Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hversu mörg prósent af vatni á jörðinni er drykkjarhæft?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Sjórinn er um 97% af öllu vatni á jörðinni og það gefur okkur 3% í annað vatn. Hversu mörg prósent af þessum þremur prósentum er drykkjarhæft vatn?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hve mikill hluti vatnsins á jörðinni er saltur?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að reyna að átta sig á því hvað átt er við með hugtakinu drykkjarhæft vatn. Nær það yfir allar ferskvatnsbirgðir jarðar, er það allt það ferskvatn sem er á aðgengilegu formi eða er átt við það ferskvatn sem er bæði aðgengilegt og óhætt að drekka að teknu tilliti til mengunar og annarra þátta?

Aðeins örlítið brot af öllu vatni jarðar er drykkjarhæft.

Um 71% af yfirborði jarðar er undir vatni og af þeim sökum er hún stundum kölluð bláa plánetan. Vatnið er þó ekki bara á yfirborðinu, það er líka neðanjarðar, bundið í jöklum og ís, sem gufa í andrúmsloftinu og finnst einnig í öllum lífverum.

Eins og á við um svo margt annað er erfitt að mæla nákvæmlega hversu mikið vatn er á jörðinni heldur er það metin stærð. Það mat sem hér er stuðst við er það sama og Bandaríska jarðfræðistofnunin, US Geological Survey (USGS) notar á heimasíðu sinni. Talið er að vatnsbirgðir jarðarinnar, það er að segja rúmmál alls þess vatns sem er í, á og yfir jörðinni sé um 1.386.000.000 rúmkílómetrar (km3). Af því er um 96,5% sjór og tæplega 1% í viðbót annað salt vatn. Ferskvatn, á hvaða formi sem er, er því aðeins um eða innan við 2,5% af öllu vatni jarðar.

Mat á dreifingu vatnsbirgða jarðar.

Fræðilega séð er allt ferskvatn drykkjarhæft en aðeins mjög lítill hluti þess er í raun aðgengilegur. Um 68,7% af ferskvatnsbirgðum jarðar (1,74% af heildarvatni samanber töflu hér að neðan) er bundið í jöklum og ísskjöldum og nýtist því ekki sem drykkjarvatn. Svonefnt grunnvatn, það er að segja vatn sem er neðanjarðar, er um 30,1% af öllu ferskvatni. Víða treystir fólk á grunnvatn sem neysluvatn en stærstur hluti grunnvatnsins seytlar þó óaðgengilegt um jarðlögin. Aðeins um 1,2% af ferskvatni jarðar er ekki frosið í jöklum eða í jarðlögunum undir yfirborðinu. Þessi litli hluti er þó langt frá því að vera allur drykkjarhæfur þar sem 69% hans er ís og sífreri, hluti hans er gufa í andrúmsloftinu, raki í jarðvegi, bundinn í lífverum og í mýrum og fenjum.

Uppspretta vatns
Rúmmál vatns, km3
Hlutfall af ferskvatni
Hlutfall af öllu vatni
Sjór
1.338.000.000
--
96,54
Ísskildir, jöklar og varanlegur snjór
24.064.000
68,7
1,74
Grunnvatn
23.400.000
--
1,69
Ferskvatn
10.530.000
30,1
0,76
Salt vatn
12.870.000
--
0,93
Raki í jarðvegi
16.500
0,05
0,001
Ís og sífreri
300.000
0,86
0,022
Vötn
176.400
--
0,013
Ferskt vatn
91.000
0,26
0,007
Salt vatn
85.400
--
0,006
Andrúmsloft
12.900
0,04
0,001
Fen
11.470
0,03
0,0008
Vatnsföll
2.120
0,006
0,0002
Lífverur
1.120
0,003
0,0001

Upplýsingarnar fengnar af síðu USGS. Byggt á Igor Shiklomanov, (1993). World fresh water resources" Í Peter H. Gleick (ritstj.), Water in Crisis: A Guide to the World's Fresh Water Resources. Oxford University Press, New York.

Það má því segja að aðgengilegt drykkjarvatn sé aðeins vatnsföll og ósölt stöðuvötn. Til samans er það tvennt aðeins um 0,0072% af öllu vatni á jörðinni eða 93.120 km3 (samanber töflu) auk einhvers lítils hluta af grunnvatnsbirgðum, en ekki tókst að finna upplýsingar um hversu mikið það er talið. Þarna er hins vegar ekki tekið tillit til gæða vatnsins, það er að segja hvort það er raunverulega drykkjarhæft eða hvort einhver efni eða mengun gerir það óhæft til neyslu. Tölur um slíkt virðast því miður ekki vera til.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.2.2017

Spyrjandi

Edda Björk Birgisdóttir, Símon Brynjar

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu mörg prósent af vatni á jörðinni er drykkjarhæft?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73280.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2017, 6. febrúar). Hversu mörg prósent af vatni á jörðinni er drykkjarhæft? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73280

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu mörg prósent af vatni á jörðinni er drykkjarhæft?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73280>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg prósent af vatni á jörðinni er drykkjarhæft?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Sjórinn er um 97% af öllu vatni á jörðinni og það gefur okkur 3% í annað vatn. Hversu mörg prósent af þessum þremur prósentum er drykkjarhæft vatn?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hve mikill hluti vatnsins á jörðinni er saltur?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að reyna að átta sig á því hvað átt er við með hugtakinu drykkjarhæft vatn. Nær það yfir allar ferskvatnsbirgðir jarðar, er það allt það ferskvatn sem er á aðgengilegu formi eða er átt við það ferskvatn sem er bæði aðgengilegt og óhætt að drekka að teknu tilliti til mengunar og annarra þátta?

Aðeins örlítið brot af öllu vatni jarðar er drykkjarhæft.

Um 71% af yfirborði jarðar er undir vatni og af þeim sökum er hún stundum kölluð bláa plánetan. Vatnið er þó ekki bara á yfirborðinu, það er líka neðanjarðar, bundið í jöklum og ís, sem gufa í andrúmsloftinu og finnst einnig í öllum lífverum.

Eins og á við um svo margt annað er erfitt að mæla nákvæmlega hversu mikið vatn er á jörðinni heldur er það metin stærð. Það mat sem hér er stuðst við er það sama og Bandaríska jarðfræðistofnunin, US Geological Survey (USGS) notar á heimasíðu sinni. Talið er að vatnsbirgðir jarðarinnar, það er að segja rúmmál alls þess vatns sem er í, á og yfir jörðinni sé um 1.386.000.000 rúmkílómetrar (km3). Af því er um 96,5% sjór og tæplega 1% í viðbót annað salt vatn. Ferskvatn, á hvaða formi sem er, er því aðeins um eða innan við 2,5% af öllu vatni jarðar.

Mat á dreifingu vatnsbirgða jarðar.

Fræðilega séð er allt ferskvatn drykkjarhæft en aðeins mjög lítill hluti þess er í raun aðgengilegur. Um 68,7% af ferskvatnsbirgðum jarðar (1,74% af heildarvatni samanber töflu hér að neðan) er bundið í jöklum og ísskjöldum og nýtist því ekki sem drykkjarvatn. Svonefnt grunnvatn, það er að segja vatn sem er neðanjarðar, er um 30,1% af öllu ferskvatni. Víða treystir fólk á grunnvatn sem neysluvatn en stærstur hluti grunnvatnsins seytlar þó óaðgengilegt um jarðlögin. Aðeins um 1,2% af ferskvatni jarðar er ekki frosið í jöklum eða í jarðlögunum undir yfirborðinu. Þessi litli hluti er þó langt frá því að vera allur drykkjarhæfur þar sem 69% hans er ís og sífreri, hluti hans er gufa í andrúmsloftinu, raki í jarðvegi, bundinn í lífverum og í mýrum og fenjum.

Uppspretta vatns
Rúmmál vatns, km3
Hlutfall af ferskvatni
Hlutfall af öllu vatni
Sjór
1.338.000.000
--
96,54
Ísskildir, jöklar og varanlegur snjór
24.064.000
68,7
1,74
Grunnvatn
23.400.000
--
1,69
Ferskvatn
10.530.000
30,1
0,76
Salt vatn
12.870.000
--
0,93
Raki í jarðvegi
16.500
0,05
0,001
Ís og sífreri
300.000
0,86
0,022
Vötn
176.400
--
0,013
Ferskt vatn
91.000
0,26
0,007
Salt vatn
85.400
--
0,006
Andrúmsloft
12.900
0,04
0,001
Fen
11.470
0,03
0,0008
Vatnsföll
2.120
0,006
0,0002
Lífverur
1.120
0,003
0,0001

Upplýsingarnar fengnar af síðu USGS. Byggt á Igor Shiklomanov, (1993). World fresh water resources" Í Peter H. Gleick (ritstj.), Water in Crisis: A Guide to the World's Fresh Water Resources. Oxford University Press, New York.

Það má því segja að aðgengilegt drykkjarvatn sé aðeins vatnsföll og ósölt stöðuvötn. Til samans er það tvennt aðeins um 0,0072% af öllu vatni á jörðinni eða 93.120 km3 (samanber töflu) auk einhvers lítils hluta af grunnvatnsbirgðum, en ekki tókst að finna upplýsingar um hversu mikið það er talið. Þarna er hins vegar ekki tekið tillit til gæða vatnsins, það er að segja hvort það er raunverulega drykkjarhæft eða hvort einhver efni eða mengun gerir það óhæft til neyslu. Tölur um slíkt virðast því miður ekki vera til.

Heimildir og myndir:

...