Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur vatnið?

Sigurður Steinþórsson

Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, en sumir þeirra eru bæði vatns- og kolefnisríkir. Gild rök hafa verið færð fyrir því að allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu sé upprunnið við afloftun jarðar, það er að það hafi borist til yfirborðsins sem eldfjallagufur.

Um hálft prósent af massa eða þunga basaltkviku er vatn sem losnar að mestu leyti út í andrúmsloftið í eldgosi. Skaftáreldagosið mikla árin 1783-84 (15 km3 eða 15*109 m3 * 2,8 tonn/m3 = 42*109 tonn) gaf frá sér um það bil 2*109 tonn af vatni, sem jafngildir meðalrennsli Hvítár við Gullfoss (um 100 m3/sek) í 229 daga. Miðað við að 45.000 km3 af hrauni renni á Íslandi á milljón árum, samsvarar það 6.300*109 tonnum af vatni á milljón árum.

Massi vatns á jörðinni er áætlaður um 1,7*1018 tonn, þannig að eldvirkni á Íslandi einu gæti „framleitt” sem svarar 1/60 hluta alls vatns jarðar á 4.600 milljónum ára. Þess ber þó að gæta, að auk vatnsins í höfunum er mjög mikið vatn bundið í bergi, ekki síst hafsbotnsskorpunni, og einnig má ætla að mikið vatn berist niður í jarðmöttul og djúpskorpu á niðurstreymisbeltum. Mikið af því vatni sem upp kemur í eldgosum er þannig búið að fara í hring niður í jörðina, stuttan eða langan.



Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - og þaðan til sjávar aftur með tímanum. Uppsprettuvatn er þannig að uppruna til úrkoma sem sigið hefur niður í berggrunninn, nærri eða fjarri uppsprettunni eftir atvikum. Með mælingum á samsætum frumefna vatns (vetni og súrefni) er hægt að rekja „upprunastað” vatnsins að nokkru leyti, bæði hvar það gufaði upp og hvar það féll til jarðar sem úrkoma.

Eins og ljóst má vera af ofansögðu eru allar líkur til að rúmmál sjávar hafi vaxið og vaxi með tímanum. Þetta er ekki auðvelt að mæla, en hins vegar bendir margt til þess að selta sjávar hafi haldist nokkuð stöðug í mjög langan tíma, að minnsta kosti 600 milljón ár.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaðan kom hafið?

Mynd: HB


Upprunalegu spurningarnar voru eftirfarandi:
  • Hvernig verður vatnið til? Hvaðan kemur vatnið sem kemur úr uppsprettum? Af hverju er alltaf nóg vatn í sjónum?
  • Hversu mikið vatn er bundið í vatnshringrásinni?
  • Hvernig verður vatn til?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.7.2001

Spyrjandi

Ingvar Haraldsson
Símon Vésteinsson
Auðunn Axel Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kemur vatnið?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2001, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1804.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 19. júlí). Hvaðan kemur vatnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1804

Sigurður Steinþórsson. „Hvaðan kemur vatnið?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2001. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1804>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur vatnið?
Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, en sumir þeirra eru bæði vatns- og kolefnisríkir. Gild rök hafa verið færð fyrir því að allt vatn á yfirborði jarðar og í andrúmsloftinu sé upprunnið við afloftun jarðar, það er að það hafi borist til yfirborðsins sem eldfjallagufur.

Um hálft prósent af massa eða þunga basaltkviku er vatn sem losnar að mestu leyti út í andrúmsloftið í eldgosi. Skaftáreldagosið mikla árin 1783-84 (15 km3 eða 15*109 m3 * 2,8 tonn/m3 = 42*109 tonn) gaf frá sér um það bil 2*109 tonn af vatni, sem jafngildir meðalrennsli Hvítár við Gullfoss (um 100 m3/sek) í 229 daga. Miðað við að 45.000 km3 af hrauni renni á Íslandi á milljón árum, samsvarar það 6.300*109 tonnum af vatni á milljón árum.

Massi vatns á jörðinni er áætlaður um 1,7*1018 tonn, þannig að eldvirkni á Íslandi einu gæti „framleitt” sem svarar 1/60 hluta alls vatns jarðar á 4.600 milljónum ára. Þess ber þó að gæta, að auk vatnsins í höfunum er mjög mikið vatn bundið í bergi, ekki síst hafsbotnsskorpunni, og einnig má ætla að mikið vatn berist niður í jarðmöttul og djúpskorpu á niðurstreymisbeltum. Mikið af því vatni sem upp kemur í eldgosum er þannig búið að fara í hring niður í jörðina, stuttan eða langan.



Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - og þaðan til sjávar aftur með tímanum. Uppsprettuvatn er þannig að uppruna til úrkoma sem sigið hefur niður í berggrunninn, nærri eða fjarri uppsprettunni eftir atvikum. Með mælingum á samsætum frumefna vatns (vetni og súrefni) er hægt að rekja „upprunastað” vatnsins að nokkru leyti, bæði hvar það gufaði upp og hvar það féll til jarðar sem úrkoma.

Eins og ljóst má vera af ofansögðu eru allar líkur til að rúmmál sjávar hafi vaxið og vaxi með tímanum. Þetta er ekki auðvelt að mæla, en hins vegar bendir margt til þess að selta sjávar hafi haldist nokkuð stöðug í mjög langan tíma, að minnsta kosti 600 milljón ár.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvaðan kom hafið?

Mynd: HB


Upprunalegu spurningarnar voru eftirfarandi:
  • Hvernig verður vatnið til? Hvaðan kemur vatnið sem kemur úr uppsprettum? Af hverju er alltaf nóg vatn í sjónum?
  • Hversu mikið vatn er bundið í vatnshringrásinni?
  • Hvernig verður vatn til?
...