Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kom hafið?

Sigurður Steinþórsson

Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið þéttist og fellur út sem regn. Í stórgosi eins og Skaftáreldum 1783, þar sem 15 km3 af kviku komu upp á yfirborðið, má þannig ætla að um 200 milljón tonn af vatni hafi rokið út í andrúmsloftið. Áætlað er að á Íslandi renni um 45.000 km3 af hrauni á milljón árum, sem þá mundu losa 600.000 milljón tonn af vatni, sem er um 1/500 af þeirri „framleiðslu" vatns sem þyrfti til að mynda hafið allt, 1348 milljón km3, á 4500 milljón árum.

Hafið er að langmestu leyti orðið til úr gosgufum.

Aðalröksemdin fyrir því að vötn og andrúmsloft jarðar hafi myndast við þessa afloftun jarðar, en séu ekki leifar af upprunalegu andrúmslofti hennar, er annars þessi: Af eðallofttegundinni argon (Ar) eru tvær samsætur, Ar-36 og Ar-40. Hin fyrrnefnda er ríkjandi form argons, til dæmis í sólinni, og hefur einnig verið ríkjandi í frum-andrúmslofti jarðar. Hin síðarnefnda, Ar-40, myndast hins vegar við klofnun geislavirku kalín-samsætunnar K-40. Argon er þung lofttegund, þannig að það sleppur ekki út í geiminn (eins og til dæmis vetni gerir), og vegna þess að það er eðallofttegund hvarfast það ekki við berg eða önnur efni. Þess vegna safnast það argon, sem einu sinni er komið í andrúmsloftið, þar fyrir. Andrúmsloft jarðar er um 1% argon, og það er nær eingöngu Ar-40. Þess vegna hefur allt argon andrúmsloftsins orðið til við klofnun kalíns í bergi, en snemma á ævi jarðar sópaðist frum-andrúmsloftið í burtu í sterkum sólvindi. Þetta stig í þróun sólstjarna er kennt við stjörnuna τ í Nautsmerkinu (τ Tauri). Eftir það fór nýtt andrúmsloft, höf og vötn að myndast úr eldfjallagufum.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

9.8.2000

Síðast uppfært

31.3.2023

Spyrjandi

Ingibjörg Björnsdóttir, Þórir Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kom hafið?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=757.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 9. ágúst). Hvaðan kom hafið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=757

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kom hafið?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=757>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kom hafið?
Hafið er að langmestum hluta orðið til úr gosgufum sem losnað hafa í eldgosum á 4.500 milljón ára ævi jarðar. Dæmigerðar gosgufur, eins og þær sem losnuðu í Surtseyjargosinu, eru um 85% vatn. Í hraunkviku, sem kemur upp á yfirborðið, eru um 0,6% af vatni, og af þeim losna um 0,5% út í andrúmsloftið, þar sem vatnið þéttist og fellur út sem regn. Í stórgosi eins og Skaftáreldum 1783, þar sem 15 km3 af kviku komu upp á yfirborðið, má þannig ætla að um 200 milljón tonn af vatni hafi rokið út í andrúmsloftið. Áætlað er að á Íslandi renni um 45.000 km3 af hrauni á milljón árum, sem þá mundu losa 600.000 milljón tonn af vatni, sem er um 1/500 af þeirri „framleiðslu" vatns sem þyrfti til að mynda hafið allt, 1348 milljón km3, á 4500 milljón árum.

Hafið er að langmestu leyti orðið til úr gosgufum.

Aðalröksemdin fyrir því að vötn og andrúmsloft jarðar hafi myndast við þessa afloftun jarðar, en séu ekki leifar af upprunalegu andrúmslofti hennar, er annars þessi: Af eðallofttegundinni argon (Ar) eru tvær samsætur, Ar-36 og Ar-40. Hin fyrrnefnda er ríkjandi form argons, til dæmis í sólinni, og hefur einnig verið ríkjandi í frum-andrúmslofti jarðar. Hin síðarnefnda, Ar-40, myndast hins vegar við klofnun geislavirku kalín-samsætunnar K-40. Argon er þung lofttegund, þannig að það sleppur ekki út í geiminn (eins og til dæmis vetni gerir), og vegna þess að það er eðallofttegund hvarfast það ekki við berg eða önnur efni. Þess vegna safnast það argon, sem einu sinni er komið í andrúmsloftið, þar fyrir. Andrúmsloft jarðar er um 1% argon, og það er nær eingöngu Ar-40. Þess vegna hefur allt argon andrúmsloftsins orðið til við klofnun kalíns í bergi, en snemma á ævi jarðar sópaðist frum-andrúmsloftið í burtu í sterkum sólvindi. Þetta stig í þróun sólstjarna er kennt við stjörnuna τ í Nautsmerkinu (τ Tauri). Eftir það fór nýtt andrúmsloft, höf og vötn að myndast úr eldfjallagufum.

Mynd:...