Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Hersir Sigurgeirsson

Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga:

Þegar fyrra svarið var skrifað lágu ekki allar forsendur fyrir matinu endanlega fyrir og eftir að seinna svarið birtist var höfundi bent á ákvæði í samningunum og sem ekki var réttilega tekið tillit til í svarinu. Þá gætti nokkurrar ónákvæmni í fjárhæðum sem leiddu til skekkju í lokamatinu. Núna liggja endanlega fyrir allar forsendur fyrir því að áætla kostnað ríkissjóðs vegna samninganna. Vegna þessa er báðum spurningum hér svarað á ný og þær settar fram sem ný spurning:
  • Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Samantekið svar við spurningunni er sett fram í töflu 1.

 
Icesave I og II (Svavar)
Icesave III (Buchheit)
Heildargreiðslur
851,0
737,4
- þar af greitt úr búi gamla Landsbankans
691,0
670,9
- þar af greitt úr sjóðum TIF
20,0
20,0
Fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð
140,0
46,5
Sem hlutfall af VLF
5,87%
2,74%
Á núvirði miðað við áætlaða VLF ársins 2016
140,0
65,4

Tafla 1. Fjárhæðir sem fallið hefðu á ríkissjóð vegna Icesave I og II annars vegar og Icesave III hins vegar. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Fjárhæðir í fyrstu fjórum línunum eru í milljörðum króna á verðlagi og gjaldmiðlagengi hvers árs, fimmta línan sýnir fjárhæðina sem fallið hefði á ríkissjóð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs og neðsta línan sýnir fjárhæðina sem fallið hefði á ríkissjóð í milljörðum króna að núvirði árið 2016, miðað við áætlaða VLF þess árs (2.386 milljarðar króna, sjá Peningamál 2/2016, bls. 59).

Af töflunni má sjá að Icesave I og II hefðu hvor um sig kostað ríkissjóð alls 140 milljarða króna og að Icesave III hefði kostað ríkissjóð 46,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs.

Samningarnir voru mismunandi að því leyti að ríkissjóður hefði ekkert greitt vegna Icesave I og II fyrr en eftir 6. júní 2016 en vegna Icesave III hefði ríkissjóður greitt vexti ársfjórðungslega frá og með 1. janúar 2011. Skuldin vegna Icesave I og II væri því óuppgerð og kæmi til greiðslu á næstu átta árum með 32 jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum, 17,5 milljarðar auk vaxta á ári, en skuldin vegna Icesave III hefði verið að fullu uppgerð 11. janúar 2016.

Icesave I og II hefðu hvor um sig kostað ríkissjóð alls 140 milljarða króna og Icesave III hefði kostað ríkissjóð 46,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs. © Kristinn Ingvarsson.

Til að gera greiðslur ríkissjóðs af samningunum samanburðarhæfar eru í töflunni einnig settar fram samanlagðar greiðslur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta er algeng framsetning á ríkisfjármálum og jafnast á við að núvirða eða framreikna greiðslurnar með vöxtum sem eru jafnir hagvexti hvers árs. Hér er miðað við að öll greiðslan vegna Icesave I og II hefði verið greidd árið 2016 þó svo hún hefði átt að koma til greiðslu á næstu átta árum. Á þennan mælikvarða hefðu Icesave I og II kostað ríkissjóð 5,87% af VLF en Icesave III 2,74%. Með því að margfalda hlutfallið með áætlaðri VLF ársins 2016 fæst kostnaður ríkissjóðs af samningunum á núvirði þess árs, sem er 140 milljarðar fyrir Icesave I og II (enda gert ráð fyrir að öll fjárhæðin hefði verið greidd árið 2016) og 65,4 milljarðar fyrir Icesave III.

Áætlunin er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað, þar á meðal gengi gjaldmiðla og útgreiðslur úr búi gamla Landsbankans (LBI), og miðað við að allar greiðslur af samningunum hefðu verið greiddar á gjalddaga. Ríkissjóður hafði heimild til að greiða skuldina upp að hluta eða öllu leyti fyrir gjalddaga og hugsanlega hefði verið unnt að endurfjármagna hana eða hluta hennar á betri kjörum fyrir gjalddaga. Hvort þróunin hefði orðið önnur ef einhver samninganna hefði verið samþykktur og hvort ríkissjóður hefði á einhverjum tímapunkti getað endurfjármagnað skuldina er háð mun meira mati og því er ekki gert ráð fyrir því hér. Þá er einnig gert ráð fyrir að þeir lagalegu fyrirvarar sem settir voru fyrir ábyrgð ríkissjóðs hefðu haldið. Sum þessara atriða hefðu getað haft umtalsverð áhrif á þá fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð og er nánar fjallað um þau og hugsanleg áhrif þeirra á áætlunina í lok svarsins.

Um Icesave-samningana

Samningurinn sem hér er kallaður Icesave I var undirritaður hinn 5. júní 2009. Hann er oft kenndur við Svavar Gestsson sem var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð hans. Hann var samþykktur á Alþingi 28. ágúst með fyrirvörum og staðfestur af forseta 2. september sama ár. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar fyrirvörum Alþingis svo samningurinn tók aldrei gildi.

Í kjölfarið hófust samningaviðræður á ný og var gerður viðauki við Icesave I, með flestum fyrirvörum Alþingis þó nánar útfærðum og útskýrðum, og er sá samningur hér kallaður Icesave II. Hann var undirritaður 19. október 2009, samþykktur af Alþingi 30. desember sama ár en synjað staðfestingar af forseta 5. janúar 2010. Hinn 6. mars 2010 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvarpið þar sem 1,8% greiddu atkvæði með lagafrumvarpinu en 93,2% gegn því.

Samningurinn sem hér er kallaður Icesave III var undirritaður 8. desember 2010. Sá samningur er oft kenndur við Lee Buchheit sem var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð hans. Hann var samþykktur á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti synjaði lagafrumvarpinu staðfestingar fjórum dögum síðar, 20. febrúar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvarpið fór fram 9. apríl sama ár þar sem 40,1% greiddu atkvæði með frumvarpinu en 59,7% gegn því.

Alþingi samþykkti lög nr. 96/2009 vegna Icesave I, lög nr. 1/2010 vegna Icesave II og lög nr. 13/2011 vegna Icesave III. Í frumvörpum að lögunum eru ýtarlegar upplýsingar um samningana og íslensk þýðing þeirra í fylgiskjölum. Allar upplýsingar um samningana sem hér er vísað til eru fengnar úr lögunum eða frumvörpunum.

Lee Buchheit var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð samningsins sem hér er kallaður Icesave III. Á myndinni sést hann ásamt Guðmundi Árnasyni. © Kristinn Ingvarsson.

Allir þrír Icesave-samningarnir kváðu á um endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) til hollenska seðlabankans (DNB) og breska innstæðutryggingarsjóðsins (FSCS) vegna greiðslu þeirra til Icesave-innstæðueigenda. Jafnframt kváðu þeir á um ábyrgð íslenska ríkisins á greiðslunum, það er að ríkissjóður myndi greiða þær greiðslur sem TIF gæti ekki staðið skil á. Samningarnir náðu eingöngu til innstæðna undir lágmarkstryggingu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins, sem var €20.887 annars vegar og £16.872,99 hins vegar.

Sammerkt með samningunum var að greiðslur úr slitabúi LBI vegna Icesave-innstæðna undir lágmarkstryggingunni hefðu komið til niðurgreiðslu á höfuðstól skuldarinnar en vextir og eftirstöðvarnar eins og þær stæðu í júní 2016 skyldu greidd af TIF eftir því sem eignir sjóðsins dygðu til og eftir það úr ríkissjóði.

Heildarfjárhæð innstæðna undir lágmarkstryggingu í Hollandi nam €1,322 milljörðum og £2,34 milljörðum í Bretlandi. Kröfur í bú LBI í erlendum gjaldmiðlum voru færðar í íslenskar krónur eftir sölugengi gjaldmiðlanna hinn 22. apríl 2009, sem var 169,23 kr. fyrir evru og 191,08 kr. fyrir pund. Heildarfjárhæð höfuðstóls krafna undir lágmarkstryggingunni nam því 670,9 milljörðum króna.

Mismunur á fjárhagsákvæðum samninganna

Mismunur á fjárhagslegum ákvæðum Icesave I og II annars vegar og Icesave III hins vegar, það er hversu mikið skyldi greitt og hvenær, fólst einkum í fimm þáttum. Icesave I og II voru nánast samhljóða hvað fjárhagsákvæði varðar og greiðslur af þeim hefðu orðið þær sömu svo hér eftir er eingöngu fjallað um mismuninn á Icesave I og III.

Í fyrsta lagi bættist kostnaður Breta og Hollendinga vegna útgreiðslu innstæðnanna við höfuðstól í Icesave I, £10 milljónir í tilviki Breta og €7 milljónir í tilviki Hollendinga. Höfuðstóll Icesave I var þannig €1,329 og £2,35 milljarðar. Ekkert slíkt ákvæði um kostnað Breta og Hollendinga var í Icesave III og því var höfuðstóll þess samnings €1,322 og £2,34 milljarðar.

Í öðru lagi voru vextirnir mismunandi; í Icesave I voru vextirnir fastir 5,55%, bæði í evrum og pundum, en í Icesave III voru þeir 3,0% í evrum og 3,3% í pundum. Þar sem greiðslur ríkissjóðs samanstóðu eingöngu af vöxtum hafði þessi munur á vöxtunum mikil áhrif á þann kostnað sem hefði fallið á ríkissjóð vegna samninganna.

Í þriðja lagi var munur á greiðslu vaxta. Í Icesave I skyldu vextirnir ekki greiddir reglulega heldur bætast árlega við höfuðstólinn, 5. júní hvert ár, og kæmu ekki til greiðslu fyrr en eftir 5. júní 2016. Icesave III kvað hins vegar á um að vextir skyldu greiddir ársfjórðungslega. Í báðum tilvikum skyldu eftirstöðvar höfuðstóls í júní 2016 greiddar með reglulegum afborgunum.

Í fjórða lagi var vaxtatímabilið mismunandi; í Icesave I skyldi greiða vexti frá og með 1. janúar 2009 en í Icesave III var fyrsti vaxtadagur 1. október 2009.

Í fimmta og síðasta lagi var munur á hvort úthlutanir úr búi LBI vegna vaxtakrafna innstæðueigenda kæmu til lækkunar á höfuðstól samninganna; í Icesave I átti TIF að fá kröfurnar framseldar að fullu en Icesave III kvað á um að greiðslum inn á vaxtakröfur yrði skipt milli TIF annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar og var skiptingin háð endanlegum heimtum úr búi LBI. Við fullar heimtur úr búi LBI, sem varð raunin, hefði TIF ekki fengið neina hlutdeild í vaxtakröfunum.

Vaxtakröfurnar voru tilkomnar vegna áfallinna vaxta á Icesave-innstæður frá því Landsbankinn féll, hinn 7. október 2008, og til 22. apríl 2009 en auk kröfu vegna höfuðstóls gátu innstæðueigendur lýst forgangskröfu vegna vaxta á þessu tímabili. Fyrir Icesave-innstæður í Hollandi námu vaxtakröfur að meðaltali um 1,98% af höfuðstól og fyrir Icesave-innstæður í Bretlandi námu þær að meðaltali um 3,50% af höfuðstól. Vaxtakröfur af tryggðum innstæðum námu því €26 milljónum annars vegar og £82 milljónum hins vegar sem jafngildir alls 20,1 milljarði króna miðað við gengi gjaldmiðlanna 22. apríl 2009. Í tilviki Icesave I hefði TIF því fengið framseldar kröfur að fjárhæð 691,0 milljarðar króna en að fjárhæð 670,9 milljarðar króna í tilviki Icesave III.

Greiðslur úr búi LBI

Við mat á kostnaði vegna samninganna skipta greiðslur úr búi LBI til forgangskröfuhafa, tímasetning þeirra og fjárhæðir, einna mestu máli. Því hærri sem greiðslurnar eru í heildina, þeim mun minni hefði skuld TIF í lok tímabilsins verið og greiðsla ríkissjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðslurnar bárust því hraðar hefði höfuðstóll skuldar TIF lækkað og því vextir af skuldinni orðið lægri. Þá skipti gengi krónunnar gagnvart pundi og evru við útgreiðslu úr búi LBI einnig miklu máli; krafa í bú LBI var í krónum og því hærra sem gengi krónunnar var við útgreiðslu, þeim mun fleiri pund og evrur fengust greidd upp í kröfurnar.

Forgangskröfur í bú LBI námu alls 1.327,5 milljörðum króna. Þar af voru 670,9 milljarðar vegna höfuðstóls tryggðra innstæðna undir viðmiðunarmörkum og um 20,1 milljarður vegna vaxtakrafna af þeim innstæðum. LBI greiddi forgangskröfur að fullu með sex greiðslum á tímabilinu frá 2. desember 2011 til 11. janúar 2016. Dagsetning og fjárhæð hverrar greiðslu er sýnd í töflu 2 ásamt hlutdeild tryggðra innstæðna í greiðslunni, skipt í höfuðstólskröfu og vaxtakröfu.

Dagsetning greiðslu
Greiðsla alls
Hlutfall
Höfuðstóll (TIF)
Vaxtakrafa (TIF)
Alls (TIF)
2. des. 2011 395,0 29,76% 199,6 6,0 205,6
24. maí. 2012 172,3 12,98% 87,1 2,6 89,7
5. okt. 2012 80,0 6,03% 40,5 1,2 41,7
12. sept. 2013 67,2 5,06% 34,0 1,0 35,0
16. des. 2014 402,3 30,31% 203,3 6,1 209,4
11. jan. 2016 210,6 15,86% 106,4 3,2 109,6
Alls 1.327,5 100,00% 670,9 20,1 691,0

Tafla 2. Greiðslur slitabús LBI til forgangskröfuhafa og hlutur TIF í hverri greiðslu hefðu Icesave-samningarnir verið samþykktir. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Fyrsti dálkurinn sýnir dagsetningu hverrar greiðslu, annar dálkurinn heildarfjárhæð greiðslunnar og sá þriðji hversu hátt hlutfall af forgangskröfum var greitt í hvert sinn. Dálkar fjögur til sex sýna svo hlutdeild tryggðra innstæðna í greiðslunni, skipt í höfuðstólskröfu og vaxtakröfu, og heildarkröfuna. Heimild: Kröfuhafaskýrslur LBI.

Að auki fékk FSCS greiddar £33 milljónir upp í kröfu sína í janúar 2012 þegar hann gekk að innstæðum á veðsettum reikningi LBI hjá Barclays og skuldajafnaði við hluta kröfu sinnar í bú LBI. Við skuldajöfnunina lækkaði krafa FSCS í bú LBI um 6,3 milljarða króna. Hér er ekki gert ráð fyrir TIF hefði fengið þá greiðslu heldur að FSCS hefði skuldajafnað við þann hluta kröfu sinnar sem ekki hefði verið framseld til TIF. Ef gert væri ráð fyrir að TIF hefði fengið þá greiðslu að fullu hefði fjárhæðin sem hefði fallið á ríkissjóð vegna Icesave-samninganna verið um milljarði króna lægri.

Eins og fyrr segir gerðu Icesave I og II ráð fyrir að TIF fengi framseldar bæði höfuðstóls- og vaxtakröfur vegna tryggðra innstæðna en Icesave III gerði aðeins ráð fyrir höfuðstólskröfunni en að TIF fengi hlutdeild í vaxtakröfunni ef heimtur úr búi LBI reyndust ekki fullar. Heildarfjárhæð kröfu TIF í Icesave I og II var því 691,0 milljarður króna en 670,9 milljarðar króna fyrir Icesave III. Við mat á kostnaði ríkissjóðs vegna Icesave I og II er því notast við fjárhæðir síðasta dálkinum (Alls (TIF)) en úr fjórða dálkinum (Höfuðstóll (TIF)) vegna Icesave III.

Kostnaður vegna Icesave I og II

Við áætlun á þeim kostnaði sem fallið hefði á ríkissjóð vegna Icesave I og II er hér gert ráð fyrir ofangreindum forsendum, það er að höfuðstóll samninganna hefði verið €1,329 og £2,35 milljarðar, vextir fastir 5,55% og greiðslur inn á höfuðstól eins og tilgreint er í síðasta dálkinum í töflu 2.

Að auki er gert ráð fyrir að sjóðir TIF, að fjárhæð 20 milljarðar króna, hefðu verið nýttir til að greiða inn á höfuðstólinn fljótlega eftir að samningarnir hefðu verið samþykktir og er sú greiðsla hér sett á fyrsta daginn eftir samþykkt samninganna sem vextir hefðu bæst við höfuðstól, hinn 5. júní 2010. Ekkert slíkt ákvæði var í samningunum en ekki er óvarlegt að gera ráð fyrir að sjóðir TIF hefðu verið nýttir með þessum hætti enda bar sjóðurinn fyrstu ábyrgð á greiðslum af samningnum og aðeins að honum gengnum hefðu greiðslur fallið á ríkissjóð. Í Icesave III var sérstaklega kveðið á um að sjóður TIF yrði nýttur til að greiða hluta fyrstu vaxtagreiðslunnar, 1. janúar 2011.

Þá er gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búi LBI í erlendum gjaldmiðlum hefðu miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á útgreiðsludegi, í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli nr. 707/2014, og að gengisþróun evru og sterlingspunds hefði orðið eins og hún hefur verið eftir að samningunum var hafnað. Samkvæmt samningunum skyldu höfuðstólsgreiðslur greiddar í myntum skuldarinnar, pundum og evrum, innan fimm virkra daga frá því að greiðslur úr slitabúi LBI bárust í hvert sinn. Hér er gert ráð fyrir að greitt hafi verið samdægurs á sölugengi punds og evru á hverjum tíma.

Að gefnum þessum forsendum hefðu greiðslur vegna samninganna verið eins og sýnt er í töflu 3.

Dagsetning
Eftirstöðvar höfuðstóls
Vextir lagðir við höfuðstól
Afborgun höfuðstóls
1. jan. 2009 639,8    
5. jún. 2009 712,2 16,4 -
5. jún. 2010 686,6 37,2 20,0
5. jún. 2011 731,6 38,5 -
2. des. 2011 515,2 - 205,6
24. maí. 2012 458,9 - 89,7
5. jún. 2012 489,5 35,9 -
5. okt. 2012 442,5 - 41,7
5. jún. 2013 452,8 24,5 -
12. sept. 2013 425,9 - 35,0
5. jún. 2014 440,7 23,7 -
16. des. 2014 237,0 - 209,4
5. jún. 2015 261,5 19,7 -
11. jan. 2016 135,5 - 109,6
6. jún. 2016 140,0 10,7 -
Eftirstöðvar / alls 140,0 206,6 711,0

Tafla 3. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, vextir lagðir við höfuðstól og höfuðstólsgreiðslur TIF vegna Icesave I og II. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Athuga þarf að eftirstöðvar höfuðstóls, vextir sem bætt var við höfuðstól og afborganir höfuðstóls voru ávallt í evrum og sterlingspundum en eru hér sett fram á jafnvirði í íslenskum krónum miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á hverjum degi.

Heildargreiðslur inn á höfuðstól samninganna hefðu því numið jafnvirði 711 milljarða króna, þar af 691 milljarður úr búi LBI og 20 milljarðar úr sjóðum TIF. Hinn 6. júní 2016 hefðu eftirstöðvar samninganna numið 140 milljörðum króna, sem er sú fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð og komið til greiðslu á næstu átta árum í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum með 5,55% vöxtum. Áætluð VLF ársins 2016 er 2.386 milljarðar króna svo fjárhæðin hefði numið 5,87% af VLF ársins.

Kostnaður vegna Icesave III

Við mat á kostnaði sem fallið hefði á ríkissjóð vegna Icesave III er gert ráð fyrir ofangreindum forsendum, það er að höfuðstóll samningsins hefði verið €1,322 og £2,34 milljarðar, vextir fastir 3,0% í evrum og 3,3% í sterlingspundum og greiðslur inn á höfuðstól eins og tilgreint er í fjórða dálki töflu 2. Þá er gert ráð fyrir að sjóðir TIF, að fjárhæð 20 milljarðar króna, hefðu verið nýttir til að greiða hluta fyrstu vaxtagreiðslunnar, 1. janúar 2011, eins og samningurinn kvað á um.

Þá er gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búi LBI í erlendum gjaldmiðlum hefðu miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á útgreiðsludegi og að gengisþróun evru og sterlingspunds hefði orðið eins og hún hefur verið eftir að samningunum var hafnað. Samkvæmt samningnum skyldu höfuðstólsgreiðslur greiddar í pundum og evrum innan fjögurra daga frá því að greiðslur úr slitabúi LBI bárust í hvert sinn og hér er gert ráð fyrir að greitt hafi verið samdægurs á sölugengi punds og evru á hverjum tíma.

Að gefnum þessum forsendum hefðu greiðslur vegna samningsins verið eins og sýnt er í töflu 4.

Dagsetning
Eftirstöðvar höfuðstóls
Greiddir vextir
Afborgun höfuðstóls
Greiðsla ríkissjóðs
% af VLF
1. okt. 2009 705,8        
1. jan. 2011 622,6 25,0 - 5,0 0,29%
1. apr. 2011 646,1 5,1 - 5,1 0,30%
1. júl. 2011 649,2 5,2 - 5,2 0,30%
1. okt. 2011 643,4 5,2 - 5,2 0,31%
2. des. 2011 447,9 3,5 199,6 3,5 0,21%
1. jan. 2012 453,0 1,2 - 1,2 0,07%
1. apr. 2012 483,2 3,9 - 3,9 0,22%
24. maí. 2012 389,9 2,2 87,1 2,2 0,12%
1. júl. 2012 378,8 1,3 - 1,3 0,07%
1. okt. 2012 384,6 3,1 - 3,1 0,17%
5. okt. 2012 340,7 0,1 40,5 0,1 0,01%
1. jan. 2013 360,5 2,8 - 2,8 0,15%
1. apr. 2013 330,3 2,6 - 2,6 0,14%
1. júl. 2013 330,9 2,6 - 2,6 0,14%
12. sept. 2013 301,6 2,2 34,0 2,2 0,11%
1. okt. 2013 306,5 0,5 - 0,5 0,03%
1. jan. 2014 298,1 2,4 - 2,4 0,12%
1. apr. 2014 293,7 2,3 - 2,3 0,12%
1. júl. 2014 298,5 2,4 - 2,4 0,12%
1. okt. 2014 300,9 2,4 - 2,4 0,12%
16. des. 2014 95,9 2,0 203,3 2,0 0,10%
1. jan. 2015 97,3 0,1 - 0,1 0,01%
1. apr. 2015 97,6 0,8 - 0,8 0,04%
1. júl. 2015 99,1 0,8 - 0,8 0,04%
1. okt. 2015 93,5 0,8 - 0,8 0,03%
1. jan. 2016 92,8 0,8 - 0,8 0,03%
11. jan. 2016 -14,7 0,1 106,4 -14,7 -0,61%
Eftirstöðvar / alls -14,7 81,3 670,9 46,5 2,74%

Tafla 4. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, greiddir vextir og höfuðstólsgreiðslur TIF og ríkissjóðs vegna Icesave III. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Athuga þarf að eftirstöðvar höfuðstóls, greiddir vextir og afborganir höfuðstóls voru ávallt í evrum og sterlingspundum en eru hér sett fram á jafnvirði í íslenskum krónum miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á hverjum degi. Næstsíðasti dálkurinn sýnir þann hluta hverrar greiðslu sem hefði verið greidd úr ríkissjóði og sá síðasti hlutfall greiðslu ríkissjóðs af VLF þess árs. TIF hefði aðeins greitt hluta fyrstu greiðslunnar, 20 milljarða króna af 25, en ríkissjóður allar vaxtagreiðslur eftir það. Síðasta greiðslan hefði verið 11. janúar 2016 og þá hefði samningurinn verið að fullu uppgerður og ríkissjóður fengið í sinn hlut 14,7 milljarða af lokagreiðslu LBI.

Nettógreiðslur ríkissjóðs vegna samningsins hefðu því numið jafnvirði 46,5 milljarða króna. Heildarvaxtagreiðslur hefðu numið 81,3 milljörðum króna en af þeim hefði TIF greitt 20 milljarða og ríkissjóður 61,3 en ríkissjóður hefði fengið hluta þeirra endurgreiddan við lokagreiðslu LBI eða 14,7 milljarða króna. Sem hlutfall af VLF hvers árs hefðu greiðslur ríkissjóðs numið 2,74%. Áætluð VLF ársins 2016 er 2.386 milljarðar króna svo fjárhæðin hefði jafngilt 65,4 milljörðum króna árið 2016.

Heildargreiðslur vegna Icesave III hefðu numið 737,4 milljörðum króna, þar af 670,9 milljarðar úr búi LBI, 20 milljarðar úr sjóðum TIF og 46,5 milljarðar úr ríkissjóði.

Myndin sýnir Icesave-auglýsingu á leigubíl í London 2008.

Lagalegir og efnahagslegir fyrirvarar samninganna

Allir Icesave-samningarnir innihéldu ýmis önnur ákvæði en fjárhagsleg (það er önnur en um fjárhæðir, vexti og endurgreiðslur) þar á meðal lagalega fyrirvara. Þá innihéldu Icesave I og II einnig efnahagslega fyrirvara.

Tveir lagalegir fyrirvarar sem sérstaklega er vert að fjalla um, og hefðu getað haft talsverð áhrif á kostnað ríkissjóðs af þeim, er annars vegar svokallað Ragnars Hall-ákvæði og hins vegar fyrirvari um lagalega ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðunum.

Ragnars Hall-ákvæðið svokallaða var um úthlutun úr slitabúi LBI upp í innstæður sem voru hærri en lágmarkstryggingin. Fyrir slíkar innstæður hefði TIF einungis fengið framseldan þann hluta kröfunnar sem var undir lágmarkstryggingunni en DNB eða FSCS hefði haldið eftir þeim hluta kröfunnar sem var umfram lágmarkið. Við úthlutun úr búi LBI upp í þær kröfur var álitamál hvort úthlutunin skyldi fyrst ganga til að fullnægja kröfu TIF, sem nyti þannig ákveðins forgangs, eða hvort hún skyldi ganga til bæði TIF og DNB eða FSCS, í hlutfalli við kröfu hvors, svo kröfur þeirra væru jafnsettar. Fyrirvari þess efnis var í samningunum og áskildu íslensk stjórnvöld sér rétt til þess að fá úr álitaefninu skorið fyrir dómstólum. Þar sem samningarnir tóku ekki gildi reyndi ekki á þetta ákvæði.

Í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir að TIF hefði notið þessa forgangs við úthlutun en ef sú hefði verið raunin hefðu greiðslur til TIF úr búi LBI borist mun hraðar og skuldin því greiðst upp mun fyrr, jafnvel strax við greiðsluna í september 2013. Fjárhæðin sem fallið hefði á ríkissjóð hefði þá orðið verulega lægri, allt niður 90 milljarða fyrir Icesave I og II og 20 milljarða fyrir Icesave III.

Þá innihéldu samningarnir fyrirvara um hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar við kerfishrun á fjármálamarkaði. Eins og þekkt er komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu hinn 28. janúar 2013 að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð gagnvart Icesave-innstæðueigendum. Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins er ekki útilokað að þessi fyrirvari hefði leitt til niðurfellingar ábyrgðar ríkissjóðs á greiðslum vegna samninganna og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra því enginn.

Alþingi setti einnig efnahagslega fyrirvara við Icesave I sem héldust að mestu í Icesave II. Fyrirvararnir kváðu á um þak á árlega greiðslu ríkissjóðs vegna samninganna þannig að ríkissjóður myndi á hverju ári ekki greiða meira sem næmi 6% af uppsöfnuðum hagvexti frá árinu 2008. Hagvöxtur milli áranna 2008 og 2016 reyndist það mikill og eftirstöðvar samninganna það lágar að þessir fyrirvarar hefðu engu breytt um greiðslur ríkissjóðs.

Fyrirvari við áætlunina

Setja verður þann fyrirvara við þessa áætlun að hún er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Hugsanlegt er hins vegar að samþykkt samninganna hefði haft áhrif á þróunina og þá hefði niðurstaðan að sjálfsögðu getað verið önnur.

Samþykkt samninganna hefði sem dæmi getað haft áhrif á þróun gengis krónunnar, hvort sem er til styrkingar eða veikingar. Hefði krónan styrkst hefði kostnaður ríkissjóðs verið lægri en hærri hefði hún veikst.

Samþykkt samninganna hefði einnig getað haft áhrif á tímasetningar á útgreiðslum úr slitabúi LBI. Hinn 13. mars 2012 voru sett lög (nr. 17/2012) sem afnámu sérstaka undanþágu slitabúa frá fjármagnshöftum til að greiða til kröfuhafa. Eftir það þurfti slitabú LBI að sækja um undanþágu til Seðlabankans til að greiða til forgangskröfuhafa. Undanþágubeiðnirnar vegna greiðslnanna hinn 23. desember 2014 og 11. janúar 2016 voru langan tíma í meðförum Seðlabankans og ríkisstjórnar. Ef ríkissjóður hefði haft beina fjárhagslega hagsmuni af því að greiðslurnar færu fram fyrr er hugsanlegt að afgreiðsla undanþágubeiðninnar hefði tekið skemmri tíma. Á móti kemur þó að lokagreiðslunni 11. janúar 2016 var flýtt vegna nauðasamnings LBI. Búið átti ekki fyrir henni að fullu í reiðufé og var hún að hluta fjármögnuð með lántöku búsins. Heilt yfir er ekki ólíklegt að samþykkt Icesave-samninganna hefði leitt til hraðari útgreiðslna úr búi LBI og því hefði kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra þá hugsanlega verið nokkrum milljörðum og jafnvel tugum milljarða króna lægri en hér er áætlað.

Þá er í áætluninni einnig gert ráð fyrir að samningarnir hefðu verð efndir samkvæmt efni þeirra og að greiðslur af þeim hefðu verið inntar af hendi á gjalddögum. TIF hafði hins vegar heimild til að greiða skuldina niður hraðar og hugsanlega hefði verið hagkvæmara fyrir ríkissjóð að endurfjármagna skuldina að hluta eða að öllu leyti, það er taka lán fyrir eftirstöðvum samninganna og greiða þær upp fyrir gjalddaga. Ef ríkissjóði hefði boðist lán á betri kjörum en samningarnir kváðu á um hefði slík endurfjármögnun verið hagkvæm.

Fyrsta erlenda lántaka íslenska ríkisins á markaði eftir hrun var í júní 2011 þegar ríkissjóður gaf út skuldabréf í bandaríkjadölum til 5 ára að fjárhæð $1 milljarður með 5,0% vöxtum. Í maí 2012 gaf ríkissjóður aftur út skuldabréf til 10 ára að fjárhæð $1 milljarður á 6,0% vöxtum. Fyrsta lántakan á markaði í evrum eftir hrun var svo í júlí 2014 þegar ríkissjóður gaf út skuldabréf til 6 ára að fjárhæð €750 milljónir, eða jafnvirði um 116 milljarða króna, með 2,56% vöxtum. Á þeim tíma hefðu eftirstöðvar Icesave I og II numið um 440 milljörðum króna og eftirstöðvar Icesave III um 300 milljörðum. Þá greiddi ríkissjóður á þessum tíma einnig upp nokkur erlend lán sem sum voru á lægri vöxtum en Icesave I og II. Við ákvörðun um endurfjármögnun eða uppgreiðslu Icesave-samninganna hefði þurft að taka tillit til ýmissa þátta eins og eftirstöðva þeirra og eftirstöðvatíma í samanburði við önnur lán ríkissjóðs og þá fjármögnun sem í boði var sem og stöðu gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ekki er ólíklegt að ríkissjóður hefði getað endurfjármagnað einhvern hluta skuldarinnar á markaði á betri kjörum, í síðasta lagi í júlí 2014. Þá hefðu greiðslur ríkissjóðs verið lægri sem nam mismun á vaxtakjörum samninganna og fjármögnunarinnar. Þó er rétt að hafa í huga að samþykkt samninganna hefði einnig getað haft áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og þar með vaxtakjör, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar.

Heimildir

Myndir:


Að lokum vill höfundur þakka þeim sem lásu yfir drög að svarinu og komu með góðar ábendingar um hvernig mætti bæta það.

Höfundur

Hersir Sigurgeirsson

prófessor í fjármálum, viðskiptafræðideild HÍ

Útgáfudagur

16.6.2016

Spyrjandi

Jónas Björn Sigurgeirsson, Jón Ingólfur Magnússon,

Tilvísun

Hersir Sigurgeirsson. „Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72312.

Hersir Sigurgeirsson. (2016, 16. júní). Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72312

Hersir Sigurgeirsson. „Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga:

Þegar fyrra svarið var skrifað lágu ekki allar forsendur fyrir matinu endanlega fyrir og eftir að seinna svarið birtist var höfundi bent á ákvæði í samningunum og sem ekki var réttilega tekið tillit til í svarinu. Þá gætti nokkurrar ónákvæmni í fjárhæðum sem leiddu til skekkju í lokamatinu. Núna liggja endanlega fyrir allar forsendur fyrir því að áætla kostnað ríkissjóðs vegna samninganna. Vegna þessa er báðum spurningum hér svarað á ný og þær settar fram sem ný spurning:
  • Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?

Samantekið svar við spurningunni er sett fram í töflu 1.

 
Icesave I og II (Svavar)
Icesave III (Buchheit)
Heildargreiðslur
851,0
737,4
- þar af greitt úr búi gamla Landsbankans
691,0
670,9
- þar af greitt úr sjóðum TIF
20,0
20,0
Fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð
140,0
46,5
Sem hlutfall af VLF
5,87%
2,74%
Á núvirði miðað við áætlaða VLF ársins 2016
140,0
65,4

Tafla 1. Fjárhæðir sem fallið hefðu á ríkissjóð vegna Icesave I og II annars vegar og Icesave III hins vegar. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Fjárhæðir í fyrstu fjórum línunum eru í milljörðum króna á verðlagi og gjaldmiðlagengi hvers árs, fimmta línan sýnir fjárhæðina sem fallið hefði á ríkissjóð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs og neðsta línan sýnir fjárhæðina sem fallið hefði á ríkissjóð í milljörðum króna að núvirði árið 2016, miðað við áætlaða VLF þess árs (2.386 milljarðar króna, sjá Peningamál 2/2016, bls. 59).

Af töflunni má sjá að Icesave I og II hefðu hvor um sig kostað ríkissjóð alls 140 milljarða króna og að Icesave III hefði kostað ríkissjóð 46,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs.

Samningarnir voru mismunandi að því leyti að ríkissjóður hefði ekkert greitt vegna Icesave I og II fyrr en eftir 6. júní 2016 en vegna Icesave III hefði ríkissjóður greitt vexti ársfjórðungslega frá og með 1. janúar 2011. Skuldin vegna Icesave I og II væri því óuppgerð og kæmi til greiðslu á næstu átta árum með 32 jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum, 17,5 milljarðar auk vaxta á ári, en skuldin vegna Icesave III hefði verið að fullu uppgerð 11. janúar 2016.

Icesave I og II hefðu hvor um sig kostað ríkissjóð alls 140 milljarða króna og Icesave III hefði kostað ríkissjóð 46,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs. © Kristinn Ingvarsson.

Til að gera greiðslur ríkissjóðs af samningunum samanburðarhæfar eru í töflunni einnig settar fram samanlagðar greiðslur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta er algeng framsetning á ríkisfjármálum og jafnast á við að núvirða eða framreikna greiðslurnar með vöxtum sem eru jafnir hagvexti hvers árs. Hér er miðað við að öll greiðslan vegna Icesave I og II hefði verið greidd árið 2016 þó svo hún hefði átt að koma til greiðslu á næstu átta árum. Á þennan mælikvarða hefðu Icesave I og II kostað ríkissjóð 5,87% af VLF en Icesave III 2,74%. Með því að margfalda hlutfallið með áætlaðri VLF ársins 2016 fæst kostnaður ríkissjóðs af samningunum á núvirði þess árs, sem er 140 milljarðar fyrir Icesave I og II (enda gert ráð fyrir að öll fjárhæðin hefði verið greidd árið 2016) og 65,4 milljarðar fyrir Icesave III.

Áætlunin er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað, þar á meðal gengi gjaldmiðla og útgreiðslur úr búi gamla Landsbankans (LBI), og miðað við að allar greiðslur af samningunum hefðu verið greiddar á gjalddaga. Ríkissjóður hafði heimild til að greiða skuldina upp að hluta eða öllu leyti fyrir gjalddaga og hugsanlega hefði verið unnt að endurfjármagna hana eða hluta hennar á betri kjörum fyrir gjalddaga. Hvort þróunin hefði orðið önnur ef einhver samninganna hefði verið samþykktur og hvort ríkissjóður hefði á einhverjum tímapunkti getað endurfjármagnað skuldina er háð mun meira mati og því er ekki gert ráð fyrir því hér. Þá er einnig gert ráð fyrir að þeir lagalegu fyrirvarar sem settir voru fyrir ábyrgð ríkissjóðs hefðu haldið. Sum þessara atriða hefðu getað haft umtalsverð áhrif á þá fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð og er nánar fjallað um þau og hugsanleg áhrif þeirra á áætlunina í lok svarsins.

Um Icesave-samningana

Samningurinn sem hér er kallaður Icesave I var undirritaður hinn 5. júní 2009. Hann er oft kenndur við Svavar Gestsson sem var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð hans. Hann var samþykktur á Alþingi 28. ágúst með fyrirvörum og staðfestur af forseta 2. september sama ár. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar fyrirvörum Alþingis svo samningurinn tók aldrei gildi.

Í kjölfarið hófust samningaviðræður á ný og var gerður viðauki við Icesave I, með flestum fyrirvörum Alþingis þó nánar útfærðum og útskýrðum, og er sá samningur hér kallaður Icesave II. Hann var undirritaður 19. október 2009, samþykktur af Alþingi 30. desember sama ár en synjað staðfestingar af forseta 5. janúar 2010. Hinn 6. mars 2010 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvarpið þar sem 1,8% greiddu atkvæði með lagafrumvarpinu en 93,2% gegn því.

Samningurinn sem hér er kallaður Icesave III var undirritaður 8. desember 2010. Sá samningur er oft kenndur við Lee Buchheit sem var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð hans. Hann var samþykktur á Alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti synjaði lagafrumvarpinu staðfestingar fjórum dögum síðar, 20. febrúar. Þjóðaratkvæðagreiðsla um lagafrumvarpið fór fram 9. apríl sama ár þar sem 40,1% greiddu atkvæði með frumvarpinu en 59,7% gegn því.

Alþingi samþykkti lög nr. 96/2009 vegna Icesave I, lög nr. 1/2010 vegna Icesave II og lög nr. 13/2011 vegna Icesave III. Í frumvörpum að lögunum eru ýtarlegar upplýsingar um samningana og íslensk þýðing þeirra í fylgiskjölum. Allar upplýsingar um samningana sem hér er vísað til eru fengnar úr lögunum eða frumvörpunum.

Lee Buchheit var formaður íslensku samninganefndarinnar við gerð samningsins sem hér er kallaður Icesave III. Á myndinni sést hann ásamt Guðmundi Árnasyni. © Kristinn Ingvarsson.

Allir þrír Icesave-samningarnir kváðu á um endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) til hollenska seðlabankans (DNB) og breska innstæðutryggingarsjóðsins (FSCS) vegna greiðslu þeirra til Icesave-innstæðueigenda. Jafnframt kváðu þeir á um ábyrgð íslenska ríkisins á greiðslunum, það er að ríkissjóður myndi greiða þær greiðslur sem TIF gæti ekki staðið skil á. Samningarnir náðu eingöngu til innstæðna undir lágmarkstryggingu samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins, sem var €20.887 annars vegar og £16.872,99 hins vegar.

Sammerkt með samningunum var að greiðslur úr slitabúi LBI vegna Icesave-innstæðna undir lágmarkstryggingunni hefðu komið til niðurgreiðslu á höfuðstól skuldarinnar en vextir og eftirstöðvarnar eins og þær stæðu í júní 2016 skyldu greidd af TIF eftir því sem eignir sjóðsins dygðu til og eftir það úr ríkissjóði.

Heildarfjárhæð innstæðna undir lágmarkstryggingu í Hollandi nam €1,322 milljörðum og £2,34 milljörðum í Bretlandi. Kröfur í bú LBI í erlendum gjaldmiðlum voru færðar í íslenskar krónur eftir sölugengi gjaldmiðlanna hinn 22. apríl 2009, sem var 169,23 kr. fyrir evru og 191,08 kr. fyrir pund. Heildarfjárhæð höfuðstóls krafna undir lágmarkstryggingunni nam því 670,9 milljörðum króna.

Mismunur á fjárhagsákvæðum samninganna

Mismunur á fjárhagslegum ákvæðum Icesave I og II annars vegar og Icesave III hins vegar, það er hversu mikið skyldi greitt og hvenær, fólst einkum í fimm þáttum. Icesave I og II voru nánast samhljóða hvað fjárhagsákvæði varðar og greiðslur af þeim hefðu orðið þær sömu svo hér eftir er eingöngu fjallað um mismuninn á Icesave I og III.

Í fyrsta lagi bættist kostnaður Breta og Hollendinga vegna útgreiðslu innstæðnanna við höfuðstól í Icesave I, £10 milljónir í tilviki Breta og €7 milljónir í tilviki Hollendinga. Höfuðstóll Icesave I var þannig €1,329 og £2,35 milljarðar. Ekkert slíkt ákvæði um kostnað Breta og Hollendinga var í Icesave III og því var höfuðstóll þess samnings €1,322 og £2,34 milljarðar.

Í öðru lagi voru vextirnir mismunandi; í Icesave I voru vextirnir fastir 5,55%, bæði í evrum og pundum, en í Icesave III voru þeir 3,0% í evrum og 3,3% í pundum. Þar sem greiðslur ríkissjóðs samanstóðu eingöngu af vöxtum hafði þessi munur á vöxtunum mikil áhrif á þann kostnað sem hefði fallið á ríkissjóð vegna samninganna.

Í þriðja lagi var munur á greiðslu vaxta. Í Icesave I skyldu vextirnir ekki greiddir reglulega heldur bætast árlega við höfuðstólinn, 5. júní hvert ár, og kæmu ekki til greiðslu fyrr en eftir 5. júní 2016. Icesave III kvað hins vegar á um að vextir skyldu greiddir ársfjórðungslega. Í báðum tilvikum skyldu eftirstöðvar höfuðstóls í júní 2016 greiddar með reglulegum afborgunum.

Í fjórða lagi var vaxtatímabilið mismunandi; í Icesave I skyldi greiða vexti frá og með 1. janúar 2009 en í Icesave III var fyrsti vaxtadagur 1. október 2009.

Í fimmta og síðasta lagi var munur á hvort úthlutanir úr búi LBI vegna vaxtakrafna innstæðueigenda kæmu til lækkunar á höfuðstól samninganna; í Icesave I átti TIF að fá kröfurnar framseldar að fullu en Icesave III kvað á um að greiðslum inn á vaxtakröfur yrði skipt milli TIF annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar og var skiptingin háð endanlegum heimtum úr búi LBI. Við fullar heimtur úr búi LBI, sem varð raunin, hefði TIF ekki fengið neina hlutdeild í vaxtakröfunum.

Vaxtakröfurnar voru tilkomnar vegna áfallinna vaxta á Icesave-innstæður frá því Landsbankinn féll, hinn 7. október 2008, og til 22. apríl 2009 en auk kröfu vegna höfuðstóls gátu innstæðueigendur lýst forgangskröfu vegna vaxta á þessu tímabili. Fyrir Icesave-innstæður í Hollandi námu vaxtakröfur að meðaltali um 1,98% af höfuðstól og fyrir Icesave-innstæður í Bretlandi námu þær að meðaltali um 3,50% af höfuðstól. Vaxtakröfur af tryggðum innstæðum námu því €26 milljónum annars vegar og £82 milljónum hins vegar sem jafngildir alls 20,1 milljarði króna miðað við gengi gjaldmiðlanna 22. apríl 2009. Í tilviki Icesave I hefði TIF því fengið framseldar kröfur að fjárhæð 691,0 milljarðar króna en að fjárhæð 670,9 milljarðar króna í tilviki Icesave III.

Greiðslur úr búi LBI

Við mat á kostnaði vegna samninganna skipta greiðslur úr búi LBI til forgangskröfuhafa, tímasetning þeirra og fjárhæðir, einna mestu máli. Því hærri sem greiðslurnar eru í heildina, þeim mun minni hefði skuld TIF í lok tímabilsins verið og greiðsla ríkissjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðslurnar bárust því hraðar hefði höfuðstóll skuldar TIF lækkað og því vextir af skuldinni orðið lægri. Þá skipti gengi krónunnar gagnvart pundi og evru við útgreiðslu úr búi LBI einnig miklu máli; krafa í bú LBI var í krónum og því hærra sem gengi krónunnar var við útgreiðslu, þeim mun fleiri pund og evrur fengust greidd upp í kröfurnar.

Forgangskröfur í bú LBI námu alls 1.327,5 milljörðum króna. Þar af voru 670,9 milljarðar vegna höfuðstóls tryggðra innstæðna undir viðmiðunarmörkum og um 20,1 milljarður vegna vaxtakrafna af þeim innstæðum. LBI greiddi forgangskröfur að fullu með sex greiðslum á tímabilinu frá 2. desember 2011 til 11. janúar 2016. Dagsetning og fjárhæð hverrar greiðslu er sýnd í töflu 2 ásamt hlutdeild tryggðra innstæðna í greiðslunni, skipt í höfuðstólskröfu og vaxtakröfu.

Dagsetning greiðslu
Greiðsla alls
Hlutfall
Höfuðstóll (TIF)
Vaxtakrafa (TIF)
Alls (TIF)
2. des. 2011 395,0 29,76% 199,6 6,0 205,6
24. maí. 2012 172,3 12,98% 87,1 2,6 89,7
5. okt. 2012 80,0 6,03% 40,5 1,2 41,7
12. sept. 2013 67,2 5,06% 34,0 1,0 35,0
16. des. 2014 402,3 30,31% 203,3 6,1 209,4
11. jan. 2016 210,6 15,86% 106,4 3,2 109,6
Alls 1.327,5 100,00% 670,9 20,1 691,0

Tafla 2. Greiðslur slitabús LBI til forgangskröfuhafa og hlutur TIF í hverri greiðslu hefðu Icesave-samningarnir verið samþykktir. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Fyrsti dálkurinn sýnir dagsetningu hverrar greiðslu, annar dálkurinn heildarfjárhæð greiðslunnar og sá þriðji hversu hátt hlutfall af forgangskröfum var greitt í hvert sinn. Dálkar fjögur til sex sýna svo hlutdeild tryggðra innstæðna í greiðslunni, skipt í höfuðstólskröfu og vaxtakröfu, og heildarkröfuna. Heimild: Kröfuhafaskýrslur LBI.

Að auki fékk FSCS greiddar £33 milljónir upp í kröfu sína í janúar 2012 þegar hann gekk að innstæðum á veðsettum reikningi LBI hjá Barclays og skuldajafnaði við hluta kröfu sinnar í bú LBI. Við skuldajöfnunina lækkaði krafa FSCS í bú LBI um 6,3 milljarða króna. Hér er ekki gert ráð fyrir TIF hefði fengið þá greiðslu heldur að FSCS hefði skuldajafnað við þann hluta kröfu sinnar sem ekki hefði verið framseld til TIF. Ef gert væri ráð fyrir að TIF hefði fengið þá greiðslu að fullu hefði fjárhæðin sem hefði fallið á ríkissjóð vegna Icesave-samninganna verið um milljarði króna lægri.

Eins og fyrr segir gerðu Icesave I og II ráð fyrir að TIF fengi framseldar bæði höfuðstóls- og vaxtakröfur vegna tryggðra innstæðna en Icesave III gerði aðeins ráð fyrir höfuðstólskröfunni en að TIF fengi hlutdeild í vaxtakröfunni ef heimtur úr búi LBI reyndust ekki fullar. Heildarfjárhæð kröfu TIF í Icesave I og II var því 691,0 milljarður króna en 670,9 milljarðar króna fyrir Icesave III. Við mat á kostnaði ríkissjóðs vegna Icesave I og II er því notast við fjárhæðir síðasta dálkinum (Alls (TIF)) en úr fjórða dálkinum (Höfuðstóll (TIF)) vegna Icesave III.

Kostnaður vegna Icesave I og II

Við áætlun á þeim kostnaði sem fallið hefði á ríkissjóð vegna Icesave I og II er hér gert ráð fyrir ofangreindum forsendum, það er að höfuðstóll samninganna hefði verið €1,329 og £2,35 milljarðar, vextir fastir 5,55% og greiðslur inn á höfuðstól eins og tilgreint er í síðasta dálkinum í töflu 2.

Að auki er gert ráð fyrir að sjóðir TIF, að fjárhæð 20 milljarðar króna, hefðu verið nýttir til að greiða inn á höfuðstólinn fljótlega eftir að samningarnir hefðu verið samþykktir og er sú greiðsla hér sett á fyrsta daginn eftir samþykkt samninganna sem vextir hefðu bæst við höfuðstól, hinn 5. júní 2010. Ekkert slíkt ákvæði var í samningunum en ekki er óvarlegt að gera ráð fyrir að sjóðir TIF hefðu verið nýttir með þessum hætti enda bar sjóðurinn fyrstu ábyrgð á greiðslum af samningnum og aðeins að honum gengnum hefðu greiðslur fallið á ríkissjóð. Í Icesave III var sérstaklega kveðið á um að sjóður TIF yrði nýttur til að greiða hluta fyrstu vaxtagreiðslunnar, 1. janúar 2011.

Þá er gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búi LBI í erlendum gjaldmiðlum hefðu miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á útgreiðsludegi, í samræmi við dóm Hæstaréttar í máli nr. 707/2014, og að gengisþróun evru og sterlingspunds hefði orðið eins og hún hefur verið eftir að samningunum var hafnað. Samkvæmt samningunum skyldu höfuðstólsgreiðslur greiddar í myntum skuldarinnar, pundum og evrum, innan fimm virkra daga frá því að greiðslur úr slitabúi LBI bárust í hvert sinn. Hér er gert ráð fyrir að greitt hafi verið samdægurs á sölugengi punds og evru á hverjum tíma.

Að gefnum þessum forsendum hefðu greiðslur vegna samninganna verið eins og sýnt er í töflu 3.

Dagsetning
Eftirstöðvar höfuðstóls
Vextir lagðir við höfuðstól
Afborgun höfuðstóls
1. jan. 2009 639,8    
5. jún. 2009 712,2 16,4 -
5. jún. 2010 686,6 37,2 20,0
5. jún. 2011 731,6 38,5 -
2. des. 2011 515,2 - 205,6
24. maí. 2012 458,9 - 89,7
5. jún. 2012 489,5 35,9 -
5. okt. 2012 442,5 - 41,7
5. jún. 2013 452,8 24,5 -
12. sept. 2013 425,9 - 35,0
5. jún. 2014 440,7 23,7 -
16. des. 2014 237,0 - 209,4
5. jún. 2015 261,5 19,7 -
11. jan. 2016 135,5 - 109,6
6. jún. 2016 140,0 10,7 -
Eftirstöðvar / alls 140,0 206,6 711,0

Tafla 3. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, vextir lagðir við höfuðstól og höfuðstólsgreiðslur TIF vegna Icesave I og II. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Athuga þarf að eftirstöðvar höfuðstóls, vextir sem bætt var við höfuðstól og afborganir höfuðstóls voru ávallt í evrum og sterlingspundum en eru hér sett fram á jafnvirði í íslenskum krónum miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á hverjum degi.

Heildargreiðslur inn á höfuðstól samninganna hefðu því numið jafnvirði 711 milljarða króna, þar af 691 milljarður úr búi LBI og 20 milljarðar úr sjóðum TIF. Hinn 6. júní 2016 hefðu eftirstöðvar samninganna numið 140 milljörðum króna, sem er sú fjárhæð sem hefði fallið á ríkissjóð og komið til greiðslu á næstu átta árum í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum með 5,55% vöxtum. Áætluð VLF ársins 2016 er 2.386 milljarðar króna svo fjárhæðin hefði numið 5,87% af VLF ársins.

Kostnaður vegna Icesave III

Við mat á kostnaði sem fallið hefði á ríkissjóð vegna Icesave III er gert ráð fyrir ofangreindum forsendum, það er að höfuðstóll samningsins hefði verið €1,322 og £2,34 milljarðar, vextir fastir 3,0% í evrum og 3,3% í sterlingspundum og greiðslur inn á höfuðstól eins og tilgreint er í fjórða dálki töflu 2. Þá er gert ráð fyrir að sjóðir TIF, að fjárhæð 20 milljarðar króna, hefðu verið nýttir til að greiða hluta fyrstu vaxtagreiðslunnar, 1. janúar 2011, eins og samningurinn kvað á um.

Þá er gert ráð fyrir að útgreiðslur úr búi LBI í erlendum gjaldmiðlum hefðu miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á útgreiðsludegi og að gengisþróun evru og sterlingspunds hefði orðið eins og hún hefur verið eftir að samningunum var hafnað. Samkvæmt samningnum skyldu höfuðstólsgreiðslur greiddar í pundum og evrum innan fjögurra daga frá því að greiðslur úr slitabúi LBI bárust í hvert sinn og hér er gert ráð fyrir að greitt hafi verið samdægurs á sölugengi punds og evru á hverjum tíma.

Að gefnum þessum forsendum hefðu greiðslur vegna samningsins verið eins og sýnt er í töflu 4.

Dagsetning
Eftirstöðvar höfuðstóls
Greiddir vextir
Afborgun höfuðstóls
Greiðsla ríkissjóðs
% af VLF
1. okt. 2009 705,8        
1. jan. 2011 622,6 25,0 - 5,0 0,29%
1. apr. 2011 646,1 5,1 - 5,1 0,30%
1. júl. 2011 649,2 5,2 - 5,2 0,30%
1. okt. 2011 643,4 5,2 - 5,2 0,31%
2. des. 2011 447,9 3,5 199,6 3,5 0,21%
1. jan. 2012 453,0 1,2 - 1,2 0,07%
1. apr. 2012 483,2 3,9 - 3,9 0,22%
24. maí. 2012 389,9 2,2 87,1 2,2 0,12%
1. júl. 2012 378,8 1,3 - 1,3 0,07%
1. okt. 2012 384,6 3,1 - 3,1 0,17%
5. okt. 2012 340,7 0,1 40,5 0,1 0,01%
1. jan. 2013 360,5 2,8 - 2,8 0,15%
1. apr. 2013 330,3 2,6 - 2,6 0,14%
1. júl. 2013 330,9 2,6 - 2,6 0,14%
12. sept. 2013 301,6 2,2 34,0 2,2 0,11%
1. okt. 2013 306,5 0,5 - 0,5 0,03%
1. jan. 2014 298,1 2,4 - 2,4 0,12%
1. apr. 2014 293,7 2,3 - 2,3 0,12%
1. júl. 2014 298,5 2,4 - 2,4 0,12%
1. okt. 2014 300,9 2,4 - 2,4 0,12%
16. des. 2014 95,9 2,0 203,3 2,0 0,10%
1. jan. 2015 97,3 0,1 - 0,1 0,01%
1. apr. 2015 97,6 0,8 - 0,8 0,04%
1. júl. 2015 99,1 0,8 - 0,8 0,04%
1. okt. 2015 93,5 0,8 - 0,8 0,03%
1. jan. 2016 92,8 0,8 - 0,8 0,03%
11. jan. 2016 -14,7 0,1 106,4 -14,7 -0,61%
Eftirstöðvar / alls -14,7 81,3 670,9 46,5 2,74%

Tafla 4. Áætlaðar eftirstöðvar höfuðstóls, greiddir vextir og höfuðstólsgreiðslur TIF og ríkissjóðs vegna Icesave III. Allar fjárhæðir í milljörðum króna. Athuga þarf að eftirstöðvar höfuðstóls, greiddir vextir og afborganir höfuðstóls voru ávallt í evrum og sterlingspundum en eru hér sett fram á jafnvirði í íslenskum krónum miðað við sölugengi gjaldmiðlanna á hverjum degi. Næstsíðasti dálkurinn sýnir þann hluta hverrar greiðslu sem hefði verið greidd úr ríkissjóði og sá síðasti hlutfall greiðslu ríkissjóðs af VLF þess árs. TIF hefði aðeins greitt hluta fyrstu greiðslunnar, 20 milljarða króna af 25, en ríkissjóður allar vaxtagreiðslur eftir það. Síðasta greiðslan hefði verið 11. janúar 2016 og þá hefði samningurinn verið að fullu uppgerður og ríkissjóður fengið í sinn hlut 14,7 milljarða af lokagreiðslu LBI.

Nettógreiðslur ríkissjóðs vegna samningsins hefðu því numið jafnvirði 46,5 milljarða króna. Heildarvaxtagreiðslur hefðu numið 81,3 milljörðum króna en af þeim hefði TIF greitt 20 milljarða og ríkissjóður 61,3 en ríkissjóður hefði fengið hluta þeirra endurgreiddan við lokagreiðslu LBI eða 14,7 milljarða króna. Sem hlutfall af VLF hvers árs hefðu greiðslur ríkissjóðs numið 2,74%. Áætluð VLF ársins 2016 er 2.386 milljarðar króna svo fjárhæðin hefði jafngilt 65,4 milljörðum króna árið 2016.

Heildargreiðslur vegna Icesave III hefðu numið 737,4 milljörðum króna, þar af 670,9 milljarðar úr búi LBI, 20 milljarðar úr sjóðum TIF og 46,5 milljarðar úr ríkissjóði.

Myndin sýnir Icesave-auglýsingu á leigubíl í London 2008.

Lagalegir og efnahagslegir fyrirvarar samninganna

Allir Icesave-samningarnir innihéldu ýmis önnur ákvæði en fjárhagsleg (það er önnur en um fjárhæðir, vexti og endurgreiðslur) þar á meðal lagalega fyrirvara. Þá innihéldu Icesave I og II einnig efnahagslega fyrirvara.

Tveir lagalegir fyrirvarar sem sérstaklega er vert að fjalla um, og hefðu getað haft talsverð áhrif á kostnað ríkissjóðs af þeim, er annars vegar svokallað Ragnars Hall-ákvæði og hins vegar fyrirvari um lagalega ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðunum.

Ragnars Hall-ákvæðið svokallaða var um úthlutun úr slitabúi LBI upp í innstæður sem voru hærri en lágmarkstryggingin. Fyrir slíkar innstæður hefði TIF einungis fengið framseldan þann hluta kröfunnar sem var undir lágmarkstryggingunni en DNB eða FSCS hefði haldið eftir þeim hluta kröfunnar sem var umfram lágmarkið. Við úthlutun úr búi LBI upp í þær kröfur var álitamál hvort úthlutunin skyldi fyrst ganga til að fullnægja kröfu TIF, sem nyti þannig ákveðins forgangs, eða hvort hún skyldi ganga til bæði TIF og DNB eða FSCS, í hlutfalli við kröfu hvors, svo kröfur þeirra væru jafnsettar. Fyrirvari þess efnis var í samningunum og áskildu íslensk stjórnvöld sér rétt til þess að fá úr álitaefninu skorið fyrir dómstólum. Þar sem samningarnir tóku ekki gildi reyndi ekki á þetta ákvæði.

Í þessari áætlun er ekki gert ráð fyrir að TIF hefði notið þessa forgangs við úthlutun en ef sú hefði verið raunin hefðu greiðslur til TIF úr búi LBI borist mun hraðar og skuldin því greiðst upp mun fyrr, jafnvel strax við greiðsluna í september 2013. Fjárhæðin sem fallið hefði á ríkissjóð hefði þá orðið verulega lægri, allt niður 90 milljarða fyrir Icesave I og II og 20 milljarða fyrir Icesave III.

Þá innihéldu samningarnir fyrirvara um hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð gagnvart innstæðueigendum vegna lágmarkstryggingar við kerfishrun á fjármálamarkaði. Eins og þekkt er komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu hinn 28. janúar 2013 að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð gagnvart Icesave-innstæðueigendum. Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins er ekki útilokað að þessi fyrirvari hefði leitt til niðurfellingar ábyrgðar ríkissjóðs á greiðslum vegna samninganna og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra því enginn.

Alþingi setti einnig efnahagslega fyrirvara við Icesave I sem héldust að mestu í Icesave II. Fyrirvararnir kváðu á um þak á árlega greiðslu ríkissjóðs vegna samninganna þannig að ríkissjóður myndi á hverju ári ekki greiða meira sem næmi 6% af uppsöfnuðum hagvexti frá árinu 2008. Hagvöxtur milli áranna 2008 og 2016 reyndist það mikill og eftirstöðvar samninganna það lágar að þessir fyrirvarar hefðu engu breytt um greiðslur ríkissjóðs.

Fyrirvari við áætlunina

Setja verður þann fyrirvara við þessa áætlun að hún er sett fram miðað við þá þróun sem orðið hefur frá því samningunum var hafnað. Hugsanlegt er hins vegar að samþykkt samninganna hefði haft áhrif á þróunina og þá hefði niðurstaðan að sjálfsögðu getað verið önnur.

Samþykkt samninganna hefði sem dæmi getað haft áhrif á þróun gengis krónunnar, hvort sem er til styrkingar eða veikingar. Hefði krónan styrkst hefði kostnaður ríkissjóðs verið lægri en hærri hefði hún veikst.

Samþykkt samninganna hefði einnig getað haft áhrif á tímasetningar á útgreiðslum úr slitabúi LBI. Hinn 13. mars 2012 voru sett lög (nr. 17/2012) sem afnámu sérstaka undanþágu slitabúa frá fjármagnshöftum til að greiða til kröfuhafa. Eftir það þurfti slitabú LBI að sækja um undanþágu til Seðlabankans til að greiða til forgangskröfuhafa. Undanþágubeiðnirnar vegna greiðslnanna hinn 23. desember 2014 og 11. janúar 2016 voru langan tíma í meðförum Seðlabankans og ríkisstjórnar. Ef ríkissjóður hefði haft beina fjárhagslega hagsmuni af því að greiðslurnar færu fram fyrr er hugsanlegt að afgreiðsla undanþágubeiðninnar hefði tekið skemmri tíma. Á móti kemur þó að lokagreiðslunni 11. janúar 2016 var flýtt vegna nauðasamnings LBI. Búið átti ekki fyrir henni að fullu í reiðufé og var hún að hluta fjármögnuð með lántöku búsins. Heilt yfir er ekki ólíklegt að samþykkt Icesave-samninganna hefði leitt til hraðari útgreiðslna úr búi LBI og því hefði kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra þá hugsanlega verið nokkrum milljörðum og jafnvel tugum milljarða króna lægri en hér er áætlað.

Þá er í áætluninni einnig gert ráð fyrir að samningarnir hefðu verð efndir samkvæmt efni þeirra og að greiðslur af þeim hefðu verið inntar af hendi á gjalddögum. TIF hafði hins vegar heimild til að greiða skuldina niður hraðar og hugsanlega hefði verið hagkvæmara fyrir ríkissjóð að endurfjármagna skuldina að hluta eða að öllu leyti, það er taka lán fyrir eftirstöðvum samninganna og greiða þær upp fyrir gjalddaga. Ef ríkissjóði hefði boðist lán á betri kjörum en samningarnir kváðu á um hefði slík endurfjármögnun verið hagkvæm.

Fyrsta erlenda lántaka íslenska ríkisins á markaði eftir hrun var í júní 2011 þegar ríkissjóður gaf út skuldabréf í bandaríkjadölum til 5 ára að fjárhæð $1 milljarður með 5,0% vöxtum. Í maí 2012 gaf ríkissjóður aftur út skuldabréf til 10 ára að fjárhæð $1 milljarður á 6,0% vöxtum. Fyrsta lántakan á markaði í evrum eftir hrun var svo í júlí 2014 þegar ríkissjóður gaf út skuldabréf til 6 ára að fjárhæð €750 milljónir, eða jafnvirði um 116 milljarða króna, með 2,56% vöxtum. Á þeim tíma hefðu eftirstöðvar Icesave I og II numið um 440 milljörðum króna og eftirstöðvar Icesave III um 300 milljörðum. Þá greiddi ríkissjóður á þessum tíma einnig upp nokkur erlend lán sem sum voru á lægri vöxtum en Icesave I og II. Við ákvörðun um endurfjármögnun eða uppgreiðslu Icesave-samninganna hefði þurft að taka tillit til ýmissa þátta eins og eftirstöðva þeirra og eftirstöðvatíma í samanburði við önnur lán ríkissjóðs og þá fjármögnun sem í boði var sem og stöðu gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ekki er ólíklegt að ríkissjóður hefði getað endurfjármagnað einhvern hluta skuldarinnar á markaði á betri kjörum, í síðasta lagi í júlí 2014. Þá hefðu greiðslur ríkissjóðs verið lægri sem nam mismun á vaxtakjörum samninganna og fjármögnunarinnar. Þó er rétt að hafa í huga að samþykkt samninganna hefði einnig getað haft áhrif á lánshæfi ríkissjóðs og þar með vaxtakjör, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar.

Heimildir

Myndir:


Að lokum vill höfundur þakka þeim sem lásu yfir drög að svarinu og komu með góðar ábendingar um hvernig mætti bæta það....