Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:55 • Sest 06:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík

Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?

JGÞ

Lakagígar.

Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2. Hraunið kom úr yfir 100 gígum á 25 km langri sprungu.

Til að átta sig á stærð gossins er hægt að hugsa sér svæði sem er 100 sinnum 100 km á stærð eða aðeins stærra en Vatnajökull. Í gosi þar sem upp kemur 1 rúmkílómetri af gosefnum væri svæðið þakið af 10 sentímetra þykku lagi. Gosefnin sem komu upp í Skaftáreldum væru þar af leiðandi nægileg til að þekja sama svæði með rúmlega 1,5 m þykku lagi.

Þegar gosefni í eldgosi fara yfir 1 rúmkílómetra er talað um stór gos. Svonefnd ofurgos eru hins vegar skilgreind þannig að meira en 300 rúmkílómetrar af gosefnum koma upp í einu gosi. Það jafngildir þriggja metra þykku lagi á öllu Íslandi!

Heimild:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson, Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík 2011.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

31.10.2011

Spyrjandi

Hólmfríður Hafliðadóttir, f. 1999

Tilvísun

JGÞ. „Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?“ Vísindavefurinn, 31. október 2011. Sótt 30. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60961.

JGÞ. (2011, 31. október). Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60961

JGÞ. „Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2011. Vefsíða. 30. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60961>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?

Lakagígar.

Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2. Hraunið kom úr yfir 100 gígum á 25 km langri sprungu.

Til að átta sig á stærð gossins er hægt að hugsa sér svæði sem er 100 sinnum 100 km á stærð eða aðeins stærra en Vatnajökull. Í gosi þar sem upp kemur 1 rúmkílómetri af gosefnum væri svæðið þakið af 10 sentímetra þykku lagi. Gosefnin sem komu upp í Skaftáreldum væru þar af leiðandi nægileg til að þekja sama svæði með rúmlega 1,5 m þykku lagi.

Þegar gosefni í eldgosi fara yfir 1 rúmkílómetra er talað um stór gos. Svonefnd ofurgos eru hins vegar skilgreind þannig að meira en 300 rúmkílómetrar af gosefnum koma upp í einu gosi. Það jafngildir þriggja metra þykku lagi á öllu Íslandi!

Heimild:
  • Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson, Af hverju gjósa fjöll: Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos, Mál og menning, Reykjavík 2011.

Mynd:...