Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er hægt að æla galli?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá smáþörmunum. Þar sem skeifugörnin er efsti hluti þeirra er því raunhæfur möguleiki á að æla galli. Þegar uppköst hafa varað það lengi að maginn er búinn að tæma sig af þeim mat sem í honum var fyrir uppköstin getur verið að því sem kastað er upp sé eingöngu bragðvondur safi úr maga eða skeifugörn en safi þaðan getur innihaldið gall.

Þeir sem vilja fræðast meira um gall ættu að skoða svar Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Mynd: UW Health. Sótt 6. 5. 2008.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Þar sem gallið sem geymt hefur verið í gallblöðru er seytt beint út í skeifugörnina og kemur því aldrei inn í magann, er þá nokkuð hægt að "æla galli" eins og oft heyrist sagt?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er það sem gerist þegar maður ælir galli?

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2008

Spyrjandi

Tinna Daníelsdóttir
Vala Þórólfsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að æla galli?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29792.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 20. maí). Er hægt að æla galli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29792

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Er hægt að æla galli?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29792>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að æla galli?
Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá smáþörmunum. Þar sem skeifugörnin er efsti hluti þeirra er því raunhæfur möguleiki á að æla galli. Þegar uppköst hafa varað það lengi að maginn er búinn að tæma sig af þeim mat sem í honum var fyrir uppköstin getur verið að því sem kastað er upp sé eingöngu bragðvondur safi úr maga eða skeifugörn en safi þaðan getur innihaldið gall.

Þeir sem vilja fræðast meira um gall ættu að skoða svar Bjarna Þjóðleifssonar við spurningunni Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?

Mynd: UW Health. Sótt 6. 5. 2008.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Þar sem gallið sem geymt hefur verið í gallblöðru er seytt beint út í skeifugörnina og kemur því aldrei inn í magann, er þá nokkuð hægt að "æla galli" eins og oft heyrist sagt?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað er það sem gerist þegar maður ælir galli?
...