrennsli er truflað hleðst gallið upp í lifrinni, þar með talin úrgangsefni eins og gallrauði. Gallið berst síðan í blóðið og sjúkdómseinkennið gula (e. jaundice) kemur fram, en hún getur þróast yfir í eitrun ef ekki er gripið í taumana.

Ýmislegt getur truflað gallflæði í gallgöngum. Þar á meðal eru helst:
  • blöðrur í sameiginlegu gallgöngunum
  • eitlastækkanir í lifrarportæð
  • gallsteinar, en þeir eru harðar útfellingar í gallblöðru
  • bólgur í gallgöngum
  • þrenging gallganga vegna örvefsmyndunar
  • sár eða skemmd eftir skurðaðgerð á gallblöðru
  • æxli (ýmist góðkynja eða krabbamein) í gallkerfinu
  • ormar (ögður) í lifur og gallgöngum

Ef eitthvað veldur því að gall getur ekki flætt óhindrað um gallkerfið fara viðbrögðin eftir því hvað veldur hindruninni og hvar í kerfinu hún er. Líta má á gallflutningskerfið sem tré þar sem fíngerðustu pípurnar, svokallaðar innanlifrargallrásir (eða -göng), kvíslast um lifrarvefinn og safna galli sem myndað er og seytt af lifrarfrumum. Ef flæði galls er hindrað um þessar innanrásir, til dæmis vegna krabbameins í lifur, og sjúka svæðið er smátt gæti verið hægt að fjarlægja það án þess að það skapi mikla hættu en það er að sjálfsögðu breytilegt í hverju tilfelli.

Víðari pípur, utanlifrargallgöng galltrésins, liggja utan og neðan lifrar og bera gallið frá lifur. Komi til dæmis fram æxli í gallgöngum utan lifrar eru gallgöngin ekki fjarlægð og gall látið seytla þangað sem það leitar, heldur eru skemmdir fjarlægðar með skurðaðgerð ef þær eru skurðtækar og göngin síðan endurbyggð í kjölfarið með viðeigandi eftirmeðferð og eftirlit ef þarf.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.4.2016

Spyrjandi

Sigríður Einarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2016. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68745.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2016, 4. apríl). Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68745

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2016. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?
Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni.

Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. bilirubin) úr slitnum rauðblóðkornum, og hins vegar stuðlar hann að fitumeltingu.

Gallkerfið samanstendur af líffærunum og pípukerfinu sem mynda gall, seyta, flytja, geyma og losa það loks út í skeifugörnina við meltingu. Þetta eru lifrin, gallblaðran og gallgöngin sem liggja utan lifrar og kallast blöðrugöng, lifrargöng, brisgöng og sameiginleg gallgöng.

Lifrarfrumurnar mynda gallið og seyta því, gallgöngin safna því og flytja frá lifur, en gallblaðran geymir gall sem fer ekki beint í skeifugörn frá lifur og berst það gall beint frá henni í blöðrugöng (e. cystic duct) sem sameinast samrás lifrar og myndar sameiginlegu gallgöngin (e. common bile duct). Gallgöngin liggja í gegnum briskirtilinn (e. pancreas) og tæmast í skeifugörn (e. duodenum), þar sem fæðumauk úr maganum blandast við alla nauðsynlega meltingarvökva, þar með talið gall úr gallgöngum, brissafa úr brisgöngum, þarmasafa úr þarmaveggjum, auk magasafa.

Gallkerfið þarf að starfa eðlilega til að við höldum heilsu. Lifrin þarf að vera heilbrigð og það sama má segja um gallblöðruna. Pípukerfið þarf að leyfa galli að flæða óhindrað frá lifur til gallblöðru og skeifugarnar eftir þörfum. Ef gallrennsli er truflað hleðst gallið upp í lifrinni, þar með talin úrgangsefni eins og gallrauði. Gallið berst síðan í blóðið og sjúkdómseinkennið gula (e. jaundice) kemur fram, en hún getur þróast yfir í eitrun ef ekki er gripið í taumana.

Ýmislegt getur truflað gallflæði í gallgöngum. Þar á meðal eru helst:
  • blöðrur í sameiginlegu gallgöngunum
  • eitlastækkanir í lifrarportæð
  • gallsteinar, en þeir eru harðar útfellingar í gallblöðru
  • bólgur í gallgöngum
  • þrenging gallganga vegna örvefsmyndunar
  • sár eða skemmd eftir skurðaðgerð á gallblöðru
  • æxli (ýmist góðkynja eða krabbamein) í gallkerfinu
  • ormar (ögður) í lifur og gallgöngum

Ef eitthvað veldur því að gall getur ekki flætt óhindrað um gallkerfið fara viðbrögðin eftir því hvað veldur hindruninni og hvar í kerfinu hún er. Líta má á gallflutningskerfið sem tré þar sem fíngerðustu pípurnar, svokallaðar innanlifrargallrásir (eða -göng), kvíslast um lifrarvefinn og safna galli sem myndað er og seytt af lifrarfrumum. Ef flæði galls er hindrað um þessar innanrásir, til dæmis vegna krabbameins í lifur, og sjúka svæðið er smátt gæti verið hægt að fjarlægja það án þess að það skapi mikla hættu en það er að sjálfsögðu breytilegt í hverju tilfelli.

Víðari pípur, utanlifrargallgöng galltrésins, liggja utan og neðan lifrar og bera gallið frá lifur. Komi til dæmis fram æxli í gallgöngum utan lifrar eru gallgöngin ekki fjarlægð og gall látið seytla þangað sem það leitar, heldur eru skemmdir fjarlægðar með skurðaðgerð ef þær eru skurðtækar og göngin síðan endurbyggð í kjölfarið með viðeigandi eftirmeðferð og eftirlit ef þarf.

Heimildir og mynd:

...