Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á argoni og neoni?

Álfgrímur Sigurðarson og Vignir Már Lýðsson

Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginleika er mjög hentugt að nota efnin til að geyma mjög hvarfgjörn efni svo sem alkalímálma. Talsverður munur er á bræðslu og suðumarki neons og argons. Hvort tveggja er mun hærra hjá argoni auk þess sem gufunarvarmi er tæplega sex sinnum meiri hjá argoni en hjá neoni.

Neon - rautt ljós.

Ef rafmagn er leitt í gegnum argon eða neon, gefa þau þau frá sér litað ljós. Argon og neon eru þess vegna notuð til að búa til ljósaskilti sem oftast eru nefnd einu nafni neonskilti. Réttara væri þó að nefna blá "neonskilti" argonskilti, þar sem argon gefur frá blátt ljós en neon rautt ljós. Fleiri litaafbrigðum er hægt að ná fram ef argoni og neoni er blandað saman í tilteknum hlutföllum og efnablandan sett í litaðar pípur. Einnig er hægt að fá fram lituð ljós með fleiri lofttegundum. Koltvíoxíð (CO2) er notað til að fá fram hvítan lit, helín (He) gefur gulllitaðan bjarma og með notkun á kvikasilfri (Hg) fást útfjólubláir geislar.

Argon - blátt ljós.

Hinar eðallofttegundirnar í lotukerfinu eru helín (númer 2), krypton (númer 36), xenon (númer 54), radon (nr. 86). Tekist hefur að búa til eina eðallofttegund, ununoktín, á rússneskri tilraunastofu sem er þó svo óstöðug að hún kemur ekki að neinum notum.

Frekara lesefni:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

10.7.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Ívar Atli

Tilvísun

Álfgrímur Sigurðarson og Vignir Már Lýðsson. „Hver er munurinn á argoni og neoni?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2007, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6713.

Álfgrímur Sigurðarson og Vignir Már Lýðsson. (2007, 10. júlí). Hver er munurinn á argoni og neoni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6713

Álfgrímur Sigurðarson og Vignir Már Lýðsson. „Hver er munurinn á argoni og neoni?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2007. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á argoni og neoni?
Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginleika er mjög hentugt að nota efnin til að geyma mjög hvarfgjörn efni svo sem alkalímálma. Talsverður munur er á bræðslu og suðumarki neons og argons. Hvort tveggja er mun hærra hjá argoni auk þess sem gufunarvarmi er tæplega sex sinnum meiri hjá argoni en hjá neoni.

Neon - rautt ljós.

Ef rafmagn er leitt í gegnum argon eða neon, gefa þau þau frá sér litað ljós. Argon og neon eru þess vegna notuð til að búa til ljósaskilti sem oftast eru nefnd einu nafni neonskilti. Réttara væri þó að nefna blá "neonskilti" argonskilti, þar sem argon gefur frá blátt ljós en neon rautt ljós. Fleiri litaafbrigðum er hægt að ná fram ef argoni og neoni er blandað saman í tilteknum hlutföllum og efnablandan sett í litaðar pípur. Einnig er hægt að fá fram lituð ljós með fleiri lofttegundum. Koltvíoxíð (CO2) er notað til að fá fram hvítan lit, helín (He) gefur gulllitaðan bjarma og með notkun á kvikasilfri (Hg) fást útfjólubláir geislar.

Argon - blátt ljós.

Hinar eðallofttegundirnar í lotukerfinu eru helín (númer 2), krypton (númer 36), xenon (númer 54), radon (nr. 86). Tekist hefur að búa til eina eðallofttegund, ununoktín, á rússneskri tilraunastofu sem er þó svo óstöðug að hún kemur ekki að neinum notum.

Frekara lesefni:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemenda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....