Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann frumefnið argon?

Hanna Silva Hadziredzepovic, Katrín Kristjánsdóttir og Líf Hlavackova

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers konar efni er argon?
  • Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin?

Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni.

Argon er táknað með Ar og hefur sætistöluna 18 í lotukerfinu. Það er gas við staðalaðstæður, lit- og lyktarlaust og ekki eitrað. Argon er algengust eðallofttegundanna og er um 1% af andrúmslofti jarðarinnar. Einnig er örlítið argon að finna í jarðskorpunni.

Argon hefur sætistöluna 18 í lotukerfinu.

Menn komust fyrst á sporið um tilvist argons árið 1785 þegar breski vísindamaðurinn Henry Cavendish (1731–1810) var að skoða samsetningu andrúmsloftsins. Hann komst að því að mjög lítill hluti andrúmsloftsins var hvorki nitur né súrefni heldur eitthvað annað sem hann gat ekki skilgreint. Rúmri öld síðar, 1894, var tilvist argons staðfest þegar efnafræðingurinn Sir William Ramsey (1852-1916) og eðlisfræðingurinn Lord Rayleigh (1842–1919) fjarlægðu köfnunarefni, súrefni, koltvíildi og vatn úr hreinu lofti en þá sat eftir gastegund sem var ólík öllu öðru efni sem þeir þekktu. Efnið fékk heitið argon en það er komið úr grísku og merkir í raun 'latur' eða 'óvirkur' og vísar til þess að efnið gengur ekki í samband við önnur efni. Þess má geta að þeir Ramsey og Rayleigh fengu Nóbelsverðlaunin 1904 fyrir uppgötvanir sínar á argoni og öðrum eðallofttegundum.

Argon er unnið með því að eima fljótandi andrúmsloft. Það er mikið notað við málmsuðu (argonsuðu) og einnig í ljósaperur, því það leiðir illa hita og verndar því glóðarþráðinn. Argon er notað í fleira, til dæmis í lækningaskyni (leysimeðferðir) og í ljósaskilti („neonskilti“) þar sem það gefur frá sér blátt ljós ef rafmagn er leitt í gegnum það.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

26.6.2017

Síðast uppfært

30.6.2017

Spyrjandi

Guðný Tómasdóttir, Bragi Kristjánsson, Arna Lára Pétursdóttir

Tilvísun

Hanna Silva Hadziredzepovic, Katrín Kristjánsdóttir og Líf Hlavackova. „Hver fann frumefnið argon?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2017, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31907.

Hanna Silva Hadziredzepovic, Katrín Kristjánsdóttir og Líf Hlavackova. (2017, 26. júní). Hver fann frumefnið argon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31907

Hanna Silva Hadziredzepovic, Katrín Kristjánsdóttir og Líf Hlavackova. „Hver fann frumefnið argon?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2017. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31907>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann frumefnið argon?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvers konar efni er argon?
  • Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin?

Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni.

Argon er táknað með Ar og hefur sætistöluna 18 í lotukerfinu. Það er gas við staðalaðstæður, lit- og lyktarlaust og ekki eitrað. Argon er algengust eðallofttegundanna og er um 1% af andrúmslofti jarðarinnar. Einnig er örlítið argon að finna í jarðskorpunni.

Argon hefur sætistöluna 18 í lotukerfinu.

Menn komust fyrst á sporið um tilvist argons árið 1785 þegar breski vísindamaðurinn Henry Cavendish (1731–1810) var að skoða samsetningu andrúmsloftsins. Hann komst að því að mjög lítill hluti andrúmsloftsins var hvorki nitur né súrefni heldur eitthvað annað sem hann gat ekki skilgreint. Rúmri öld síðar, 1894, var tilvist argons staðfest þegar efnafræðingurinn Sir William Ramsey (1852-1916) og eðlisfræðingurinn Lord Rayleigh (1842–1919) fjarlægðu köfnunarefni, súrefni, koltvíildi og vatn úr hreinu lofti en þá sat eftir gastegund sem var ólík öllu öðru efni sem þeir þekktu. Efnið fékk heitið argon en það er komið úr grísku og merkir í raun 'latur' eða 'óvirkur' og vísar til þess að efnið gengur ekki í samband við önnur efni. Þess má geta að þeir Ramsey og Rayleigh fengu Nóbelsverðlaunin 1904 fyrir uppgötvanir sínar á argoni og öðrum eðallofttegundum.

Argon er unnið með því að eima fljótandi andrúmsloft. Það er mikið notað við málmsuðu (argonsuðu) og einnig í ljósaperur, því það leiðir illa hita og verndar því glóðarþráðinn. Argon er notað í fleira, til dæmis í lækningaskyni (leysimeðferðir) og í ljósaskilti („neonskilti“) þar sem það gefur frá sér blátt ljós ef rafmagn er leitt í gegnum það.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...